Miður að misbrestur hafi orðið í þjónustu neyðarmóttökunnar Lovísa Arnardóttir skrifar 11. október 2024 14:31 Skoðun fer til dæmis fram í þessu herbergi á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota á Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Anne María Steinþórsdóttir, verkefnastjóri neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis, segir ljóst að misbrestur hafi orðið á þjónustu neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota í júní síðasta sumar þegar kona leitaði þangað vegna kynferðislegs ofbeldis. Hún segir það miður. Dómur féll í gær í máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar. Hann var fyrir dómi sýknaður af ákæru um kynferðisbrot og taldist frásögn hans trúverðugri en konunnar sem sakaði hann um að brjóta á sér kynferðislega með því að sleikja kynfæri hennar og stinga fingrum sínum í leggöng hennar. Í dómnum, sem var birtur í gær, kom fram að konan hefði leitað á neyðarmóttökuna fyrir þolendur kynferðisbrota þann 26. júní en verið sagt að koma aftur. Haft hafi verið samband við hana símleiðis daginn eftir og hún boðuð í viðtal þann 28. júní. „Líkamsskoðun fór þó einhverra hluta vegna ekki fram, heldur var aðeins tekið við hana viðtal,“ segir í dómi. Neyðarmóttaka fékk ekki upplýsingar um að maðurinn hefði sett fingur sína í leggöng konunnar. Viðtalið við hana var tekið í biðstofu.Vísir/Vilhelm Í dómi er einnig að finna lýsingu konunnar sjálfrar á móttökunni á neyðarmóttökunni. Þar kemur fram að hún hafi verið látin bíða í tjaldi við komu í biðstofu. Hún hafi óskað eftir skoðun og nefnt þar að Albert hefði verið harðhentur við sig. Henni hafi þá verið sagt að koma aftur daginn eftir „Það breytti engu þar sem ákærði hefði ekki fengið sáðlát inni í henni.“ Sjá einnig: Farið yfir dóminn: Albert metinn trúverðugri en konan Þá er einnig í dómi vitnað í hjúkrunarfræðing sem er vitni í málinu. Hún segir þar að mistök hafi verið gerð þegar konan leitaði fyrst á móttökuna. Það hafi verið rætt við hana á biðstofu sem sé ekki hefðbundið verklag auk þess sem neyðarmóttaka hafi ekki verið upplýst að maðurinn hefði sett fingur í leggöng hennar. Neyðarmóttakan hafi haft samband daginn eftir en þá hafi hún verið búin að fara í sturtu. Anne Marie segir ferlið sem unnið sé eftir á neyðarmóttökunni alveg skýrt og það sé miður að misbrestur hafi orðið á því. „Ferlið okkar er með þeim hætti að fólk sem til okkar leitar fær samtal við hjúkrunarfræðing í einrúmi. Ef brot átti sér stað innan 72 klukkustunda köllum við til lækni og hjúkrunarfræðing sem framkvæma líkamsskoðun og tryggja þannig mikilvæg sönnunargögn ef til sakamáls kemur,“ segir Anne Marie í skriflegu svari til fréttastofu. Markmið að bjóða upp á faglega og áreiðanlega þjónustu Sé liðinn lengri tími frá broti sé frásögn tekin niður og út frá henni metið hvort þörf sé á líkamsskoðun, en ætíð boðið upp á heilsufarsskoðun. „Fólk sem til okkar leitar nýtur þverfaglegrar þjónustu og getur fengið áfallameðferð hjá sálfræðingi, auk þess að eiga rétt á samtali við réttargæslumann,“ segir Anne Marie. Þá segir hún markmið neyðarmóttökunnar að bjóða upp á faglega og áreiðanlega þjónustu sem sé framkvæmd af umhyggju og virðingu. „Það skiptir okkur miklu máli að þau sem til okkar leita geti treyst okkur og að stofnanir samfélagsins og félagasamtök geti gert það líka. Við vitum að okkar störf geta haft bein áhrif á meðferð sakamála og tökum réttarlæknisfræðilegan hluta starfs okkar mjög alvarlega. Almennt stöndum við undir þessu en þarna hefur orðið misbrestur á þjónustunni, sem er mjög miður.“ Kynferðisofbeldi Landspítalinn Lögreglumál Dómsmál Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Dómur féll í gær í máli knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar. Hann var fyrir dómi sýknaður af ákæru um kynferðisbrot og taldist frásögn hans trúverðugri en konunnar sem sakaði hann um að brjóta á sér kynferðislega með því að sleikja kynfæri hennar og stinga fingrum sínum í leggöng hennar. Í dómnum, sem var birtur í gær, kom fram að konan hefði leitað á neyðarmóttökuna fyrir þolendur kynferðisbrota þann 26. júní en verið sagt að koma aftur. Haft hafi verið samband við hana símleiðis daginn eftir og hún boðuð í viðtal þann 28. júní. „Líkamsskoðun fór þó einhverra hluta vegna ekki fram, heldur var aðeins tekið við hana viðtal,“ segir í dómi. Neyðarmóttaka fékk ekki upplýsingar um að maðurinn hefði sett fingur sína í leggöng konunnar. Viðtalið við hana var tekið í biðstofu.Vísir/Vilhelm Í dómi er einnig að finna lýsingu konunnar sjálfrar á móttökunni á neyðarmóttökunni. Þar kemur fram að hún hafi verið látin bíða í tjaldi við komu í biðstofu. Hún hafi óskað eftir skoðun og nefnt þar að Albert hefði verið harðhentur við sig. Henni hafi þá verið sagt að koma aftur daginn eftir „Það breytti engu þar sem ákærði hefði ekki fengið sáðlát inni í henni.“ Sjá einnig: Farið yfir dóminn: Albert metinn trúverðugri en konan Þá er einnig í dómi vitnað í hjúkrunarfræðing sem er vitni í málinu. Hún segir þar að mistök hafi verið gerð þegar konan leitaði fyrst á móttökuna. Það hafi verið rætt við hana á biðstofu sem sé ekki hefðbundið verklag auk þess sem neyðarmóttaka hafi ekki verið upplýst að maðurinn hefði sett fingur í leggöng hennar. Neyðarmóttakan hafi haft samband daginn eftir en þá hafi hún verið búin að fara í sturtu. Anne Marie segir ferlið sem unnið sé eftir á neyðarmóttökunni alveg skýrt og það sé miður að misbrestur hafi orðið á því. „Ferlið okkar er með þeim hætti að fólk sem til okkar leitar fær samtal við hjúkrunarfræðing í einrúmi. Ef brot átti sér stað innan 72 klukkustunda köllum við til lækni og hjúkrunarfræðing sem framkvæma líkamsskoðun og tryggja þannig mikilvæg sönnunargögn ef til sakamáls kemur,“ segir Anne Marie í skriflegu svari til fréttastofu. Markmið að bjóða upp á faglega og áreiðanlega þjónustu Sé liðinn lengri tími frá broti sé frásögn tekin niður og út frá henni metið hvort þörf sé á líkamsskoðun, en ætíð boðið upp á heilsufarsskoðun. „Fólk sem til okkar leitar nýtur þverfaglegrar þjónustu og getur fengið áfallameðferð hjá sálfræðingi, auk þess að eiga rétt á samtali við réttargæslumann,“ segir Anne Marie. Þá segir hún markmið neyðarmóttökunnar að bjóða upp á faglega og áreiðanlega þjónustu sem sé framkvæmd af umhyggju og virðingu. „Það skiptir okkur miklu máli að þau sem til okkar leita geti treyst okkur og að stofnanir samfélagsins og félagasamtök geti gert það líka. Við vitum að okkar störf geta haft bein áhrif á meðferð sakamála og tökum réttarlæknisfræðilegan hluta starfs okkar mjög alvarlega. Almennt stöndum við undir þessu en þarna hefur orðið misbrestur á þjónustunni, sem er mjög miður.“
Kynferðisofbeldi Landspítalinn Lögreglumál Dómsmál Mál Alberts Guðmundssonar Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira