Kveiktu í dansgólfinu í Iðnó Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 16. október 2024 13:03 Það var gríðarlegt stuð á svokölluðu Street dans einvígi í Iðnó. Aðsend Dansstemningin var engri lík þegar árlega dans-„battlið“ Street dans einvígið fór fram í byrjun október. Hæfileikaríkir dansarar léku listir sínar fyrir húsfylli í Iðnó en Brynja Péturs hefur haldið keppnina árlega frá árinu 2012. Keppnin er sú eina sinnar tegundar á Íslandi opin öllum „street“ dönsurum á framhaldsstigi. „Þarna koma allar kynslóðir saman en keppendur í gær voru á aldrinum fjórtán til fjörutíu ára, dansinn er áhugamál sem eldist vel. Street dans er jaðarmenning og senan er lítil en sterk og hefur mikil áhrif í kringum sig sem berst til mörg hundrað nemenda okkar ár hvert. Við flytjum inn einn vinsælasta „battle“ plötusnúð í Evrópu, DJ Stew, sem hefur spilað á einhverjum stærstu Street dansviðburðum heims og hefur verið mér innan handar í átta ár við uppbyggingu einvígisins,“ segir Brynja. Fjöldi fólks mætti í einvígið í Iðnó sem Dansskóli Brynju Péturs stóð fyrir.Aðsend Keppt var í hópaflokki þar sem tveir til fimm dansarar mættu með frumsamin atriði og eina skilyrðið var að nýta einn eða fleiri Street dansstíla. Þar sigruðu þær Kristín Hallbera Þórhallsdóttir og Emilía Björt Böðvarsdóttir. Það var mikil og töff stemning í Iðnó.Aðsend „Næst voru það böttlin sjálf, einvígin, þar sem allir þátttakendur fóru á gólfið og dönsuðu frjálst öll saman á meðan dómarar völdu efstu átta dansarana sem fóru áfram í hvert battl fyrir sig. Tveir dansarar mættust svo í einum til tveimur umferðum af 40-60 sekúndna einvígum þar til einn stendur eftir sem sigurvegari kvöldsins. Í böttlunum stjórnar plötusnúðurinn tónlistinni og spilar eftir eyranu, ekkert er ákveðið fyrirfram og dansarar bregðast við því sem þau heyra. Stundum þekkja þau lögin og stundum ekki. Svona er þetta á klúbbunum þar sem stílarnir verða til og svona gerum við þetta þegar við keppum, eða réttara sagt böttlum. Fjöldi umferða og lengd breytist frá topp átta yfir í topp tvo, því við viljum oft sjá meira frá dönsurum þegar lengra er komið. Þau fengu einnig þemu sem þau þurftu að vinna með á einhverjum tímapunkti í hverju battli og voru þau allt frá neðansjávar þema yfir í ferðalag.“ Sigurvegararnir í skýjunum!Aðsend Sigurvegarar kvöldsins voru eftirfarandi háð dansstíl: Í Hiphop: Kristín Hallbera Þórhallsdóttir „Kristín Hallbera hefur dansað hjá Dans Brynju Péturs í rúmlega tíu ár þó hún sé einungis átján ára. Hún er núna í Versló og kennir hjá okkur en hún hefur lært hjá frumkvöðlum og helstu áhrifavöldum Street dansstílanna frá New York bæði hér á Íslandi því þeir mæta hingað reglulega og í New York þar sem hún er farin að læra í mekkanu árlega.“ „Aþena kom eins og þruma inn í samfélagið okkar með bakgrunn erlendis frá og hefur æft Waacking í mörg ár, hún glæðir alltaf battl viðburðina okkar lífi með sinni gullfallegu viðveru en tóneyrað hennar og túlkun hefur heillað öll sem sjá hana dansa. Aþena hefur verið í efstu sætunum í flest öllum böttlum sem hún tekur þátt í.“ Í Waacking: Aþena Þórðardóttir Hér má sjá myndband af Aþenu í Iðnó: „Max flúði til Íslands frá Úkraínu fyrir nokkrum árum síðan og við erum þakklát fyrir hans nærveru í danssenunni hér því hann býr að mikilli þekkingu í Popping stílnum, bæði pedagógískt og menningarlega. Hann hefur lært um alla Evrópu og í Asíu og verið duglegur að battla og koma sér áfram, hann er hvalreki hér og gæðir senuna okkar miklu lífi.“ Í Popping: Max Honcharenko Hér má sjá myndband af Max í Iðnó: Í All Styles 7 to Smoke: Kristín Hallbera Þórhallsdóttir „Emilía sem vann hópakeppnina með Kristínu hefur einnig dansað hjá Dans Brynju Péturs í rúmlega tíu ár og lært hjá öllum þeim stóru nöfnum sem hafa kennt hér ásamt því að keppa erlendis síðan 2019. Emilía er ein af þessum dönsurum sem á mikið inni og kemur stanslaust á óvart,“ segir Brynja að lokum. Dans Menning Reykjavík Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Sjá meira
Keppnin er sú eina sinnar tegundar á Íslandi opin öllum „street“ dönsurum á framhaldsstigi. „Þarna koma allar kynslóðir saman en keppendur í gær voru á aldrinum fjórtán til fjörutíu ára, dansinn er áhugamál sem eldist vel. Street dans er jaðarmenning og senan er lítil en sterk og hefur mikil áhrif í kringum sig sem berst til mörg hundrað nemenda okkar ár hvert. Við flytjum inn einn vinsælasta „battle“ plötusnúð í Evrópu, DJ Stew, sem hefur spilað á einhverjum stærstu Street dansviðburðum heims og hefur verið mér innan handar í átta ár við uppbyggingu einvígisins,“ segir Brynja. Fjöldi fólks mætti í einvígið í Iðnó sem Dansskóli Brynju Péturs stóð fyrir.Aðsend Keppt var í hópaflokki þar sem tveir til fimm dansarar mættu með frumsamin atriði og eina skilyrðið var að nýta einn eða fleiri Street dansstíla. Þar sigruðu þær Kristín Hallbera Þórhallsdóttir og Emilía Björt Böðvarsdóttir. Það var mikil og töff stemning í Iðnó.Aðsend „Næst voru það böttlin sjálf, einvígin, þar sem allir þátttakendur fóru á gólfið og dönsuðu frjálst öll saman á meðan dómarar völdu efstu átta dansarana sem fóru áfram í hvert battl fyrir sig. Tveir dansarar mættust svo í einum til tveimur umferðum af 40-60 sekúndna einvígum þar til einn stendur eftir sem sigurvegari kvöldsins. Í böttlunum stjórnar plötusnúðurinn tónlistinni og spilar eftir eyranu, ekkert er ákveðið fyrirfram og dansarar bregðast við því sem þau heyra. Stundum þekkja þau lögin og stundum ekki. Svona er þetta á klúbbunum þar sem stílarnir verða til og svona gerum við þetta þegar við keppum, eða réttara sagt böttlum. Fjöldi umferða og lengd breytist frá topp átta yfir í topp tvo, því við viljum oft sjá meira frá dönsurum þegar lengra er komið. Þau fengu einnig þemu sem þau þurftu að vinna með á einhverjum tímapunkti í hverju battli og voru þau allt frá neðansjávar þema yfir í ferðalag.“ Sigurvegararnir í skýjunum!Aðsend Sigurvegarar kvöldsins voru eftirfarandi háð dansstíl: Í Hiphop: Kristín Hallbera Þórhallsdóttir „Kristín Hallbera hefur dansað hjá Dans Brynju Péturs í rúmlega tíu ár þó hún sé einungis átján ára. Hún er núna í Versló og kennir hjá okkur en hún hefur lært hjá frumkvöðlum og helstu áhrifavöldum Street dansstílanna frá New York bæði hér á Íslandi því þeir mæta hingað reglulega og í New York þar sem hún er farin að læra í mekkanu árlega.“ „Aþena kom eins og þruma inn í samfélagið okkar með bakgrunn erlendis frá og hefur æft Waacking í mörg ár, hún glæðir alltaf battl viðburðina okkar lífi með sinni gullfallegu viðveru en tóneyrað hennar og túlkun hefur heillað öll sem sjá hana dansa. Aþena hefur verið í efstu sætunum í flest öllum böttlum sem hún tekur þátt í.“ Í Waacking: Aþena Þórðardóttir Hér má sjá myndband af Aþenu í Iðnó: „Max flúði til Íslands frá Úkraínu fyrir nokkrum árum síðan og við erum þakklát fyrir hans nærveru í danssenunni hér því hann býr að mikilli þekkingu í Popping stílnum, bæði pedagógískt og menningarlega. Hann hefur lært um alla Evrópu og í Asíu og verið duglegur að battla og koma sér áfram, hann er hvalreki hér og gæðir senuna okkar miklu lífi.“ Í Popping: Max Honcharenko Hér má sjá myndband af Max í Iðnó: Í All Styles 7 to Smoke: Kristín Hallbera Þórhallsdóttir „Emilía sem vann hópakeppnina með Kristínu hefur einnig dansað hjá Dans Brynju Péturs í rúmlega tíu ár og lært hjá öllum þeim stóru nöfnum sem hafa kennt hér ásamt því að keppa erlendis síðan 2019. Emilía er ein af þessum dönsurum sem á mikið inni og kemur stanslaust á óvart,“ segir Brynja að lokum.
Dans Menning Reykjavík Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Sjá meira