Bjarneyjarstofa athvarf fyrir foreldra sem missa á meðgöngu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. október 2024 20:01 Stofan hefur fengið nafnið bjarneyjarstofa, í höfuðið á Bjarneyju Hrafnberg, ljósmóður, sem hefur tekið við erfiðum og andvana fæðingum í yfir þrjátíu ár og stutt ríkulega við foreldra í gegnum áföll. Vísir/bjarni Ný stofa fyrir fjölskyldur sem hafa misst börn á meðgöngu var opnuð á Landspítalanum í dag. Stofan hefur fengið nafnið Bjarneyjarstofa í höfuðið á Bjarneyju Hrafnberg ljósmóður sem hefur í meira en þrjátíu ár stutt foreldra í gegnum slíkan missi. Á alþjóðlegum minningardegi þeirra barna sem látist hafa á meðgöngu var opnuð nýinnréttuð stofa sem verður athvarf fyrir þá foreldra sem missa barn á meðgöngu. Guðlaug Erla Vilhjálmsdóttir, yfirljósmóðir á Kvennadeild segist vona að sem fæstir þurfi að nota stofuna. „En fyrir fólk sem eru í þeirri stöðu að hafa misst barn þá skiptir þetta miklu máli að hafa góða aðstöðu í staðinn fyrir að vera inni á pínulítilli fæðingastofu hérna frammi á gangi þar sem ekki er mikil aðstaða til að taka á móti aðstandendum og slíkt.“ Styrktarfélagið Gleym mér ei, sem er til stuðnings við foreldra sem missa á meðgöngu, bauðst til að innrétta stofuna. „Við höfum allar þurft að nýta okkur svona aðstöðu þannig að við hugsuðum strax að þetta þyrfti að vera rólegt og fallegt umhverfi þar sem þú getur verið því það eru margar fjölskyldur sem dvelja hérna jafnvel í þrjá til fjóra daga og það þarf að vera umhverfi sem tekur utan um fólkið. Ekki bara læknatæki. Okkur fannst nauðsynlegt að það yrði heimilislegt,“ segir Kolbrún Tómasdóttir, framkvæmdastjóri styrktarfélagsins Gleym mér ei. Styrktarfélagið Gleym mér ei, sem er til stuðnings við foreldra sem missa á meðgöngu, bauðst til að innrétta stofuna.Vísir/Bjarni Þessi huggulega stofa hefur fengið nafnið bjarneyjarstofa, í höfuðið á Bjarneyju Hrafnberg, ljósmóður, sem hefur tekið við erfiðum og andvana fæðingum í yfir þrjátíu ár og stutt ríkulega við foreldra í gegnum áfallið. „Ótrúlega margir höfðu samband við okkur og sögðu að þetta væri rétta nafnið á stofunni,“ segir Kolbrún. Bjarney, hefur þetta ekki mikla þýðingu fyrir þig? „Jú, að sjálfsögðu. Mjög mikla þýðingu. Þetta hefur það, vissulega,“ sagði Bjarney sem var það djúpt snortin yfir þessum heiðri að hún var því sem næst orðlaus. Gleym mér ei heldur sína árlegu minningarstund sem fer fram í safnaðarheimili Kópavogs klukkan 20:00. Landspítalinn Góðverk Sorg Tengdar fréttir „Ótrúlega gott fyrir fólk að sjá að lífið heldur áfram“ „Sorgin er ótrúlega erfið tilfinning, en líka ótrúlega falleg. Af því að við syrgjum ekki nema við höfum elskað,“ segir Bjarney Hrafnberg ljósmóðir en hún hefur fylgt óteljandi foreldrum í gegnum andvana fæðingu og stutt þau fyrstu skrefin út í lífið á ný. 23. desember 2023 09:01 Áttu von á tvíburum en komu heim með eitt barn Árið 2021 fengu Rúnar Örn Birgisson og Kolbrún Tómasdóttir að vita að þau ættu von á tvíburum. Ekkert gat búið þau undir áfallið sem þau áttu í vændum. Annar tvíburinn lést í móðurkviði og stuttu seinna kom í ljós að bróðir hans hafði orðið fyrir heilaskaða. 17. desember 2023 10:01 „Okkar leið til að heiðra minningu okkar barna og allra barnanna sem fengu ekki að lifa“ Berta Þórhalladóttir, Gréta Rut Bjarnadóttir og Hildur Grímsdóttir eru þrjár öflugar konur sem deila þeirri lífsreynslu að hafa misst barn. Nú í mars standa þær fyrir áskorun þar sem þær hvetja fólk til þess að hreyfa sig til styrktar samtökunum Gleym Mér Ei sem hafa reynst syrgjandi foreldrum dýrmæt á erfiðustu tímum lífsins. 10. mars 2023 13:59 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Á alþjóðlegum minningardegi þeirra barna sem látist hafa á meðgöngu var opnuð nýinnréttuð stofa sem verður athvarf fyrir þá foreldra sem missa barn á meðgöngu. Guðlaug Erla Vilhjálmsdóttir, yfirljósmóðir á Kvennadeild segist vona að sem fæstir þurfi að nota stofuna. „En fyrir fólk sem eru í þeirri stöðu að hafa misst barn þá skiptir þetta miklu máli að hafa góða aðstöðu í staðinn fyrir að vera inni á pínulítilli fæðingastofu hérna frammi á gangi þar sem ekki er mikil aðstaða til að taka á móti aðstandendum og slíkt.“ Styrktarfélagið Gleym mér ei, sem er til stuðnings við foreldra sem missa á meðgöngu, bauðst til að innrétta stofuna. „Við höfum allar þurft að nýta okkur svona aðstöðu þannig að við hugsuðum strax að þetta þyrfti að vera rólegt og fallegt umhverfi þar sem þú getur verið því það eru margar fjölskyldur sem dvelja hérna jafnvel í þrjá til fjóra daga og það þarf að vera umhverfi sem tekur utan um fólkið. Ekki bara læknatæki. Okkur fannst nauðsynlegt að það yrði heimilislegt,“ segir Kolbrún Tómasdóttir, framkvæmdastjóri styrktarfélagsins Gleym mér ei. Styrktarfélagið Gleym mér ei, sem er til stuðnings við foreldra sem missa á meðgöngu, bauðst til að innrétta stofuna.Vísir/Bjarni Þessi huggulega stofa hefur fengið nafnið bjarneyjarstofa, í höfuðið á Bjarneyju Hrafnberg, ljósmóður, sem hefur tekið við erfiðum og andvana fæðingum í yfir þrjátíu ár og stutt ríkulega við foreldra í gegnum áfallið. „Ótrúlega margir höfðu samband við okkur og sögðu að þetta væri rétta nafnið á stofunni,“ segir Kolbrún. Bjarney, hefur þetta ekki mikla þýðingu fyrir þig? „Jú, að sjálfsögðu. Mjög mikla þýðingu. Þetta hefur það, vissulega,“ sagði Bjarney sem var það djúpt snortin yfir þessum heiðri að hún var því sem næst orðlaus. Gleym mér ei heldur sína árlegu minningarstund sem fer fram í safnaðarheimili Kópavogs klukkan 20:00.
Landspítalinn Góðverk Sorg Tengdar fréttir „Ótrúlega gott fyrir fólk að sjá að lífið heldur áfram“ „Sorgin er ótrúlega erfið tilfinning, en líka ótrúlega falleg. Af því að við syrgjum ekki nema við höfum elskað,“ segir Bjarney Hrafnberg ljósmóðir en hún hefur fylgt óteljandi foreldrum í gegnum andvana fæðingu og stutt þau fyrstu skrefin út í lífið á ný. 23. desember 2023 09:01 Áttu von á tvíburum en komu heim með eitt barn Árið 2021 fengu Rúnar Örn Birgisson og Kolbrún Tómasdóttir að vita að þau ættu von á tvíburum. Ekkert gat búið þau undir áfallið sem þau áttu í vændum. Annar tvíburinn lést í móðurkviði og stuttu seinna kom í ljós að bróðir hans hafði orðið fyrir heilaskaða. 17. desember 2023 10:01 „Okkar leið til að heiðra minningu okkar barna og allra barnanna sem fengu ekki að lifa“ Berta Þórhalladóttir, Gréta Rut Bjarnadóttir og Hildur Grímsdóttir eru þrjár öflugar konur sem deila þeirri lífsreynslu að hafa misst barn. Nú í mars standa þær fyrir áskorun þar sem þær hvetja fólk til þess að hreyfa sig til styrktar samtökunum Gleym Mér Ei sem hafa reynst syrgjandi foreldrum dýrmæt á erfiðustu tímum lífsins. 10. mars 2023 13:59 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
„Ótrúlega gott fyrir fólk að sjá að lífið heldur áfram“ „Sorgin er ótrúlega erfið tilfinning, en líka ótrúlega falleg. Af því að við syrgjum ekki nema við höfum elskað,“ segir Bjarney Hrafnberg ljósmóðir en hún hefur fylgt óteljandi foreldrum í gegnum andvana fæðingu og stutt þau fyrstu skrefin út í lífið á ný. 23. desember 2023 09:01
Áttu von á tvíburum en komu heim með eitt barn Árið 2021 fengu Rúnar Örn Birgisson og Kolbrún Tómasdóttir að vita að þau ættu von á tvíburum. Ekkert gat búið þau undir áfallið sem þau áttu í vændum. Annar tvíburinn lést í móðurkviði og stuttu seinna kom í ljós að bróðir hans hafði orðið fyrir heilaskaða. 17. desember 2023 10:01
„Okkar leið til að heiðra minningu okkar barna og allra barnanna sem fengu ekki að lifa“ Berta Þórhalladóttir, Gréta Rut Bjarnadóttir og Hildur Grímsdóttir eru þrjár öflugar konur sem deila þeirri lífsreynslu að hafa misst barn. Nú í mars standa þær fyrir áskorun þar sem þær hvetja fólk til þess að hreyfa sig til styrktar samtökunum Gleym Mér Ei sem hafa reynst syrgjandi foreldrum dýrmæt á erfiðustu tímum lífsins. 10. mars 2023 13:59