Reglan að forseti fari fram á starfsstjórn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. október 2024 12:18 Ragnhildur Helgadóttir lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík segir að biðji forsætisráðherra lausnar sé regla að þá taki við starfsstjórn undir stjórn sömu flokka og voru í ríkisstjórn. Vísir Biðji forsætisráðherra lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt er reglan að forseti biður ríkisstjórnarflokkanna að sitja áfram í starfsstjórn þar til nýr ríkisstjórn hefur verið mynduð segir lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík. Ef annar tekur við hins vegar við forsætisráðuneytinu þá sé um að ræða nýja ríkisstjórn en ekki starfsstjórn. Það séu til dæmi um það. Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna og innviðaráðherra hefur útilokað að halda áfram í stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eftir að forsætisráðherra biðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, þá þar til næsta ríkisstjórn verður mynduð. Starfsstjórn er ríkisstjórn sem hefur beðist lausnar Ragnhildur Helgadóttir lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík segir að reglan sé að þá taki við starfsstjórn undir stjórn sömu flokka og voru í ríkisstjórn. „Starfsstjórn er ríkisstjórn sem hefur beðist lausnar. Reglan er sú að það er alltaf starfandi ríkisstjórn í landinu ef að þetta verður raunin þá biður forseti Íslands Bjarna og ríkisstjórn hans að sitja áfram í starfsstjórn. Það hefur alltaf verið gert nema það liggi beinlínis fyrir önnur ríkisstjórn. Lögfræðilega er starfsstjórn, stjórn sem hefur beðist lausnar. Það er þá stjórn sem heldur í horfinu þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Ef það er búin til ný ríkisstjórn sama hver leiðir hana þá hefur hún ekki beðist lausnar og hún er þá ekki starfsstjórn,“ segir Ragnhildur. Dæmi um að minnihlutastjórn taki við Svandís Svavarsdóttir sagðist í Silfrinu í gær tilbúin að sitja áfram fram að næstu ríkisstjórn en þá undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins. Ragnhildur segir það þýða nýja ríkisstjórn. „Það er þá ný ríkisstjórn sem situr í lengri eða skemmri tíma, fram að þingrofi eða vormánuði. En það er ekki starfsstjórn. Lögfræðilega er það alveg hægt og hefur verið gert. Það var t.d. gert árið 1979 þegar það var minnihlutastjórn sem er þá markaður ákveðinn tími því það eru að koma kosningar. En ef það er gert þá byrjar hún með hvítt blað,“ segir Ragnhildur. Einn möguleiki sem hefur verið nefndur er að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn sitji áfram þar til ný ríkisstjórn tekur við. Aðspurð um þennan möguleika svarar Ragnhildur: „Það hefur ekki reynt á það að fólk neiti að sitja í starfsstjórn. Það hefur alltaf endað þannig að fólk gerir það en ef það vill það ekki þá þarf að mynda nýja ríkisstjórn rösklega. Þá hefur oft reynt á það að starfsstjórnir sitja mjög lengi. Þá hefur fólk viljað hætta í þeim en þá hefur lagt að þeim að sitja í starfsstjórn vegna þess að það verður einhver stjórna landinu.“ Það hefur ekki reynt á það að fólk neiti að sitja í starfsstjórn. Það hefur alltaf endað þannig að fólk gerir það en ef það vill það ekki þá þarf að mynda nýja ríkisstjórn rösklega. Þá hefur oft reynt á það að starfsstjórnir sitja mjög lengi. Þá hefur fólk viljað hætta í þeim en þá hefur lagt að þeim að sitja í starfsstjórn vegna þess að það verður einhver stjórna landinu. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna og innviðaráðherra hefur útilokað að halda áfram í stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn eftir að forsætisráðherra biðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, þá þar til næsta ríkisstjórn verður mynduð. Starfsstjórn er ríkisstjórn sem hefur beðist lausnar Ragnhildur Helgadóttir lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík segir að reglan sé að þá taki við starfsstjórn undir stjórn sömu flokka og voru í ríkisstjórn. „Starfsstjórn er ríkisstjórn sem hefur beðist lausnar. Reglan er sú að það er alltaf starfandi ríkisstjórn í landinu ef að þetta verður raunin þá biður forseti Íslands Bjarna og ríkisstjórn hans að sitja áfram í starfsstjórn. Það hefur alltaf verið gert nema það liggi beinlínis fyrir önnur ríkisstjórn. Lögfræðilega er starfsstjórn, stjórn sem hefur beðist lausnar. Það er þá stjórn sem heldur í horfinu þar til ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Ef það er búin til ný ríkisstjórn sama hver leiðir hana þá hefur hún ekki beðist lausnar og hún er þá ekki starfsstjórn,“ segir Ragnhildur. Dæmi um að minnihlutastjórn taki við Svandís Svavarsdóttir sagðist í Silfrinu í gær tilbúin að sitja áfram fram að næstu ríkisstjórn en þá undir forsæti Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins. Ragnhildur segir það þýða nýja ríkisstjórn. „Það er þá ný ríkisstjórn sem situr í lengri eða skemmri tíma, fram að þingrofi eða vormánuði. En það er ekki starfsstjórn. Lögfræðilega er það alveg hægt og hefur verið gert. Það var t.d. gert árið 1979 þegar það var minnihlutastjórn sem er þá markaður ákveðinn tími því það eru að koma kosningar. En ef það er gert þá byrjar hún með hvítt blað,“ segir Ragnhildur. Einn möguleiki sem hefur verið nefndur er að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn sitji áfram þar til ný ríkisstjórn tekur við. Aðspurð um þennan möguleika svarar Ragnhildur: „Það hefur ekki reynt á það að fólk neiti að sitja í starfsstjórn. Það hefur alltaf endað þannig að fólk gerir það en ef það vill það ekki þá þarf að mynda nýja ríkisstjórn rösklega. Þá hefur oft reynt á það að starfsstjórnir sitja mjög lengi. Þá hefur fólk viljað hætta í þeim en þá hefur lagt að þeim að sitja í starfsstjórn vegna þess að það verður einhver stjórna landinu.“ Það hefur ekki reynt á það að fólk neiti að sitja í starfsstjórn. Það hefur alltaf endað þannig að fólk gerir það en ef það vill það ekki þá þarf að mynda nýja ríkisstjórn rösklega. Þá hefur oft reynt á það að starfsstjórnir sitja mjög lengi. Þá hefur fólk viljað hætta í þeim en þá hefur lagt að þeim að sitja í starfsstjórn vegna þess að það verður einhver stjórna landinu.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Innlent Fleiri fréttir Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Sjá meira