Að bjarga mannslífi Högni Óskarsson skrifar 10. október 2024 10:33 Tíðni sjálfsvíga á Íslandi hefur lítið breyst til lækkunar frá aldamótum, jafnvel hækkað hjá körlum á miðjum aldri. Á sama tíma hefur andlátum vegna óhappaeitrunar fjölgað verulega. Andlát vegna ofneyslu ópíóíð-tengdra lyfja og vímuefna er helsti orsakavaldurinn. Þetta er að gerast þrátt fyrir forvarnaraðgerðir. Ingibjörg Isaksen alþingismaður hefur nú lagt fram þingsályktunartillögu um rannsókn á orsakaferli í aðdraganda sjálfsvíga og dauðsfalla vegna óhappaeitrana. Tillagan er studd af stórum meirihluta þingmanna. Tillaga Ingibjargar hefur tekið þeim breytingum frá fyrstu kynningu s.l. vor, að hún felur nú í sér stuðning við rannsókn sem nú þegar hefur verið gangsett. Rannsóknin er á vegum Lífsbrúar, miðstöðvar sjálfsvígsforvarna hjá Embætti landlæknis, í samvinnu við Miðstöð heilbrigðisvísinda hjá Háskóla Íslands og Heilbrigðissviðs Háskólans á Akureyri. Heilbrigðisupplýsingum hefur verið safnað frá Landspítala, háskólasjúkrahúsi, Sjúkrahúsinu á Akureyri, SÁÁ Vogi, öllum heilsugæsluumdæmum og úr Lyfjagagnagrunni, en úrvinnsla bíður fjármagns. Söfnun upplýsinga um mögulega félagslega áhættuþætti sjálfsvíga er framundan. Þær upplýsingar er flóknara að ná í, en eru mjög mikilvægar, ekki síst þar sem vitað er að marga meðvirkandi þætti er að finna á því sviði. Hér er átt við t.d. upplýsingar um áföll, félagslegar aðstæður í æsku og á fullorðinsárum, skólagöngu, brottfall úr námi, atvinnuleysi, jaðarsetning í samfélaginu, afbrotasögu og vímuefnavanda. Rannsóknarniðurstöður geta stuðlað að markvissari forvörnum, snemmtækri íhlutun til að draga úr líkum á vanlíðan sem gæti leitt inn í sjálfsvígsferli. Hér má nefna aðgerðir eins og inngrip inn í skólasamfélagið til að stemma stigu við vanlíðan unglinga, sértæka nálgun til að ná til karla á miðjum aldri til að draga úr mögulegri áhættu í þeirra hópum. Sami vandi er varðandi konur. Þeirra sjálfsvígstíðni er almennt lág, sú lægsta á Norðurlöndum, en meðal kvenna er hópurinn 45 til 65 ára í hæstu tíðnina. Ef t.d. fyrri tengsl við fíknmeðferð bætast við má ná að fókusera aðgerðir enn frekar, hjá körlum og konum, ungum sem öldruðum. Niðurstöður fengnar úr rannsókninni munu nýtast til að greina mynstur áhættuhópa í notkun á heilbrigðisþjónustu. Það getur hjálpað heilbrigðisstarfsfólki að ná til einstaklinga í hættu og stíga inn með aðstoð. Það sama má segja um skólasamfélagið. Með fræðslu og þjálfun má aðstoða kennara við að átta sig á vanlíðan nemenda þannig að hægt sé að bregðast við með snemmtækri íhlutun og vísa í viðeigandi úrræði. Þetta á sömuleiðis við um önnur svið samfélagsins eins og vinnustaði, íþróttahreyfinguna, kirkjusamfélagið og aðra þá staði þar sem fólk kemur saman í sameiginlegum áhugamálum. Greining á félagslegum áhættuþáttum gefur möguleika á að styrkja þá einstaklinga þannig að þeir læri á úrræði og öðlist þrautseigju til að glíma við erfiðleika sem geti leitt til sjálfsvígshættu. Þannig er einnig hægt að ná til aðstandenda, fjölskyldu, vina og vinnufélaga og veita þeim upplýsingar um hvernig best er að nálgast, styðja og gefa ráð þeim einstaklingum sem eru í vanda. Svokallaðir lykilaðilar þurfa líka fræðslu og þjálfun. Þetta er breiður hópur fagstétta utan heilbrigðisþjónustu, eins og t.d. prestar og djáknar, lögreglan og sjúkraflutningamenn. Þetta kallar á meiri stuðning við lágþröskuldaþjónustu eins og til dæmis Bergið Headspace, Pieta og Sorgarmiðstöðina. Þá komum við að þeim sem látast vegna óhappaeitrunar. Með hugtakinu óhappaeitrun er átt við þá sem deyja óvænt, þar sem sjálfsvíg er ekki orsökin. Þessi vímuefni koma oftast inn í landið eftir smyglleiðum, oft blönduð öðrum efnum sem gera þau enn hættulegri. Það eru ekki einungis fíklar sem nota þessi efni, heldur líka aðrir sem nota þau til að komast í partístuð, án þess að vita nokkuð um styrkleika eða innihald þess sem það lætur í sig, oft með hörmulegum afleiðingum. Það sama á við um þennan hóp og þá sem eru í áhættuhópum fyrir sjálfsvíg. Við þurfum að geta greint áhættuhópa og náð til þeirra áður en þeir fara inn á hættustig. Skaðaminnkunarleiðir fyrir fíkla eru lífsnauðsynlegar, almenn fræðsla fyrir yngri hópa og greiður aðgangur að lífsbjargandi lyfjum vegna ofneyslu opioida. Rannsóknin sem lýst er að ofan er eitt af tækjunum sem getur hjálpað okkur til að gera forvarnir markvissari. Stuðningur Alþingis og ríkisstjórnar er því mjög mikilvægur. Ekki seinna en núna. Höfundur er geðlæknir og ráðgjafi Embættis landlæknis í sjálfsvígsforvörnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Skoðun Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Tíðni sjálfsvíga á Íslandi hefur lítið breyst til lækkunar frá aldamótum, jafnvel hækkað hjá körlum á miðjum aldri. Á sama tíma hefur andlátum vegna óhappaeitrunar fjölgað verulega. Andlát vegna ofneyslu ópíóíð-tengdra lyfja og vímuefna er helsti orsakavaldurinn. Þetta er að gerast þrátt fyrir forvarnaraðgerðir. Ingibjörg Isaksen alþingismaður hefur nú lagt fram þingsályktunartillögu um rannsókn á orsakaferli í aðdraganda sjálfsvíga og dauðsfalla vegna óhappaeitrana. Tillagan er studd af stórum meirihluta þingmanna. Tillaga Ingibjargar hefur tekið þeim breytingum frá fyrstu kynningu s.l. vor, að hún felur nú í sér stuðning við rannsókn sem nú þegar hefur verið gangsett. Rannsóknin er á vegum Lífsbrúar, miðstöðvar sjálfsvígsforvarna hjá Embætti landlæknis, í samvinnu við Miðstöð heilbrigðisvísinda hjá Háskóla Íslands og Heilbrigðissviðs Háskólans á Akureyri. Heilbrigðisupplýsingum hefur verið safnað frá Landspítala, háskólasjúkrahúsi, Sjúkrahúsinu á Akureyri, SÁÁ Vogi, öllum heilsugæsluumdæmum og úr Lyfjagagnagrunni, en úrvinnsla bíður fjármagns. Söfnun upplýsinga um mögulega félagslega áhættuþætti sjálfsvíga er framundan. Þær upplýsingar er flóknara að ná í, en eru mjög mikilvægar, ekki síst þar sem vitað er að marga meðvirkandi þætti er að finna á því sviði. Hér er átt við t.d. upplýsingar um áföll, félagslegar aðstæður í æsku og á fullorðinsárum, skólagöngu, brottfall úr námi, atvinnuleysi, jaðarsetning í samfélaginu, afbrotasögu og vímuefnavanda. Rannsóknarniðurstöður geta stuðlað að markvissari forvörnum, snemmtækri íhlutun til að draga úr líkum á vanlíðan sem gæti leitt inn í sjálfsvígsferli. Hér má nefna aðgerðir eins og inngrip inn í skólasamfélagið til að stemma stigu við vanlíðan unglinga, sértæka nálgun til að ná til karla á miðjum aldri til að draga úr mögulegri áhættu í þeirra hópum. Sami vandi er varðandi konur. Þeirra sjálfsvígstíðni er almennt lág, sú lægsta á Norðurlöndum, en meðal kvenna er hópurinn 45 til 65 ára í hæstu tíðnina. Ef t.d. fyrri tengsl við fíknmeðferð bætast við má ná að fókusera aðgerðir enn frekar, hjá körlum og konum, ungum sem öldruðum. Niðurstöður fengnar úr rannsókninni munu nýtast til að greina mynstur áhættuhópa í notkun á heilbrigðisþjónustu. Það getur hjálpað heilbrigðisstarfsfólki að ná til einstaklinga í hættu og stíga inn með aðstoð. Það sama má segja um skólasamfélagið. Með fræðslu og þjálfun má aðstoða kennara við að átta sig á vanlíðan nemenda þannig að hægt sé að bregðast við með snemmtækri íhlutun og vísa í viðeigandi úrræði. Þetta á sömuleiðis við um önnur svið samfélagsins eins og vinnustaði, íþróttahreyfinguna, kirkjusamfélagið og aðra þá staði þar sem fólk kemur saman í sameiginlegum áhugamálum. Greining á félagslegum áhættuþáttum gefur möguleika á að styrkja þá einstaklinga þannig að þeir læri á úrræði og öðlist þrautseigju til að glíma við erfiðleika sem geti leitt til sjálfsvígshættu. Þannig er einnig hægt að ná til aðstandenda, fjölskyldu, vina og vinnufélaga og veita þeim upplýsingar um hvernig best er að nálgast, styðja og gefa ráð þeim einstaklingum sem eru í vanda. Svokallaðir lykilaðilar þurfa líka fræðslu og þjálfun. Þetta er breiður hópur fagstétta utan heilbrigðisþjónustu, eins og t.d. prestar og djáknar, lögreglan og sjúkraflutningamenn. Þetta kallar á meiri stuðning við lágþröskuldaþjónustu eins og til dæmis Bergið Headspace, Pieta og Sorgarmiðstöðina. Þá komum við að þeim sem látast vegna óhappaeitrunar. Með hugtakinu óhappaeitrun er átt við þá sem deyja óvænt, þar sem sjálfsvíg er ekki orsökin. Þessi vímuefni koma oftast inn í landið eftir smyglleiðum, oft blönduð öðrum efnum sem gera þau enn hættulegri. Það eru ekki einungis fíklar sem nota þessi efni, heldur líka aðrir sem nota þau til að komast í partístuð, án þess að vita nokkuð um styrkleika eða innihald þess sem það lætur í sig, oft með hörmulegum afleiðingum. Það sama á við um þennan hóp og þá sem eru í áhættuhópum fyrir sjálfsvíg. Við þurfum að geta greint áhættuhópa og náð til þeirra áður en þeir fara inn á hættustig. Skaðaminnkunarleiðir fyrir fíkla eru lífsnauðsynlegar, almenn fræðsla fyrir yngri hópa og greiður aðgangur að lífsbjargandi lyfjum vegna ofneyslu opioida. Rannsóknin sem lýst er að ofan er eitt af tækjunum sem getur hjálpað okkur til að gera forvarnir markvissari. Stuðningur Alþingis og ríkisstjórnar er því mjög mikilvægur. Ekki seinna en núna. Höfundur er geðlæknir og ráðgjafi Embættis landlæknis í sjálfsvígsforvörnum.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun