„Mönnum finnst að lögin eigi ekki að gilda þegar réttlæti þeirra er annað“ Lovísa Arnardóttir skrifar 11. október 2024 08:59 „Ég er búinn að segja það mögum sinnum að ég myndi aldrei vera í svona ofbeldissambandi,“ segir Brynjar um ríkisstjórnarsamstarfið. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það blasa við að kosningar muni fara fram fyrr en í vor. Brynjar telur samskipti innan ríkisstjórnarinnar og við ríkislögreglustjóra í aðdraganda brottvísunar Tamimi fjölskyldunnar óeðlilega. Brynjar segir að þegar ráðherrar eru búnir að tilkynna að þeir ætli ekki að fylgja stjórnarsáttmála, eins og Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna hefur gert, sé augljóst að ekkert annað sé hægt en að slíta samstarfinu. Hann telur líklegt að það gerist jafnvel í nóvember. „Nema einhver komi og verji Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk vantrausti,“ segir Brynjar spurður hvort að það verði kosningar fyrir jól. Brynjar var gestur í Bítinu á Bylgjunni. Þar ræddi hann mögulegar kosningar og um ábyrgð ráðherra og stöðu ríkisstjórnarinnar í tengslum við mál Yazans Tamimi og önnur mál sem klofið hafa ríkisstjórnina. Björn Ingi Hrafnsson ræddi einnig mögulegar kosningar í Bítinu í morgun. Hann sagði von á stórtíðindum og vildi meina að það yrðu hér alþingiskosningar í nóvember. Brynjar segir fólk verða að meta stöðuna. Það séu verkefni sem þurfi að takast á við og ef fólk telji sig geta náð árangri haldi það áfram en telji það ekki líklegt þá verði það að hætta. „Ég er búinn að segja það mögum sinnum að ég myndi aldrei vera í svona ofbeldissambandi. Það myndi ekki hvarfla að mér,“ segir Brynjar og þess vegna hafi hann hætt. Brynjar ræddi að því loknu símtöl Guðmundar Inga Guðbrandssonar félags- og vinnumarkaðsráðherra til ríkislögreglustjóra í aðdraganda þess sem átti að vera brottvísun Yazans Tamimi og fjölskyldu um miðjan síðasta mánuð. Spegillinn á RÚV fékk í vikunni afhent gögn sem vörpuðu betra ljósi á hvað fór fram í aðdraganda þess að dómsmálaráðherra frestaði brottvísun fjölskyldunnar. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, staðfestir við Spegilinn að hún hafi um klukkan sex um morguninn fengið símtal frá Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félagsmálaráðherra, þar sem hann lýsti yfir áhyggjum sínum af brottvísuninni. Eins og fram hefur komið hefur fjölskyldan nú fengið vernd. „Í mínum huga er þetta fullkomlega óþolandi,“ segir Brynjar. Hann rifjaði það upp að þegar hann var aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar sem þá var dómsmálaráðherra hafi Jón fengið svipaða beiðni um að stöðva brottflutning fatlaðs manns frá Írak, Hussein Hussein. „Hann gerði það ekki,“ segir Brynjar og að hann hafi gert Jóni alveg skýrt að ef hann gerði það myndi hann ganga út. Brynjar segir ákveðinn lög í gildi og það séu ákveðnir aðilar sem eigi að framkvæma lögin. Ráðherra eigi aldrei, þó svo að hann sé æðsti maður lögreglunnar, að grípa þar inn í nema eitthvað nýtt komi fram. „Sem breyti því. Ekki bara því þig langar að ræða það í ríkisstjórn, og þú ert búinn að hafa marga mánuði til þess,“ segir Brynjar en sem dæmi hafði brottvísun fjölskyldunnar legið fyrir í marga mánuði. Yrði ekki liðið að ráðherra hringdi um miðja nótt í lögreglu Þá gerir Brynjar einnig athugasemdir við það að þetta gerist allt um miðja nótt að félagsmálaráðherra hringi í ríkislögreglustjóra. Brynjar telur að í öðrum löndum yrði þetta ekki liðið. „Mönnum finnst að lögin eigi ekki að gilda þegar réttlæti þeirra er annað,“ segir Brynjar. Brynjar setti þetta mál í samhengi við hvalveiðimálið þegar Svandís Svavarsdóttir, þá matvælaráðherra, stöðvaði hvalveiðar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra hringdi í ríkislögreglustjóra um miðja nótt vegna yfirvofandi brottvísunar Tamimi-fjölskyldunnar. Stöð 2/Bjarni Breyta lögum ekki óhlýðnast Brynjar segir lítinn aga í samfélaginu og því láti fólk þetta yfir sig ganga. Hann ítrekar að lögin skipta mestu máli og ef fólk er ósátt við þau þá verði að breyta þeim, ekki óhlýðnast þeim. Hann segir að gera verði greinarmun á því þegar er lögfræðilegur ágreiningur og þegar einhver tekur ákvörðun sem stangast á við lög í pólitískum tilgangi. „Ef þú tekur af ásetningi einhverja ákvörðun, í pólitískum tilgangi, sem þú veist að er andstæð lögum, og telur þig geta komist upp með það. Það er alvarlegi hluturinn,“ segir Brynjar. Hann segir Guðrúnu Hafsteinsdóttur hafa verið í ómögulegri stöðu í aðdraganda brottvísunar Tamimi fjölskyldunnar. Hún beri alltaf ábyrgð á ákvörðuninni sem ráðherra en það sé líklegt að hún hefði sprengt ríkisstjórnina hefði hún ekki stöðvað brottflutninginn. Í hennar stöðu hefði hann sagt af sér. Hægt er að hlusta á viðtalið við Brynjar hér að ofan í heild sinni. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Yazan og fjölskylda komin með vernd Yazan Tamimi, ellefu ára langveikur drengur frá Palestínu og fjölskylda hans, fengu fyrr í dag samþykkta viðbótarvernd hjá Útlendingastofnun. Fjölskyldan var boðuð í viðtal og tilkynnt um þetta. Lögmaður fjölskyldunnar segir bæði kærunefnd útlendingamála og Útlendingastofnun hafa unnið hratt að umsókn þeirra. 8. október 2024 12:26 „Það er af og frá að ég hafi brotið lög“ Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki hafa brotið lög þegar hún frestaði brottvísun Yazans Tamimi í síðasta mánuði. Þá segir hún yfirlýsingar nýs formanns Vinstri grænna um að þingflokkur VG styðji ekki frekari breytingar á útlendingalögum ekki breyta neinu fyrir hana. Hún muni leggja fram þau mál sem eru á hennar þingmálaskrá. 7. október 2024 15:54 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Brynjar segir að þegar ráðherrar eru búnir að tilkynna að þeir ætli ekki að fylgja stjórnarsáttmála, eins og Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna hefur gert, sé augljóst að ekkert annað sé hægt en að slíta samstarfinu. Hann telur líklegt að það gerist jafnvel í nóvember. „Nema einhver komi og verji Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk vantrausti,“ segir Brynjar spurður hvort að það verði kosningar fyrir jól. Brynjar var gestur í Bítinu á Bylgjunni. Þar ræddi hann mögulegar kosningar og um ábyrgð ráðherra og stöðu ríkisstjórnarinnar í tengslum við mál Yazans Tamimi og önnur mál sem klofið hafa ríkisstjórnina. Björn Ingi Hrafnsson ræddi einnig mögulegar kosningar í Bítinu í morgun. Hann sagði von á stórtíðindum og vildi meina að það yrðu hér alþingiskosningar í nóvember. Brynjar segir fólk verða að meta stöðuna. Það séu verkefni sem þurfi að takast á við og ef fólk telji sig geta náð árangri haldi það áfram en telji það ekki líklegt þá verði það að hætta. „Ég er búinn að segja það mögum sinnum að ég myndi aldrei vera í svona ofbeldissambandi. Það myndi ekki hvarfla að mér,“ segir Brynjar og þess vegna hafi hann hætt. Brynjar ræddi að því loknu símtöl Guðmundar Inga Guðbrandssonar félags- og vinnumarkaðsráðherra til ríkislögreglustjóra í aðdraganda þess sem átti að vera brottvísun Yazans Tamimi og fjölskyldu um miðjan síðasta mánuð. Spegillinn á RÚV fékk í vikunni afhent gögn sem vörpuðu betra ljósi á hvað fór fram í aðdraganda þess að dómsmálaráðherra frestaði brottvísun fjölskyldunnar. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, staðfestir við Spegilinn að hún hafi um klukkan sex um morguninn fengið símtal frá Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félagsmálaráðherra, þar sem hann lýsti yfir áhyggjum sínum af brottvísuninni. Eins og fram hefur komið hefur fjölskyldan nú fengið vernd. „Í mínum huga er þetta fullkomlega óþolandi,“ segir Brynjar. Hann rifjaði það upp að þegar hann var aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar sem þá var dómsmálaráðherra hafi Jón fengið svipaða beiðni um að stöðva brottflutning fatlaðs manns frá Írak, Hussein Hussein. „Hann gerði það ekki,“ segir Brynjar og að hann hafi gert Jóni alveg skýrt að ef hann gerði það myndi hann ganga út. Brynjar segir ákveðinn lög í gildi og það séu ákveðnir aðilar sem eigi að framkvæma lögin. Ráðherra eigi aldrei, þó svo að hann sé æðsti maður lögreglunnar, að grípa þar inn í nema eitthvað nýtt komi fram. „Sem breyti því. Ekki bara því þig langar að ræða það í ríkisstjórn, og þú ert búinn að hafa marga mánuði til þess,“ segir Brynjar en sem dæmi hafði brottvísun fjölskyldunnar legið fyrir í marga mánuði. Yrði ekki liðið að ráðherra hringdi um miðja nótt í lögreglu Þá gerir Brynjar einnig athugasemdir við það að þetta gerist allt um miðja nótt að félagsmálaráðherra hringi í ríkislögreglustjóra. Brynjar telur að í öðrum löndum yrði þetta ekki liðið. „Mönnum finnst að lögin eigi ekki að gilda þegar réttlæti þeirra er annað,“ segir Brynjar. Brynjar setti þetta mál í samhengi við hvalveiðimálið þegar Svandís Svavarsdóttir, þá matvælaráðherra, stöðvaði hvalveiðar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra hringdi í ríkislögreglustjóra um miðja nótt vegna yfirvofandi brottvísunar Tamimi-fjölskyldunnar. Stöð 2/Bjarni Breyta lögum ekki óhlýðnast Brynjar segir lítinn aga í samfélaginu og því láti fólk þetta yfir sig ganga. Hann ítrekar að lögin skipta mestu máli og ef fólk er ósátt við þau þá verði að breyta þeim, ekki óhlýðnast þeim. Hann segir að gera verði greinarmun á því þegar er lögfræðilegur ágreiningur og þegar einhver tekur ákvörðun sem stangast á við lög í pólitískum tilgangi. „Ef þú tekur af ásetningi einhverja ákvörðun, í pólitískum tilgangi, sem þú veist að er andstæð lögum, og telur þig geta komist upp með það. Það er alvarlegi hluturinn,“ segir Brynjar. Hann segir Guðrúnu Hafsteinsdóttur hafa verið í ómögulegri stöðu í aðdraganda brottvísunar Tamimi fjölskyldunnar. Hún beri alltaf ábyrgð á ákvörðuninni sem ráðherra en það sé líklegt að hún hefði sprengt ríkisstjórnina hefði hún ekki stöðvað brottflutninginn. Í hennar stöðu hefði hann sagt af sér. Hægt er að hlusta á viðtalið við Brynjar hér að ofan í heild sinni.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Yazan og fjölskylda komin með vernd Yazan Tamimi, ellefu ára langveikur drengur frá Palestínu og fjölskylda hans, fengu fyrr í dag samþykkta viðbótarvernd hjá Útlendingastofnun. Fjölskyldan var boðuð í viðtal og tilkynnt um þetta. Lögmaður fjölskyldunnar segir bæði kærunefnd útlendingamála og Útlendingastofnun hafa unnið hratt að umsókn þeirra. 8. október 2024 12:26 „Það er af og frá að ég hafi brotið lög“ Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki hafa brotið lög þegar hún frestaði brottvísun Yazans Tamimi í síðasta mánuði. Þá segir hún yfirlýsingar nýs formanns Vinstri grænna um að þingflokkur VG styðji ekki frekari breytingar á útlendingalögum ekki breyta neinu fyrir hana. Hún muni leggja fram þau mál sem eru á hennar þingmálaskrá. 7. október 2024 15:54 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Yazan og fjölskylda komin með vernd Yazan Tamimi, ellefu ára langveikur drengur frá Palestínu og fjölskylda hans, fengu fyrr í dag samþykkta viðbótarvernd hjá Útlendingastofnun. Fjölskyldan var boðuð í viðtal og tilkynnt um þetta. Lögmaður fjölskyldunnar segir bæði kærunefnd útlendingamála og Útlendingastofnun hafa unnið hratt að umsókn þeirra. 8. október 2024 12:26
„Það er af og frá að ég hafi brotið lög“ Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist ekki hafa brotið lög þegar hún frestaði brottvísun Yazans Tamimi í síðasta mánuði. Þá segir hún yfirlýsingar nýs formanns Vinstri grænna um að þingflokkur VG styðji ekki frekari breytingar á útlendingalögum ekki breyta neinu fyrir hana. Hún muni leggja fram þau mál sem eru á hennar þingmálaskrá. 7. október 2024 15:54