Takk fyrir að hjálpa Yazan! Gunnar Hersveinn skrifar 11. október 2024 16:33 Vinir Yazan þakka öllum sem lögðu baráttunni lið. Við vissum að það sem væri Yazan fyrir bestu ætti ávallt að hafa forgang eins og segir í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við vissum að það væri bæði satt og rétt að liðsinna Yazan hér á landi. Við höfnuðum kuldalegri afstöðu og niðurstöðu yfirvalda sem studdu sig við túlkun á reglugerð. Ellefu ára drengur með sjaldgæfan vöðvarýrnunarsjúkdóm, Duchenne, nýtur nú heilbrigðisþjónustu á Íslandi sem læknar segja að ekki megi rjúfa. Að senda Yazan í burtu í lögreglufylgd hefði orðið skömm fyrir samfélagið og óhjákvæmilegt brot á rétti hans til að lifa, þroskast, njóta verndar og umönnunar í samræmi við aldur og þroska. Þjóðin veit það að hjálpa öðrum í neyð á að vera ófrávíkjanleg regla. Að rétta Yazan og fjölskyldu hjálparhönd er aðstoð sem veitt er af mannúð og skyldurækni. Það var því siðferðilega rétt að stöðva brottflutninginn. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir að í öllum aðgerðum, sem snerta fötluð börn, skuli fyrst og fremst hafa það að leiðarljósi sem er viðkomandi barni fyrir bestu. Þetta átti að vera augljós sannindi. Til að gera rétt, þurfti einungis að virða þá mannréttindasamninga sem íslenska ríkið hefur lögfest og undirgengist og sýna mannúð í verki. Það var gert á elleftu stundu. Þökk sé efasemdum og góðvild. Um 1450 einstaklingar skrifuðu undir yfirlýsingu til stuðnings Yazan og fjölskyldu og fjöldi fólks kom á útifundi til að styðja drenginn. Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir. Við viljum hvetja fólk áfram til að taka þátt í mannréttindabaráttu, það skiptir máli. Ekki sitja bara heima, tökum þátt í að móta samfélagið, ekki gefast upp. Niðurstaða þessa máls sýnir að öflugur vilji almennings hefur áhrif. Foreldrar Yazan sinntu skyldu sinni með því að koma með hann til Íslands í leit að hjálp sem þau fengu ekki í Palestínu og geta ekki fengið þar. Það að það megi, samkvæmt reglugerð, endursenda veikan dreng héðan út í óvissuna á Spáni, er ekki boðlegt. Íslensk yfirvöld áttuðu sig ekki á eigin skyldu gagnvart þessum dreng fyrr en þrjátíu og sjö mínútum áður en að flug Icelandair til Barselóna átti að fara í loftið. Með því að skrifa undir, mæta á útifundi, skrifa greinar, birta myndbönd og taka þátt í maraþoni, hjálpuðum við þeim að finna skylduna. Við þökkum því, enn og aftur, öllum sem tóku þátt og lögðu það á sig að segja sannleikann. Höfundur er meðlimur í hópnum Vinir Yazans. Vinir Yazan eru Alma Ýr Ingólfsdóttir, Árni Múli Jónasson, Gunnar Hersveinn, Hjálmar Theodórsson, Kristín Sveinsdóttir, Margrét Rut Eddudóttir, Morgane Priet-Mahéo, Sólveig Arnarsdóttir, Stefán Gunnlaugsson, Unnur Helga Óttarsdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Yazans Réttindi barna Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Vinir Yazan þakka öllum sem lögðu baráttunni lið. Við vissum að það sem væri Yazan fyrir bestu ætti ávallt að hafa forgang eins og segir í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Við vissum að það væri bæði satt og rétt að liðsinna Yazan hér á landi. Við höfnuðum kuldalegri afstöðu og niðurstöðu yfirvalda sem studdu sig við túlkun á reglugerð. Ellefu ára drengur með sjaldgæfan vöðvarýrnunarsjúkdóm, Duchenne, nýtur nú heilbrigðisþjónustu á Íslandi sem læknar segja að ekki megi rjúfa. Að senda Yazan í burtu í lögreglufylgd hefði orðið skömm fyrir samfélagið og óhjákvæmilegt brot á rétti hans til að lifa, þroskast, njóta verndar og umönnunar í samræmi við aldur og þroska. Þjóðin veit það að hjálpa öðrum í neyð á að vera ófrávíkjanleg regla. Að rétta Yazan og fjölskyldu hjálparhönd er aðstoð sem veitt er af mannúð og skyldurækni. Það var því siðferðilega rétt að stöðva brottflutninginn. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir að í öllum aðgerðum, sem snerta fötluð börn, skuli fyrst og fremst hafa það að leiðarljósi sem er viðkomandi barni fyrir bestu. Þetta átti að vera augljós sannindi. Til að gera rétt, þurfti einungis að virða þá mannréttindasamninga sem íslenska ríkið hefur lögfest og undirgengist og sýna mannúð í verki. Það var gert á elleftu stundu. Þökk sé efasemdum og góðvild. Um 1450 einstaklingar skrifuðu undir yfirlýsingu til stuðnings Yazan og fjölskyldu og fjöldi fólks kom á útifundi til að styðja drenginn. Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir. Við viljum hvetja fólk áfram til að taka þátt í mannréttindabaráttu, það skiptir máli. Ekki sitja bara heima, tökum þátt í að móta samfélagið, ekki gefast upp. Niðurstaða þessa máls sýnir að öflugur vilji almennings hefur áhrif. Foreldrar Yazan sinntu skyldu sinni með því að koma með hann til Íslands í leit að hjálp sem þau fengu ekki í Palestínu og geta ekki fengið þar. Það að það megi, samkvæmt reglugerð, endursenda veikan dreng héðan út í óvissuna á Spáni, er ekki boðlegt. Íslensk yfirvöld áttuðu sig ekki á eigin skyldu gagnvart þessum dreng fyrr en þrjátíu og sjö mínútum áður en að flug Icelandair til Barselóna átti að fara í loftið. Með því að skrifa undir, mæta á útifundi, skrifa greinar, birta myndbönd og taka þátt í maraþoni, hjálpuðum við þeim að finna skylduna. Við þökkum því, enn og aftur, öllum sem tóku þátt og lögðu það á sig að segja sannleikann. Höfundur er meðlimur í hópnum Vinir Yazans. Vinir Yazan eru Alma Ýr Ingólfsdóttir, Árni Múli Jónasson, Gunnar Hersveinn, Hjálmar Theodórsson, Kristín Sveinsdóttir, Margrét Rut Eddudóttir, Morgane Priet-Mahéo, Sólveig Arnarsdóttir, Stefán Gunnlaugsson, Unnur Helga Óttarsdóttir og Þorleifur Gunnlaugsson.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun