Kalt er það, Einar! Arnór Heiðar Benónýsson skrifar 14. október 2024 07:02 Á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga, sem fram fór síðustu helgi, sagði borgarstjóri Reykjavíkur meðal annars að; „að kennararnir séu að biðja um að fá að vera minna með börnum, en eru samt veikari en nokkru sinni fyrr, kenna minna og einhvern veginn fleiri undirbúningstímar“. Sem starfandi kennari í Reykjavík finn ég mig knúinn til að tjá mikla óánægju með þessi ummæli, sem endurspegla ekki einungis vanvirðingu í garð kennarastéttarinnar heldur taka ekki með í reikninginn það mikla álag og þær erfiðu starfsaðstæður sem kennarar standa frammi fyrir á hverjum degi . Á síðustu árum hafa bekkjarstærðir stækkað til muna, nemendahóparnir eru fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr og stuðningur í bekkjum er oft ekki nægilegur. Kennarar eru að takast á við nemendur með mjög ólíkar þarfir, hvort sem það snýr að námsörðugleikum, hegðunarvanda eða félagslegum aðstæðum, án þess að fá viðeigandi aðstoð til að sinna þessu hlutverki. Þetta eykur álagið á kennara gríðarlega og tekur sinn toll af bæði andlegri og líkamlegri heilsu. Það er óásættanlegt að borgarstjóri líti framhjá mikilvægi þessa þátta þegar hann tjáir sig opinberlega. Í stað þess að gagnrýna kennara fyrir veikindi og aukinn undirbúning ætti að beina athyglinni að því að bæta starfsumhverfi þeirra. Fyrrnefndur skortur á stuðningsúrræðum, aukin ábyrgð í starfi og gamlar og illa farnar skólabyggingar, svo einhverjir þættir séu nefndir, skapa álag sem hefur óhjákvæmilega áhrif á heilsu og starfsgetu kennara. Það er nauðsynleg að kennarar fái þann stuðning sem þeir þurfa til að sinna starfinu með viðunandi hætti. Því þeir vilja sinna því af heilindum, en án nægilegs stuðnings og heilbrigðra vinnuaðstæðna verður það sífellt erfiðara. Það er æðsta yfirmanni reykvískra kennara ekki við hæfi að skella ábyrgðinni á kennarana sjálfa, þegar álagið í starfinu er orðið svo mikið að það hefur bein áhrif á líkamlega og andlega heilsu þeirra. Það er löngu tímabært að yfirvöld axli ábyrgð og bæti aðstæður í skólum landsins, bæði hvað varðar gæði bygginga og þann stuðning sem kennarar þurfa til að mæta kröfum starfsins. Samfélagið þarf menntakerfi þar sem nemendur fá þann stuðning sem þeir eiga skilið, en það krefst þess að kennarar fái þann stuðning sem þeir þurfa til að sinna sínu mikilvæga starfi. Með þingkosningar á næsta leyti þá kalla ég eftir kjarki frá þeim sem sækjast eftir að leiða landið okkar. Kjarki til að tjá sig með afgerandi hætti um stöðu menntamála í landinu og til að taka afstöðu með börnunum okkar, sem þurfa svo sannarlega á kennurunum sínum að halda. Höfundur starfar sem grunnskólakennari í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Borgarstjórn Skóla- og menntamál Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga, sem fram fór síðustu helgi, sagði borgarstjóri Reykjavíkur meðal annars að; „að kennararnir séu að biðja um að fá að vera minna með börnum, en eru samt veikari en nokkru sinni fyrr, kenna minna og einhvern veginn fleiri undirbúningstímar“. Sem starfandi kennari í Reykjavík finn ég mig knúinn til að tjá mikla óánægju með þessi ummæli, sem endurspegla ekki einungis vanvirðingu í garð kennarastéttarinnar heldur taka ekki með í reikninginn það mikla álag og þær erfiðu starfsaðstæður sem kennarar standa frammi fyrir á hverjum degi . Á síðustu árum hafa bekkjarstærðir stækkað til muna, nemendahóparnir eru fjölbreyttari en nokkru sinni fyrr og stuðningur í bekkjum er oft ekki nægilegur. Kennarar eru að takast á við nemendur með mjög ólíkar þarfir, hvort sem það snýr að námsörðugleikum, hegðunarvanda eða félagslegum aðstæðum, án þess að fá viðeigandi aðstoð til að sinna þessu hlutverki. Þetta eykur álagið á kennara gríðarlega og tekur sinn toll af bæði andlegri og líkamlegri heilsu. Það er óásættanlegt að borgarstjóri líti framhjá mikilvægi þessa þátta þegar hann tjáir sig opinberlega. Í stað þess að gagnrýna kennara fyrir veikindi og aukinn undirbúning ætti að beina athyglinni að því að bæta starfsumhverfi þeirra. Fyrrnefndur skortur á stuðningsúrræðum, aukin ábyrgð í starfi og gamlar og illa farnar skólabyggingar, svo einhverjir þættir séu nefndir, skapa álag sem hefur óhjákvæmilega áhrif á heilsu og starfsgetu kennara. Það er nauðsynleg að kennarar fái þann stuðning sem þeir þurfa til að sinna starfinu með viðunandi hætti. Því þeir vilja sinna því af heilindum, en án nægilegs stuðnings og heilbrigðra vinnuaðstæðna verður það sífellt erfiðara. Það er æðsta yfirmanni reykvískra kennara ekki við hæfi að skella ábyrgðinni á kennarana sjálfa, þegar álagið í starfinu er orðið svo mikið að það hefur bein áhrif á líkamlega og andlega heilsu þeirra. Það er löngu tímabært að yfirvöld axli ábyrgð og bæti aðstæður í skólum landsins, bæði hvað varðar gæði bygginga og þann stuðning sem kennarar þurfa til að mæta kröfum starfsins. Samfélagið þarf menntakerfi þar sem nemendur fá þann stuðning sem þeir eiga skilið, en það krefst þess að kennarar fái þann stuðning sem þeir þurfa til að sinna sínu mikilvæga starfi. Með þingkosningar á næsta leyti þá kalla ég eftir kjarki frá þeim sem sækjast eftir að leiða landið okkar. Kjarki til að tjá sig með afgerandi hætti um stöðu menntamála í landinu og til að taka afstöðu með börnunum okkar, sem þurfa svo sannarlega á kennurunum sínum að halda. Höfundur starfar sem grunnskólakennari í Reykjavík.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun