Enginn sósíalismi án sjálfstæðs gjaldmiðils Andri Sigurðsson skrifar 15. október 2024 00:01 Viðreisn og hinir frjálslyndu flokkarnir hafa af stórum hluta gert baráttuna gegn krónunni að aðal baráttumáli sínu síðustu áratugina og nýleg grein Sigmars Guðmundssonar á Vísir.is er engin undan tekning. Þar kennir hann krónunni um öll okkar vandamál, húsnæðiskrísuna, skuldaþrælkunina, vaxtastigið og fleira. En hvers vegna? Að gera blóraböggul úr sjálfstæðum gjaldmiðli þjónar ákveðnu hlutverki. Það er í fyrsta lagi að afneita hagkerfinu sem stjórnmálaflokkarnir hafa skapað í samvinnu við hægrið og auðvaldið, og í öðru lagi að réttlæta inngöngu í Evrópusambandið sem mun óhjákvæmilega framselja hluta af sjálfstæði landsins til embættismanna í Evrópu og Evrópska seðlabankans. Í þessu tilfelli verður fullveldi Íslands í penigamálum framselt. Staðreyndin er að sjálfstæður gjaldmiðill er stór hluti af því að vera sjálfstæð og fullvalda þjóð. Og það sem meira er, sósíalismi án sjálfstæðs gjaldmiðils er ekki dæmi sem gengur upp. Það er það sem vinstrisinnaðir hagfræðingar líkt og Michael Hudson þreytast ekki að benda á. Íslenskir hagfræðingar líkt og Ólafur Margeirsson hafna líka að hátt vaxtastig og öll stóru vandamálin sem íslenskir stjórnmálamenn eru ófærir um að leysa hafi eitthvað að gera með krónuna heldur sé vaxtastigið einfaldlega niðurstaðan úr því hagkerfi sem íslenskir stjórnmálamenn hafi skapað. Eða eins og Ólafur Margeirsson skrifaði í grein 2014: „Háir vextir, verðbólga, viðskiptahalli og gengissveiflur hafa ekkert með krónuna að gera heldur stofnanalegt umhverfi hagkerfisins.“ Markaðshyggju krafist og ríkisvæðing takmörkuð Breskir vinstrimenn líkt og Tony Benn og Jeremy Corbyn hafa í áratugi bent á að Evran sé ekki samhæfanleg við að byggja upp sósíalískt ríki. Ein forsenda þess er nefnilega að hafa yfir að ráða sjálfstæðum gjaldmiðli sem hægt er að beita til að byggja innviði og stækka efnahagskerfið með því að veita fjármagni til uppbyggingar húsnæðis en líka iðnaðar og innviða. "Evrópusambandið hefur einu stjórnarskrána sem er bundin við kapítalisma .. hún gerir út af við möguleikann á sósíalisma alls staðar í Evrópu, og gerir kapítalisma að stjórnarskrábundinni kröfu" — Tony Benn Það er margt sem stendur í vegi fyrir því að byggja upp sósíalisma innan ESB. Þar má nefna reglur sambandsins um samkeppni sem leggjast gegn ríkisstuðningi við iðnað sem ESB segir að geti “raskað” samkeppni á hinum frjálsa markaði. Grein 120 í Lissabonsáttmálanum krefst þess að aðildarríki „starfi í samræmi við meginregluna um opið markaðshagkerfi með frjálsri samkeppni“. Markaðshyggja er þannig bundin í lög sambandsins. Þá bindur Maastrict sáttmálinn hendur aðilarríkja við 3% árlegan fjárhagshalla miðað við landsframleiðslu og að skuldir ríkisins skuli ekki vera meiri en 60%. Þetta þýðir í stuttu máli að niðurskurðarstefnu sé krafist innan ESB. Samskonar reglur voru settar á Íslandi undir miklum áróðri Viðskiptaráðs árið 2015, en þær hafa verið teknar úr sambandi t.d. Í covid eftir okkar eigin hentugleika. Innan ESB gæti Ísland átt yfir höfði sér að taka út refsingar fyrir að fara fram úr fjárlögum. Mikil umræða hefur verið innan hagfræðinnar um tilgang og afleiðingar ríkisskuldasöfnunar, og hvort að ríkisskuldareglur þjóni yfir höfuð einhverjum tilgangi, öðrum en að þrengja að umsvifum hins opinbera - sem var eflaust markmið Viðskiptaráðs á sínum tíma. Samkvæmt 101 greinar Lissabonsáttmálans er skylt að „þjónusta sem hefur almenna efnahagslega þýðingu eða er í eðli sínu tekjuskapandi einokun“ sé háð samkeppni. Þetta er gert til að takmarka verulega möguleikann á þjóðnýtingu og til að uppfylla kröfuna þyrfti almennt að brjóta upp og selja starfsemi í eigu hins opinbera. Þarna á réttur markaðarins að ráða en ekki almennings. Þjóðnýting fjármálakerfisins og bankanna, sem er nauðsynleg til að byggja upp sósíalískt ríki, eða annars iðnaðar myndi brjóta gegn sáttmálanum. Valdleysi verkafólks er vandamálið Að gera krónuna að blóraböggli er fullkomin afsökun fyrir þá sem vilja ganga í Evrópusambandið því það þýðir að ekki sé hægt að leysa húsnæðislána-, vaxta- og okurvandann á neinn annan hátt en að taka upp annan gjaldmiðil. Það þurfi ekki einu sinni að reyna, allar tilraunir til þess eru jú tilgangslausar með svona “ónýtan” gjaldmiðil eins og krónan er sögð vera. Mörg helstu vandamál Íslands eru þannig smættuð niður í þetta eina atriði. En raunverulegt vandamál okkar er ekki sjálfstæður gjaldmiðill, sem vill svo til að heitir króna, heldur hvernig honum er stýrt og fyrir hvaða stétt! Það er spurning sem fólkið í Viðreisn spyr sig aldrei því svarið er stéttin sem þau eru að vinna fyrir, ekki verkafólkið sem Sigmar nefnir ekki einu sinni í greininni heldur kapítalið sem græðir á ástandinu. Grein Sigmars ber heitið “Vatn rennur ekki upp í móti” en með því heldur hann því ranglega fram að hátt vaxta stig sé náttúrulögmál sem ekki sé hægt að breyta. Það er auðvitað ekkert lögmál. Það sem er hins vegar mikið frekar lögmál er að flestir stjórnmálamenn munu seint setja sig upp á móti hagsmunum kapítalsins sem hefur skapað umhverfið sem er að sliga verka- og launafólk í landinu. Síhækkandi húsnæðisverð og vaxtaokur er gróðastýja hins fjármálavædda kapítalisma sem íslenskt samfélag er byggt í kringum. Sama fjármálakapítalisma sem arðrænir verkafólk í Evrópu. Innganga í Evrópusambandið mun því aðeins þýða að íslenskum almenningi verði kastað úr öskunni í eldinn. Höfundur er sósíalisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Mest lesið Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Viðreisn og hinir frjálslyndu flokkarnir hafa af stórum hluta gert baráttuna gegn krónunni að aðal baráttumáli sínu síðustu áratugina og nýleg grein Sigmars Guðmundssonar á Vísir.is er engin undan tekning. Þar kennir hann krónunni um öll okkar vandamál, húsnæðiskrísuna, skuldaþrælkunina, vaxtastigið og fleira. En hvers vegna? Að gera blóraböggul úr sjálfstæðum gjaldmiðli þjónar ákveðnu hlutverki. Það er í fyrsta lagi að afneita hagkerfinu sem stjórnmálaflokkarnir hafa skapað í samvinnu við hægrið og auðvaldið, og í öðru lagi að réttlæta inngöngu í Evrópusambandið sem mun óhjákvæmilega framselja hluta af sjálfstæði landsins til embættismanna í Evrópu og Evrópska seðlabankans. Í þessu tilfelli verður fullveldi Íslands í penigamálum framselt. Staðreyndin er að sjálfstæður gjaldmiðill er stór hluti af því að vera sjálfstæð og fullvalda þjóð. Og það sem meira er, sósíalismi án sjálfstæðs gjaldmiðils er ekki dæmi sem gengur upp. Það er það sem vinstrisinnaðir hagfræðingar líkt og Michael Hudson þreytast ekki að benda á. Íslenskir hagfræðingar líkt og Ólafur Margeirsson hafna líka að hátt vaxtastig og öll stóru vandamálin sem íslenskir stjórnmálamenn eru ófærir um að leysa hafi eitthvað að gera með krónuna heldur sé vaxtastigið einfaldlega niðurstaðan úr því hagkerfi sem íslenskir stjórnmálamenn hafi skapað. Eða eins og Ólafur Margeirsson skrifaði í grein 2014: „Háir vextir, verðbólga, viðskiptahalli og gengissveiflur hafa ekkert með krónuna að gera heldur stofnanalegt umhverfi hagkerfisins.“ Markaðshyggju krafist og ríkisvæðing takmörkuð Breskir vinstrimenn líkt og Tony Benn og Jeremy Corbyn hafa í áratugi bent á að Evran sé ekki samhæfanleg við að byggja upp sósíalískt ríki. Ein forsenda þess er nefnilega að hafa yfir að ráða sjálfstæðum gjaldmiðli sem hægt er að beita til að byggja innviði og stækka efnahagskerfið með því að veita fjármagni til uppbyggingar húsnæðis en líka iðnaðar og innviða. "Evrópusambandið hefur einu stjórnarskrána sem er bundin við kapítalisma .. hún gerir út af við möguleikann á sósíalisma alls staðar í Evrópu, og gerir kapítalisma að stjórnarskrábundinni kröfu" — Tony Benn Það er margt sem stendur í vegi fyrir því að byggja upp sósíalisma innan ESB. Þar má nefna reglur sambandsins um samkeppni sem leggjast gegn ríkisstuðningi við iðnað sem ESB segir að geti “raskað” samkeppni á hinum frjálsa markaði. Grein 120 í Lissabonsáttmálanum krefst þess að aðildarríki „starfi í samræmi við meginregluna um opið markaðshagkerfi með frjálsri samkeppni“. Markaðshyggja er þannig bundin í lög sambandsins. Þá bindur Maastrict sáttmálinn hendur aðilarríkja við 3% árlegan fjárhagshalla miðað við landsframleiðslu og að skuldir ríkisins skuli ekki vera meiri en 60%. Þetta þýðir í stuttu máli að niðurskurðarstefnu sé krafist innan ESB. Samskonar reglur voru settar á Íslandi undir miklum áróðri Viðskiptaráðs árið 2015, en þær hafa verið teknar úr sambandi t.d. Í covid eftir okkar eigin hentugleika. Innan ESB gæti Ísland átt yfir höfði sér að taka út refsingar fyrir að fara fram úr fjárlögum. Mikil umræða hefur verið innan hagfræðinnar um tilgang og afleiðingar ríkisskuldasöfnunar, og hvort að ríkisskuldareglur þjóni yfir höfuð einhverjum tilgangi, öðrum en að þrengja að umsvifum hins opinbera - sem var eflaust markmið Viðskiptaráðs á sínum tíma. Samkvæmt 101 greinar Lissabonsáttmálans er skylt að „þjónusta sem hefur almenna efnahagslega þýðingu eða er í eðli sínu tekjuskapandi einokun“ sé háð samkeppni. Þetta er gert til að takmarka verulega möguleikann á þjóðnýtingu og til að uppfylla kröfuna þyrfti almennt að brjóta upp og selja starfsemi í eigu hins opinbera. Þarna á réttur markaðarins að ráða en ekki almennings. Þjóðnýting fjármálakerfisins og bankanna, sem er nauðsynleg til að byggja upp sósíalískt ríki, eða annars iðnaðar myndi brjóta gegn sáttmálanum. Valdleysi verkafólks er vandamálið Að gera krónuna að blóraböggli er fullkomin afsökun fyrir þá sem vilja ganga í Evrópusambandið því það þýðir að ekki sé hægt að leysa húsnæðislána-, vaxta- og okurvandann á neinn annan hátt en að taka upp annan gjaldmiðil. Það þurfi ekki einu sinni að reyna, allar tilraunir til þess eru jú tilgangslausar með svona “ónýtan” gjaldmiðil eins og krónan er sögð vera. Mörg helstu vandamál Íslands eru þannig smættuð niður í þetta eina atriði. En raunverulegt vandamál okkar er ekki sjálfstæður gjaldmiðill, sem vill svo til að heitir króna, heldur hvernig honum er stýrt og fyrir hvaða stétt! Það er spurning sem fólkið í Viðreisn spyr sig aldrei því svarið er stéttin sem þau eru að vinna fyrir, ekki verkafólkið sem Sigmar nefnir ekki einu sinni í greininni heldur kapítalið sem græðir á ástandinu. Grein Sigmars ber heitið “Vatn rennur ekki upp í móti” en með því heldur hann því ranglega fram að hátt vaxta stig sé náttúrulögmál sem ekki sé hægt að breyta. Það er auðvitað ekkert lögmál. Það sem er hins vegar mikið frekar lögmál er að flestir stjórnmálamenn munu seint setja sig upp á móti hagsmunum kapítalsins sem hefur skapað umhverfið sem er að sliga verka- og launafólk í landinu. Síhækkandi húsnæðisverð og vaxtaokur er gróðastýja hins fjármálavædda kapítalisma sem íslenskt samfélag er byggt í kringum. Sama fjármálakapítalisma sem arðrænir verkafólk í Evrópu. Innganga í Evrópusambandið mun því aðeins þýða að íslenskum almenningi verði kastað úr öskunni í eldinn. Höfundur er sósíalisti.
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun