Skynsamleg orkunýting Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar 10. október 2024 18:00 Umræðan um orkuskort hefur verið hávær að undanförnu, sér í lagi í kjölfar raforkuspár Landsnets sem nýlega kom út. En eins og fram hefur komið í máli forstjóra Landsvirkjunar nýverið þá hefur umræðan verið á villigötum. Það er einfaldlega ekki rétt að tala um orkuskort, þar sem Landsvirkjun hefur aldrei þurft að skerða forgangsorku á sinni 60 ára sögu og munu ekki gera samninga umfram getu, svo slíkt mun ekki raungerast. Það sem við sjáum er hins vegar eftirspurn umfram framboð. Við erum flest fylgjandi grænni orkuöflun – eins og kom fram í reyndar frekar leiðandi könnun á vegum Samtaka atvinnulífsins nýlega, þar sem 97 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust hlynnt „aukinni grænni orkuframleiðslu í landinu“. En græn orkuöflun verður að haldast í hendur við aðra þætti, eins og nærsamfélög og náttúru. Hún verður líka að vera hófsöm og byggja á skynsemi. Það er skynsamlegt að nýta raforku betur en nú er gert. Samkvæmt skýrslu um tækifæri til bættrar orkunýtni á Íslandi er mögulegt að bæta nýtni sem nemur um 8% af núverandi raforkunotkun þjóðarinnar. Til þess að ná árangri í bættri nýtni verður einnig mikilvægt að leggja áherslu á uppbyggingu flutnings- og dreifikerfa sem tryggja afhendingaröryggi um allt land. Það er skynsamlegt að forgangsraða orku til heimila og smærri notenda. Við eigum að tryggja að orka sé alltaf til staðar fyrir grunnþarfir samfélagsins. Á meðan Landsvirkjun hefur aukið sölu sína til almenns markaðar hafa aðrir framleiðendur dregið úr – úr þessu þarf að bæta. Það er líka skynsamlegt að vera með samninga um skerðanlega orku, þar sem hægt er að selja meira þegar nægileg orka er fyrir hendi en skerða þegar svo er ekki. Þannig getum við hámarkað nýtingu orkunnar, og höfum raunar tryggt 96-99 prósent nýtingu orkuauðlindarinnar einmitt vegna þessa. Vinstri græn eru ekki á móti grænni orkuöflun, en við leggjum áherslu á að allir virkjanakostir fari í gegnum rammaáætlun, að orkan sé nýtt á ábyrgan hátt og henni sé forgangsraðað til heimila, smánotenda og innlendra orkuskipta. Það er svo lykilatriði að virkjanir séu á forsendum samfélagsins alls, í eigu opinberra aðila og þær ógni ekki einstökum náttúruperlum landsins. Það er skynsamleg orkunýting - orkunýting sem þjónar hagsmunum þjóðarinnar og náttúrunnar. Höfundur er þingmaður Vinstri Grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vinstri græn Eva Dögg Davíðsdóttir Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Umræðan um orkuskort hefur verið hávær að undanförnu, sér í lagi í kjölfar raforkuspár Landsnets sem nýlega kom út. En eins og fram hefur komið í máli forstjóra Landsvirkjunar nýverið þá hefur umræðan verið á villigötum. Það er einfaldlega ekki rétt að tala um orkuskort, þar sem Landsvirkjun hefur aldrei þurft að skerða forgangsorku á sinni 60 ára sögu og munu ekki gera samninga umfram getu, svo slíkt mun ekki raungerast. Það sem við sjáum er hins vegar eftirspurn umfram framboð. Við erum flest fylgjandi grænni orkuöflun – eins og kom fram í reyndar frekar leiðandi könnun á vegum Samtaka atvinnulífsins nýlega, þar sem 97 prósent þeirra sem tóku afstöðu sögðust hlynnt „aukinni grænni orkuframleiðslu í landinu“. En græn orkuöflun verður að haldast í hendur við aðra þætti, eins og nærsamfélög og náttúru. Hún verður líka að vera hófsöm og byggja á skynsemi. Það er skynsamlegt að nýta raforku betur en nú er gert. Samkvæmt skýrslu um tækifæri til bættrar orkunýtni á Íslandi er mögulegt að bæta nýtni sem nemur um 8% af núverandi raforkunotkun þjóðarinnar. Til þess að ná árangri í bættri nýtni verður einnig mikilvægt að leggja áherslu á uppbyggingu flutnings- og dreifikerfa sem tryggja afhendingaröryggi um allt land. Það er skynsamlegt að forgangsraða orku til heimila og smærri notenda. Við eigum að tryggja að orka sé alltaf til staðar fyrir grunnþarfir samfélagsins. Á meðan Landsvirkjun hefur aukið sölu sína til almenns markaðar hafa aðrir framleiðendur dregið úr – úr þessu þarf að bæta. Það er líka skynsamlegt að vera með samninga um skerðanlega orku, þar sem hægt er að selja meira þegar nægileg orka er fyrir hendi en skerða þegar svo er ekki. Þannig getum við hámarkað nýtingu orkunnar, og höfum raunar tryggt 96-99 prósent nýtingu orkuauðlindarinnar einmitt vegna þessa. Vinstri græn eru ekki á móti grænni orkuöflun, en við leggjum áherslu á að allir virkjanakostir fari í gegnum rammaáætlun, að orkan sé nýtt á ábyrgan hátt og henni sé forgangsraðað til heimila, smánotenda og innlendra orkuskipta. Það er svo lykilatriði að virkjanir séu á forsendum samfélagsins alls, í eigu opinberra aðila og þær ógni ekki einstökum náttúruperlum landsins. Það er skynsamleg orkunýting - orkunýting sem þjónar hagsmunum þjóðarinnar og náttúrunnar. Höfundur er þingmaður Vinstri Grænna
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun