Landsliðshetjan í áfalli: Ég skelf öll Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2024 09:30 Katrine Lunde er frábær markvörður og var síðast í stór hlutverki þegar Norðmenn unnu Ólympíugull í París í ágúst. Getty/Buda Mendes Katrine Lunde er enn einn besti handboltamarkvörður heims þótt að hún haldi upp á 45 ára afmælið í mars. Það breytir ekki því að hún gæti verið án félags á föstudaginn. Þessi sigursæli leikmaður spilar með Vipers í heimalandinu en þrátt fyrir mikla sigurgöngu undanfarinn áratug þá hefur reksturinn gengið skelfilega síðustu misseri. Fjárhagsvandræði Vipers Kristiansand hafa verið mikil og halda áfram. Björgunaraðferðir síðustu mánaða hafa greinilega ekki gengið nógu vel því nú er enn á ný komið að lokafresti þar sem gjaldþrot vofir yfir. Leikmenn liðsins, þar á meðal Lunde, voru kallaðir á fund þar sem kom fram að félagið þurfi að safna 25 milljónum norskra króna fyrir föstudaginn. Það gera 316 milljónir íslenskra króna. Takist það ekki fer félagið á hausinn. Frétt NRK um málið og viðbrögð Katrine Lunde.NRK „Ég skelf öll. Þetta er alls ekki gaman og hefur mikil áhrif á okkur. Þetta er lífið mitt,“ sagði Katrine Lunde við TV 2 í Noregi. Liðsfélagi hennar Silje Waade var með tárin í augunum eftir fundinn. „Mér líður eins og ég hafi stokkið fram af brúninni og nú er ég bara að bíða eftir því að komast að því hvernig dýnan er. Þetta er lífið okkar. Ég veit ekki hvort ég fái að mæta í vinnuna á mánudaginn,“ sagði Waade. Umræða um mögulegt gjaldþrot Vipers var líka í febrúar og ágúst en í bæði þau skiptin tókst að bjarga málunum. Það hafa hins vegar verið sannkallaðar skammtímalausnir. Waade hefur verið hjá félaginu frá 2018 og hefur orðið sex sinnum meistari. „Við vitum vel af því að félagið glímir við fjárhagsvandræði en það kom samt mikið á óvart hvað upphæðin er há og hvað fyrirvarinn er stuttur,“ sagði Waade. Leikmenn Vipers spila leik áður en kemur að lokafrestinum og sá er í Meistaradeildinni í kvöld á móti Budocnost. Kyvåg tror Vipers er historie: – Synd og trist https://t.co/Z9dQ82lDy6— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) October 15, 2024 Norski handboltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Sjá meira
Þessi sigursæli leikmaður spilar með Vipers í heimalandinu en þrátt fyrir mikla sigurgöngu undanfarinn áratug þá hefur reksturinn gengið skelfilega síðustu misseri. Fjárhagsvandræði Vipers Kristiansand hafa verið mikil og halda áfram. Björgunaraðferðir síðustu mánaða hafa greinilega ekki gengið nógu vel því nú er enn á ný komið að lokafresti þar sem gjaldþrot vofir yfir. Leikmenn liðsins, þar á meðal Lunde, voru kallaðir á fund þar sem kom fram að félagið þurfi að safna 25 milljónum norskra króna fyrir föstudaginn. Það gera 316 milljónir íslenskra króna. Takist það ekki fer félagið á hausinn. Frétt NRK um málið og viðbrögð Katrine Lunde.NRK „Ég skelf öll. Þetta er alls ekki gaman og hefur mikil áhrif á okkur. Þetta er lífið mitt,“ sagði Katrine Lunde við TV 2 í Noregi. Liðsfélagi hennar Silje Waade var með tárin í augunum eftir fundinn. „Mér líður eins og ég hafi stokkið fram af brúninni og nú er ég bara að bíða eftir því að komast að því hvernig dýnan er. Þetta er lífið okkar. Ég veit ekki hvort ég fái að mæta í vinnuna á mánudaginn,“ sagði Waade. Umræða um mögulegt gjaldþrot Vipers var líka í febrúar og ágúst en í bæði þau skiptin tókst að bjarga málunum. Það hafa hins vegar verið sannkallaðar skammtímalausnir. Waade hefur verið hjá félaginu frá 2018 og hefur orðið sex sinnum meistari. „Við vitum vel af því að félagið glímir við fjárhagsvandræði en það kom samt mikið á óvart hvað upphæðin er há og hvað fyrirvarinn er stuttur,“ sagði Waade. Leikmenn Vipers spila leik áður en kemur að lokafrestinum og sá er í Meistaradeildinni í kvöld á móti Budocnost. Kyvåg tror Vipers er historie: – Synd og trist https://t.co/Z9dQ82lDy6— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) October 15, 2024
Norski handboltinn Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti