Sálfræðimeðferð - Mannréttindi eða munaður? Pétur Maack Þorsteinsson skrifar 10. október 2024 12:02 Íslendingar eru á marga mælikvarða í fremstu röð þjóða heims. Þar eru staðtölur um heilbrigði og heilbrigðiskerfið engin undantekning. Lífslíkur Íslendinga eru með því sem hæst gerist í veröldinni, ungbarnadauði er nær óþekktur og jöfnuður í aðgengi að heilbrigðisþjónustu er með því besta sem gerist. Íslendingar eiga þess kost að leita lækninga hjá sérgreinalæknum og fá hjá þeim þjónustu sem er niðurgreidd af Sjúkratryggingum Íslands – okkur sjálfum. Að sama skapi geta Íslendingar nú leitað til sjúkraþjálfara og fengið þjónustu í allt að sex meðferðarskipti án tilvísunar, en til að halda meðferðinni áfram þarf að leita til heilsugæslulæknis og fá tilvísun. Þessir hópar, ásamt fleiri heilbrigðisstéttum halda upp öflugri heilbrigðisstarfsemi sem eins og áður segir er greidd af Sjúkratryggingum Íslands, ýmist að hluta eða að fullu. Þannig höfum við sameiginlega tekið ábyrgð á því að öll höfum við aðgang að öflugri heilbrigðisþjónustu. Biðlistar sem aðgangshindrun Á þessu er þó mikilvæg undantekning en það er aðgangur að þjónustu sálfræðinga og sálfræðimeðferð. Lengst af þessari öld voru sálfræðingar í starfi hjá ríkinu nær eingöngu starfandi á geðdeildum LSH og SAK þar sem aðeins þau allra veikustu hafa átt kost á meðferð. Þar hafa biðlistar eftir sálfræðimeðferð jafnan verið langir og undirritaður þekkir dæmi um að fólk hafi setið árum saman á slíkum biðlistum. Frá 2016 hefur sálfræðingum í heilsugæslu fjölgað, en enn þá vantar mikið upp á að sálfræðingar heilsugæslunnar nái að anna eftirspurn eftir sálfræðimeðferð innan heilsugæslunnar. Nær alls staðar þar sem sálfræðimeðferð er í boði í opinbera heilbrigðiskerfinu er bið eftir þjónustu, bara mismikil. Fjárhagur sem aðgangshindrun Við þessar kringumstæður leitar mjög stór hluti þeirra sem þurfa sálfræðimeðferð til sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Þá ber svo við að öfugt við sérgreinalækna og sjúkraþjálfara sem nefndir eru hér að framan er aðeins lítill hluti sálfræðinga með samning við Sjúkratryggingar Íslands um greiðsluþátttöku vegna meðferðar. Þar kemur til að samkvæmt þeim samningi sem stendur sálfræðingum til boða er aðeins greitt fyrir meðferð fáeinna geðraskana auk þess sem hann er nánast óaðgengilegur vegna lágra greiðslna. Þannig greiðir samningurinn til dæmis ekki fyrir sálfræðimeðferð við ýmsum algengum vanda eins og svefnröskunum og ekki er hægt að fá meðferð við þráhyggju- og árátturöskun samkvæmt samningnum svo að tvö dæmi séu tekin. Vegna þessara galla eru aðeins um 30 sálfræðingar aðilar að samningnum en það eru innan við 5% þeirra sálfræðinga sem starfa við að veita sálfræðimeðferð á Íslandi. Sé aðeins horft til þeirra sálfræðinga sem starfa sjálfstætt er samt sem áður aðeins innan við 10% hópsins aðilar að rammasamningi Sjúkratrygginga um sálfræðiþjónustu. Sjálfsögð heilbrigðisþjónusta annarra sjálfstætt starfandi sálfræðinga er ekki niðurgreidd. Það kostar mest að gera ekkert Það er ljóst, alveg sama hvernig á það er litið, að aðgengi að sálfræðimeðferð á Íslandi er ekki fyrir öll sem þurfa. Hver einasta stofnun ríkis og sveitarfélaga þar sem sálfræðingar starfa við greiningar og meðferð er stórkostlega undirmönnuð. Ástandinu hefur stundum verið lýst þannig að hver starfstöð sé aðeins einu fæðingarorlofi frá neyðarástandi. Þegar kemur að sálfræðimeðferð á stofu er það ekki undirmönnun sem hindrar aðgengi heldur fjárhagur þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. Heilbrigðisþjónusta er dýr. Um það er ekki deilt. Það er heldur ekki umdeilt að góð heilbrigðisþjónusta sem veitt er af þjálfuðu fagfólki á viðeigandi stað á réttum tíma er arðbær samfélagsleg fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka. Betra aðgengi að gagnreyndri sálfræðimeðferð dregur mjög úr neikvæðum afleiðingum geðraskana og bætir lífsgæði þeirra sem fá meðferðina og aðstandenda þeirra. Sálfræðimeðferð á ekki að vera munaður Alþjóðageðheilbrigðisdagurinn er í ár helgaður geðheilbrigði á vinnustöðum. Með vaxandi áherslu á mannauðsmál hafa margir vinnustaðir áttað sig á því að geðheilsa verður ekki skilin frá öðrum þáttum heilsu. Á framsæknustu vinnustöðum í þessum efnum er hugað vel að geðheilbrigði starfsfólks og vinnustaðurinn fjárfestir í heilsu síns fólks. Þannig verður val á vinnustað einn af þeim þáttum sem stýra aðgengi fólks að sálfræðimeðferð og annarri geðheilbrigðisþjónustu. Þau skref sem framsæknustu fyrirtæki landsins hafa stigið í þessum efnum eru frábær og virðingarverð. Geðheilbrigði og aðstæður sem gera fólki mögulegt að sinna eigin geðheilsu eru hins vegar sjálfsögð mannréttindi en ekki munaður sem ræðst af efnahag eða hvar maður vinnur. Því vel ég að nota daginn í dag til að minna á hve mikið vantar upp á að þeir Íslendingar sem þurfa á sálfræðimeðferð að halda fái notið hennar. Við, sem þjóð, þurfum að gera miklu betur. Höfundur er formaður Sálfræðingafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Íslendingar eru á marga mælikvarða í fremstu röð þjóða heims. Þar eru staðtölur um heilbrigði og heilbrigðiskerfið engin undantekning. Lífslíkur Íslendinga eru með því sem hæst gerist í veröldinni, ungbarnadauði er nær óþekktur og jöfnuður í aðgengi að heilbrigðisþjónustu er með því besta sem gerist. Íslendingar eiga þess kost að leita lækninga hjá sérgreinalæknum og fá hjá þeim þjónustu sem er niðurgreidd af Sjúkratryggingum Íslands – okkur sjálfum. Að sama skapi geta Íslendingar nú leitað til sjúkraþjálfara og fengið þjónustu í allt að sex meðferðarskipti án tilvísunar, en til að halda meðferðinni áfram þarf að leita til heilsugæslulæknis og fá tilvísun. Þessir hópar, ásamt fleiri heilbrigðisstéttum halda upp öflugri heilbrigðisstarfsemi sem eins og áður segir er greidd af Sjúkratryggingum Íslands, ýmist að hluta eða að fullu. Þannig höfum við sameiginlega tekið ábyrgð á því að öll höfum við aðgang að öflugri heilbrigðisþjónustu. Biðlistar sem aðgangshindrun Á þessu er þó mikilvæg undantekning en það er aðgangur að þjónustu sálfræðinga og sálfræðimeðferð. Lengst af þessari öld voru sálfræðingar í starfi hjá ríkinu nær eingöngu starfandi á geðdeildum LSH og SAK þar sem aðeins þau allra veikustu hafa átt kost á meðferð. Þar hafa biðlistar eftir sálfræðimeðferð jafnan verið langir og undirritaður þekkir dæmi um að fólk hafi setið árum saman á slíkum biðlistum. Frá 2016 hefur sálfræðingum í heilsugæslu fjölgað, en enn þá vantar mikið upp á að sálfræðingar heilsugæslunnar nái að anna eftirspurn eftir sálfræðimeðferð innan heilsugæslunnar. Nær alls staðar þar sem sálfræðimeðferð er í boði í opinbera heilbrigðiskerfinu er bið eftir þjónustu, bara mismikil. Fjárhagur sem aðgangshindrun Við þessar kringumstæður leitar mjög stór hluti þeirra sem þurfa sálfræðimeðferð til sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Þá ber svo við að öfugt við sérgreinalækna og sjúkraþjálfara sem nefndir eru hér að framan er aðeins lítill hluti sálfræðinga með samning við Sjúkratryggingar Íslands um greiðsluþátttöku vegna meðferðar. Þar kemur til að samkvæmt þeim samningi sem stendur sálfræðingum til boða er aðeins greitt fyrir meðferð fáeinna geðraskana auk þess sem hann er nánast óaðgengilegur vegna lágra greiðslna. Þannig greiðir samningurinn til dæmis ekki fyrir sálfræðimeðferð við ýmsum algengum vanda eins og svefnröskunum og ekki er hægt að fá meðferð við þráhyggju- og árátturöskun samkvæmt samningnum svo að tvö dæmi séu tekin. Vegna þessara galla eru aðeins um 30 sálfræðingar aðilar að samningnum en það eru innan við 5% þeirra sálfræðinga sem starfa við að veita sálfræðimeðferð á Íslandi. Sé aðeins horft til þeirra sálfræðinga sem starfa sjálfstætt er samt sem áður aðeins innan við 10% hópsins aðilar að rammasamningi Sjúkratrygginga um sálfræðiþjónustu. Sjálfsögð heilbrigðisþjónusta annarra sjálfstætt starfandi sálfræðinga er ekki niðurgreidd. Það kostar mest að gera ekkert Það er ljóst, alveg sama hvernig á það er litið, að aðgengi að sálfræðimeðferð á Íslandi er ekki fyrir öll sem þurfa. Hver einasta stofnun ríkis og sveitarfélaga þar sem sálfræðingar starfa við greiningar og meðferð er stórkostlega undirmönnuð. Ástandinu hefur stundum verið lýst þannig að hver starfstöð sé aðeins einu fæðingarorlofi frá neyðarástandi. Þegar kemur að sálfræðimeðferð á stofu er það ekki undirmönnun sem hindrar aðgengi heldur fjárhagur þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda. Heilbrigðisþjónusta er dýr. Um það er ekki deilt. Það er heldur ekki umdeilt að góð heilbrigðisþjónusta sem veitt er af þjálfuðu fagfólki á viðeigandi stað á réttum tíma er arðbær samfélagsleg fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka. Betra aðgengi að gagnreyndri sálfræðimeðferð dregur mjög úr neikvæðum afleiðingum geðraskana og bætir lífsgæði þeirra sem fá meðferðina og aðstandenda þeirra. Sálfræðimeðferð á ekki að vera munaður Alþjóðageðheilbrigðisdagurinn er í ár helgaður geðheilbrigði á vinnustöðum. Með vaxandi áherslu á mannauðsmál hafa margir vinnustaðir áttað sig á því að geðheilsa verður ekki skilin frá öðrum þáttum heilsu. Á framsæknustu vinnustöðum í þessum efnum er hugað vel að geðheilbrigði starfsfólks og vinnustaðurinn fjárfestir í heilsu síns fólks. Þannig verður val á vinnustað einn af þeim þáttum sem stýra aðgengi fólks að sálfræðimeðferð og annarri geðheilbrigðisþjónustu. Þau skref sem framsæknustu fyrirtæki landsins hafa stigið í þessum efnum eru frábær og virðingarverð. Geðheilbrigði og aðstæður sem gera fólki mögulegt að sinna eigin geðheilsu eru hins vegar sjálfsögð mannréttindi en ekki munaður sem ræðst af efnahag eða hvar maður vinnur. Því vel ég að nota daginn í dag til að minna á hve mikið vantar upp á að þeir Íslendingar sem þurfa á sálfræðimeðferð að halda fái notið hennar. Við, sem þjóð, þurfum að gera miklu betur. Höfundur er formaður Sálfræðingafélags Íslands.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar