Má lögregla rannsaka mál að eilífu? Hildur Sverrisdóttir skrifar 11. október 2024 08:32 Til eru dæmi þess að fólk hafi haft réttarstöðu sakbornings árum saman jafnvel án þess að virk rannsókn hafi staðið yfir megnið af tímanum. Réttarríkið er grundvöllur sanngjarns og góðs samfélags. Tilgangur þess er að tryggja öryggi og réttindi fólks. Það er mikilvægt að við séum stöðugt vakandi yfir því hvort lögin og framkvæmd þeirra geri það á hverjum tíma. Á dögunum mælti ég fyrir frumvarpi sem snýr að því að bæta réttarstöðu sakborninga hvað þetta varðar. Í frumvarpinu felst að lögfestur verði hámarkstími sakamálarannsókna, sönnunarbyrði um tilefni rannsóknar er færð yfir á lögreglu og bætur verða veittar vegna óhóflega langra rannsókna. Frumvarpið kveður þannig á um að þegar eitt ár hefur liðið frá því að rannsókn lögreglu á sakamáli hófst, þarf lögreglan að leita heimildar dómstóla fyrir áframhaldandi rannsókn málsins. Ástæða er til að skerpa á þeim reglum sem nú þegar gilda um rannsókn sakamála og tryggja að rannsóknir dragist ekki um of. Í stjórnarskránni og alþjóðasáttmálum er kveðið á um rétt manna til réttlátrar málsmeðferðar innan hæfilegs tíma og nær sá réttur einnig yfir mál á rannsóknarstigi. Í lögum um sakamál er þó ekki að finna nein tímamörk á því hversu lengi lögregla getur rannsakað mál og þar af leiðandi hversu lengi fólk getur borið stöðu sakbornings Hæstiréttur Íslands hefur ítrekað slegið því föstu að óhóflegur dráttur á rannsókn sakamála feli í sér brot gegn rétti fólks til réttlátrar málsmeðferðar. Engu að síður er hvergi að finna nokkurs konar takmörkun á rannsóknartíma í sakamálalögum. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að mál geta verið til rannsóknar hjá lögreglu í lengri tíma til þess eins að vera felld niður. Slík tilvik hafa því miður komið upp of oft og voru sérstaklega áberandi á árunum eftir efnahagshrunið, þar sem fjöldi fólks sem starfaði hjá fjármálastofnunum höfðu réttarstöðu grunaðs manns svo árum skipti. Að hafa stöðu sakbornings hefur gríðarlega íþyngjandi áhrif á einstaklinga of fjölskyldur þeirra og getur haft bein lagaleg áhrif á hagsmuni fólks og veruleg óbein áhrif á borð við atvinnumöguleika. Það er eðlilegt að gera þá kröfu að í lögum sé skýrt kveðið á um um bótaskyldu ríkisins þegar rannsóknir dragast án ástæðu fram úr hófi, áður en málið er svo fellt niður eða það endar með sýknu. Slíkt verður að hafa einhverjar afleiðingar. Að sama skapi er ekki síður mikilvægt fyrir brotaþola að rannsóknir endi ekki uppi í hillu árum saman án þess að nokkur niðurstaða eða endapunktur sé settur við erfið mál. Hagsmunirnir eru því allra. Svigrúm lögreglu eftir tilefni Auðvitað er það svo að sumar rannsóknir sakamála taka lengri tíma en eitt ár, til að mynda þegar mál eru umfangsmikil eða flókin, eins og getur m.a. átt við um rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. Undir slíkum kringumstæðum getur lögreglan, þrátt fyrir eins árs hámarkstíma rannsóknar, ætíð farið fram á heimild til áframhaldandi rannsóknar frá dómara telji lögregla rök standa til. Það er eðlilegt að borgarar fái að njóta vafans og að lögreglan beri þá skyldu að færa rök fyrir áframhaldandi rannsókn, frekar en að sakborningur þurfi sjálfur að sýna fram á hið gagnstæða eins og lögin eru í dag. Þetta er ekki síst eðlilegt í ljósi þeirrar yfirburðarstöðu sem lögregla hefur gagnvart sakborningi. Í frumvarpinu er lögreglunni veittur rúmur tími til að framlengja rannsókn, enda er frumvarpinu ekki ætlað að hafa nein áhrif á framvindu rannsókna á alvarlegum sakamálum, s.s. kynferðisbrotamálum. Í slíkum málum er atvikum oftar en ekki þannig háttað að sönnun á sekt sakbornings verður erfiðari eftir því sem lengri tími líður og það því hvorki brotaþola né sakborningi til góðs að rannsókn mála dragist úr hófi. Íþyngjandi rannsóknir séu takmörkunum háðar Þó að ég hafi ekki áður náð að mæla fyrir frumvarpinu var það þó lagt fram á síðasta þingi og hlaut þá talsverða umræðu á opinberum vettvangi. Viðbrögðin voru almennt jákvæð en þó var einn þingmaður Viðreisnar sem fann því ýmislegt til foráttu. Það var þó ekki formaður flokksins, sem var reyndar meðflutningsmaður frumvarpsins í það skiptið. Áhyggjur þingmannsins lutu helst að því að lögreglan væri vanfjármögnuð og því ekki rétt að gera til hennar þær kröfur sem frumvarpið mælir fyrir um. Það má vel færa rök fyrir því að lögregla og ákæruvald hefði gagn af frekari fjármunum og þá umræðu getum við átt á öðrum vettvangi. Hér ræðum við um stjórnarskrárvarin réttindi fólks, ekki fjármögnun einstakra stofnana. Við þurfum alltaf að hafa burði til að forgangsraða opinberu fé skynsamlega og þar er skynsamlegt að forgangsraða í þágu réttarríkisins. Svar okkar við niðurskurði á fjárframlögum má aldrei vera niðurskurður á mannréttindum. Um slík réttindi verðum við alltaf að standa vörð. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Lögreglan Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Til eru dæmi þess að fólk hafi haft réttarstöðu sakbornings árum saman jafnvel án þess að virk rannsókn hafi staðið yfir megnið af tímanum. Réttarríkið er grundvöllur sanngjarns og góðs samfélags. Tilgangur þess er að tryggja öryggi og réttindi fólks. Það er mikilvægt að við séum stöðugt vakandi yfir því hvort lögin og framkvæmd þeirra geri það á hverjum tíma. Á dögunum mælti ég fyrir frumvarpi sem snýr að því að bæta réttarstöðu sakborninga hvað þetta varðar. Í frumvarpinu felst að lögfestur verði hámarkstími sakamálarannsókna, sönnunarbyrði um tilefni rannsóknar er færð yfir á lögreglu og bætur verða veittar vegna óhóflega langra rannsókna. Frumvarpið kveður þannig á um að þegar eitt ár hefur liðið frá því að rannsókn lögreglu á sakamáli hófst, þarf lögreglan að leita heimildar dómstóla fyrir áframhaldandi rannsókn málsins. Ástæða er til að skerpa á þeim reglum sem nú þegar gilda um rannsókn sakamála og tryggja að rannsóknir dragist ekki um of. Í stjórnarskránni og alþjóðasáttmálum er kveðið á um rétt manna til réttlátrar málsmeðferðar innan hæfilegs tíma og nær sá réttur einnig yfir mál á rannsóknarstigi. Í lögum um sakamál er þó ekki að finna nein tímamörk á því hversu lengi lögregla getur rannsakað mál og þar af leiðandi hversu lengi fólk getur borið stöðu sakbornings Hæstiréttur Íslands hefur ítrekað slegið því föstu að óhóflegur dráttur á rannsókn sakamála feli í sér brot gegn rétti fólks til réttlátrar málsmeðferðar. Engu að síður er hvergi að finna nokkurs konar takmörkun á rannsóknartíma í sakamálalögum. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að mál geta verið til rannsóknar hjá lögreglu í lengri tíma til þess eins að vera felld niður. Slík tilvik hafa því miður komið upp of oft og voru sérstaklega áberandi á árunum eftir efnahagshrunið, þar sem fjöldi fólks sem starfaði hjá fjármálastofnunum höfðu réttarstöðu grunaðs manns svo árum skipti. Að hafa stöðu sakbornings hefur gríðarlega íþyngjandi áhrif á einstaklinga of fjölskyldur þeirra og getur haft bein lagaleg áhrif á hagsmuni fólks og veruleg óbein áhrif á borð við atvinnumöguleika. Það er eðlilegt að gera þá kröfu að í lögum sé skýrt kveðið á um um bótaskyldu ríkisins þegar rannsóknir dragast án ástæðu fram úr hófi, áður en málið er svo fellt niður eða það endar með sýknu. Slíkt verður að hafa einhverjar afleiðingar. Að sama skapi er ekki síður mikilvægt fyrir brotaþola að rannsóknir endi ekki uppi í hillu árum saman án þess að nokkur niðurstaða eða endapunktur sé settur við erfið mál. Hagsmunirnir eru því allra. Svigrúm lögreglu eftir tilefni Auðvitað er það svo að sumar rannsóknir sakamála taka lengri tíma en eitt ár, til að mynda þegar mál eru umfangsmikil eða flókin, eins og getur m.a. átt við um rannsóknir á skipulagðri brotastarfsemi. Undir slíkum kringumstæðum getur lögreglan, þrátt fyrir eins árs hámarkstíma rannsóknar, ætíð farið fram á heimild til áframhaldandi rannsóknar frá dómara telji lögregla rök standa til. Það er eðlilegt að borgarar fái að njóta vafans og að lögreglan beri þá skyldu að færa rök fyrir áframhaldandi rannsókn, frekar en að sakborningur þurfi sjálfur að sýna fram á hið gagnstæða eins og lögin eru í dag. Þetta er ekki síst eðlilegt í ljósi þeirrar yfirburðarstöðu sem lögregla hefur gagnvart sakborningi. Í frumvarpinu er lögreglunni veittur rúmur tími til að framlengja rannsókn, enda er frumvarpinu ekki ætlað að hafa nein áhrif á framvindu rannsókna á alvarlegum sakamálum, s.s. kynferðisbrotamálum. Í slíkum málum er atvikum oftar en ekki þannig háttað að sönnun á sekt sakbornings verður erfiðari eftir því sem lengri tími líður og það því hvorki brotaþola né sakborningi til góðs að rannsókn mála dragist úr hófi. Íþyngjandi rannsóknir séu takmörkunum háðar Þó að ég hafi ekki áður náð að mæla fyrir frumvarpinu var það þó lagt fram á síðasta þingi og hlaut þá talsverða umræðu á opinberum vettvangi. Viðbrögðin voru almennt jákvæð en þó var einn þingmaður Viðreisnar sem fann því ýmislegt til foráttu. Það var þó ekki formaður flokksins, sem var reyndar meðflutningsmaður frumvarpsins í það skiptið. Áhyggjur þingmannsins lutu helst að því að lögreglan væri vanfjármögnuð og því ekki rétt að gera til hennar þær kröfur sem frumvarpið mælir fyrir um. Það má vel færa rök fyrir því að lögregla og ákæruvald hefði gagn af frekari fjármunum og þá umræðu getum við átt á öðrum vettvangi. Hér ræðum við um stjórnarskrárvarin réttindi fólks, ekki fjármögnun einstakra stofnana. Við þurfum alltaf að hafa burði til að forgangsraða opinberu fé skynsamlega og þar er skynsamlegt að forgangsraða í þágu réttarríkisins. Svar okkar við niðurskurði á fjárframlögum má aldrei vera niðurskurður á mannréttindum. Um slík réttindi verðum við alltaf að standa vörð. Höfundur er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun