Óeðlilegt að Guðmundur Ingi hafi hringt í ríkislögreglustjóra Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. október 2024 12:07 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór yfir atburðarrásina í aðdraganda fyrirhugaðs brottflutnings Yasans Tamini og fjölskyldu á Alþingi í morgun. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir mjög óeðlilegt að ráðherra hringi beint í undirmann annars ráðherra líkt og Guðmundur Ingi Guðbrandsson gerði til þess að fresta mætti brottvísun Yasans Tamini. Greint var frá þeim samskiptum sem fóru á milli ráðherra og ríkislögreglustjóra í aðdraganda fyrirhugaðrar brottvísunar hins tólf ára Yasans Tamini í Speglinum í gær. Þar kom fram að lögreglumenn hafi sótt Yasan í Rjóðrið á barnaspítalanum rétt fyrir klukkan ellefu að kvöldi til. Um klukkan tvö hafi móðir hans fengið að hringja í lögmann sinn og þá fóru hjólin að snúast. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, staðfestir við Spegilinn að hún hafi um klukkan sex um morguninn fengið símtal frá Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félgsmálaráðherra, þar sem hann lýsti yfir áhyggjum sínum af brottvísuninni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri virðist í kjölfarið reyna að ná í Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, þar sem upplýst er að um klukkan sjö hafi Guðrún hringt til baka í ríkislögreglustjóra eftir að hafa misst af fleiri en einu símtali. Þar hafi Sigríður Björk lagt áherslu á einungis nokkrar mínútur væru til stefnu ætti að fresta brottflutningi. Tuttugu mínútum síðar hafi dómsmálaráðherra stöðvað flutninginn að beiðni forsætisráðherra til þess að ræða mætti málið innan ríkisstjórnarinnar. Eftirfarandi skilaboð sendi dómsmálaráðherra til ríkislögreglustjóra klukkan 7:38. „Sæl. Í kjölfar samtals okkar rétt í þessu stöðva ég flutning að beiðni forsætisráðherra. Vinsamlegast staðfestu móttöku.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hringdi í ríkislögreglustjóra og lýsti yfir áhyggjum af brottflutningi Yasans.Vísir/ARnar Þjarmað var að Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra vegna málsins í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun. Bjarni sagðist ekki telja að félagsmálaráðhera hafi talið sig hafa boðvald yfir ríkislögreglustjóra. Ráðherra hafi viljað gæta að réttindum fólks í viðkvæmri stöðu við þessar aðstæður. „Mér finnst það hins vegar, ég verð að segja það í allan stað mjög óeðlilegt að ráðherrann hringi beint í undirmann annars ráðherra. Hérna þarf maður þó að horfa til þess að dómsmálaráðherra var væntanlega enn steinsofandi á þessum tímapunkti, enda mjög árla morguns,“ sagði Bjarni á Alþingi í morgun. Félagsmálaráðherra þurfi hins vegar að svara betur fyrir málið. Dómsmálaráðherra hafi á endanum tekið ákvörðunina, þrátt fyrir að orðalagið í textaskilaboðum gæti gefið til kynna að Bjarni hafi gert það. „Ég kann ekki að segja frá því nákvæmlega hvers vegna þetta er orðað svona í samskiptunum. Ég hef engar athugasemdir við það hins vegar. Það er alveg hárrétt að í samskiptum mínum við dómsmálaráðherra vildi ég að það væri hundrað prósent skýrt að við værum ekki að hafa afskipti af niðurstöðu í máli. Ákvörðun um brottvísun stendur. Það var meginatriðið.“ Ríkisstjórnin hafi strax á mánudeginum fundað um málið. „Við getum sagt að það hafi farið fram fundur tíu klukkustundum síðar í stjórnarráðinu, óformlegur fundur, þar sem var hægt að fara ýmsar hliðar og undirbúa það að málið kæmi til frekari umræðu í ríkisstjórn á þriðjudeginum.“ Líkt og fram hefur komið hafa Yasan og fjölskylda hans nú fengið alþjóðlega vernd á Íslandi. Alþingi Flóttafólk á Íslandi Mál Yazans Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Greint var frá þeim samskiptum sem fóru á milli ráðherra og ríkislögreglustjóra í aðdraganda fyrirhugaðrar brottvísunar hins tólf ára Yasans Tamini í Speglinum í gær. Þar kom fram að lögreglumenn hafi sótt Yasan í Rjóðrið á barnaspítalanum rétt fyrir klukkan ellefu að kvöldi til. Um klukkan tvö hafi móðir hans fengið að hringja í lögmann sinn og þá fóru hjólin að snúast. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, staðfestir við Spegilinn að hún hafi um klukkan sex um morguninn fengið símtal frá Guðmundi Inga Guðbrandssyni, félgsmálaráðherra, þar sem hann lýsti yfir áhyggjum sínum af brottvísuninni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri.Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri virðist í kjölfarið reyna að ná í Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, þar sem upplýst er að um klukkan sjö hafi Guðrún hringt til baka í ríkislögreglustjóra eftir að hafa misst af fleiri en einu símtali. Þar hafi Sigríður Björk lagt áherslu á einungis nokkrar mínútur væru til stefnu ætti að fresta brottflutningi. Tuttugu mínútum síðar hafi dómsmálaráðherra stöðvað flutninginn að beiðni forsætisráðherra til þess að ræða mætti málið innan ríkisstjórnarinnar. Eftirfarandi skilaboð sendi dómsmálaráðherra til ríkislögreglustjóra klukkan 7:38. „Sæl. Í kjölfar samtals okkar rétt í þessu stöðva ég flutning að beiðni forsætisráðherra. Vinsamlegast staðfestu móttöku.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hringdi í ríkislögreglustjóra og lýsti yfir áhyggjum af brottflutningi Yasans.Vísir/ARnar Þjarmað var að Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra vegna málsins í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun. Bjarni sagðist ekki telja að félagsmálaráðhera hafi talið sig hafa boðvald yfir ríkislögreglustjóra. Ráðherra hafi viljað gæta að réttindum fólks í viðkvæmri stöðu við þessar aðstæður. „Mér finnst það hins vegar, ég verð að segja það í allan stað mjög óeðlilegt að ráðherrann hringi beint í undirmann annars ráðherra. Hérna þarf maður þó að horfa til þess að dómsmálaráðherra var væntanlega enn steinsofandi á þessum tímapunkti, enda mjög árla morguns,“ sagði Bjarni á Alþingi í morgun. Félagsmálaráðherra þurfi hins vegar að svara betur fyrir málið. Dómsmálaráðherra hafi á endanum tekið ákvörðunina, þrátt fyrir að orðalagið í textaskilaboðum gæti gefið til kynna að Bjarni hafi gert það. „Ég kann ekki að segja frá því nákvæmlega hvers vegna þetta er orðað svona í samskiptunum. Ég hef engar athugasemdir við það hins vegar. Það er alveg hárrétt að í samskiptum mínum við dómsmálaráðherra vildi ég að það væri hundrað prósent skýrt að við værum ekki að hafa afskipti af niðurstöðu í máli. Ákvörðun um brottvísun stendur. Það var meginatriðið.“ Ríkisstjórnin hafi strax á mánudeginum fundað um málið. „Við getum sagt að það hafi farið fram fundur tíu klukkustundum síðar í stjórnarráðinu, óformlegur fundur, þar sem var hægt að fara ýmsar hliðar og undirbúa það að málið kæmi til frekari umræðu í ríkisstjórn á þriðjudeginum.“ Líkt og fram hefur komið hafa Yasan og fjölskylda hans nú fengið alþjóðlega vernd á Íslandi.
Alþingi Flóttafólk á Íslandi Mál Yazans Lögreglumál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira