Hvernig líður þér í vinnunni? Helena Katrín Hjaltadóttir og Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifa 9. október 2024 13:33 Hvernig er líðan mín í vinnu er spurning sem við ættum öll að staldra við reglulega. Staðreyndin er nefnilega sú að flest fólk á vinnumarkaði ver stórum hluta vökutímans á vinnustaðnum og því er afar mikilvægt að þar líði okkur vel. Vinnuaðstaða, uppsetning í vinnurými og aðbúnaður spilar stórt hlutverk en lykilatriði í vellíðan á vinnustað er sálfélagslegt öryggi. Í sálfélagslegu öryggi felst m.a. að starfsfólk treystir sér til að koma fram með hugmyndir, spurningar, vangaveltur og ekki síst, að gera mistök og taka ábyrgð á þeim. Það treystir sér til að ræða ágreining innan vinnustaðar án þess að óttast neikvæðar afleiðingar. Í því felst einnig að starfsfólk upplifir að það geti bent á þegar öryggisatriðum er ábótavant, sagt frá óæskilegri hegðun og eigin líðan og upplifun. Það má færa rök fyrir því að sálfélagslegt öryggi sé þannig forsenda þess að vellíðan og góð félagsleg heilsa sé ríkjandi á vinnustað. Stjórnendur gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að efla heilsu, vellíðan og sálfélagslegt öryggi á vinnustað. Vert er að varpa ljósi á nokkur atriði sem stjórnendur geta nýtt sér til að skapa slíkt vinnuumhverfi. Eitt mikilvægasta framlag góðrar stjórnunar er að skilgreina skýr hlutverk og væntingar. Þegar starfsfólk skilur ábyrgð sína og veit til hvers er ætlast af þeim, skapast öryggi sem dregur úr kvíða og streitu. Að öll viti hvar eigin ábyrgð og umboð liggur, en ekki síður að samstarfsfólk sé upplýst, eykur líkur á virðingarríkum samskiptum, sanngjarnri verkaskiptingu og eykur líkur á að réttar boðleiðir séu nýttar. Opin virðingarrík samskipti stuðla að trausti og sálrænu öryggi. Stjórnendur sem hvetja til gagnsæis, gefa starfsfólki rými til að tjá áhyggjur, athugasemdir og spyrja spurninga, uppskera vinnustað þar sem öll hafa þá tilfinningu að rödd þeirra og skoðanir hafi vægi. Með samfélagsmótun og viðhorfum í uppvexti getur það gerst að fólk tileinki sér mistakaótta. Það felur í sér að fólk veigrar sér við því að framkvæma hluti, af ótta við að gera mistök eða af ótta við viðbrögð annarra. Þegar mistakaótti tekur völdin glatast margvíslegar hugmyndir og aðgerðir. Stjórnandi sem sýnir starfsfólki sínu traust og virðingu með því að skapa umhverfi og rými til að standa með mistökum sínum, fá tækifæri til að læra af þeim og endurtaka, er líklegri til að ávinna sér gagnkvæmt traust og virðingu sem eykur líkur á aukinni framleiðni og árangri í starfshópi. Regluleg, uppbyggileg endurgjöf gerir starfsfólki kleift að efla hæfni sína og stuðlar að persónulegum og faglegum vexti. Slíkt eykur fagmennsku og sjálfstraust starfsfólks og skapar vinnumenningu þar sem lærdómi er fagnað. Auk ofantaldra þátta má ekki gleyma mikilvægi þess að stuðla að jafnvægi milli vinnu og einkalífs sem er nauðsynlegt fyrir vellíðan starfsfólks. Þegar starfsfólk getur komið jafnvægi á persónulegt og faglegt líf, upplifir það minni streitu og betri heildræna heilsu. Stjórnendur sem ganga fram með góðu fordæmi hvað þetta varðar, stuðla ekki aðeins að góðri eigin heilsu heldur einnig starfsfólks. Með því að hafa þessa þætti að leiðarljósi stuðla góðir stjórnendur að heilbrigðum og sálfélagslega öruggum vinnustað þar sem öll geta vaxið og dafnað. Höfundar eru sérfræðingar í vinnuvernd og sinna stjórnendaþjálfun og handleiðslu hjá Auðnast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnustaðurinn Stjórnun Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig er líðan mín í vinnu er spurning sem við ættum öll að staldra við reglulega. Staðreyndin er nefnilega sú að flest fólk á vinnumarkaði ver stórum hluta vökutímans á vinnustaðnum og því er afar mikilvægt að þar líði okkur vel. Vinnuaðstaða, uppsetning í vinnurými og aðbúnaður spilar stórt hlutverk en lykilatriði í vellíðan á vinnustað er sálfélagslegt öryggi. Í sálfélagslegu öryggi felst m.a. að starfsfólk treystir sér til að koma fram með hugmyndir, spurningar, vangaveltur og ekki síst, að gera mistök og taka ábyrgð á þeim. Það treystir sér til að ræða ágreining innan vinnustaðar án þess að óttast neikvæðar afleiðingar. Í því felst einnig að starfsfólk upplifir að það geti bent á þegar öryggisatriðum er ábótavant, sagt frá óæskilegri hegðun og eigin líðan og upplifun. Það má færa rök fyrir því að sálfélagslegt öryggi sé þannig forsenda þess að vellíðan og góð félagsleg heilsa sé ríkjandi á vinnustað. Stjórnendur gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að því að efla heilsu, vellíðan og sálfélagslegt öryggi á vinnustað. Vert er að varpa ljósi á nokkur atriði sem stjórnendur geta nýtt sér til að skapa slíkt vinnuumhverfi. Eitt mikilvægasta framlag góðrar stjórnunar er að skilgreina skýr hlutverk og væntingar. Þegar starfsfólk skilur ábyrgð sína og veit til hvers er ætlast af þeim, skapast öryggi sem dregur úr kvíða og streitu. Að öll viti hvar eigin ábyrgð og umboð liggur, en ekki síður að samstarfsfólk sé upplýst, eykur líkur á virðingarríkum samskiptum, sanngjarnri verkaskiptingu og eykur líkur á að réttar boðleiðir séu nýttar. Opin virðingarrík samskipti stuðla að trausti og sálrænu öryggi. Stjórnendur sem hvetja til gagnsæis, gefa starfsfólki rými til að tjá áhyggjur, athugasemdir og spyrja spurninga, uppskera vinnustað þar sem öll hafa þá tilfinningu að rödd þeirra og skoðanir hafi vægi. Með samfélagsmótun og viðhorfum í uppvexti getur það gerst að fólk tileinki sér mistakaótta. Það felur í sér að fólk veigrar sér við því að framkvæma hluti, af ótta við að gera mistök eða af ótta við viðbrögð annarra. Þegar mistakaótti tekur völdin glatast margvíslegar hugmyndir og aðgerðir. Stjórnandi sem sýnir starfsfólki sínu traust og virðingu með því að skapa umhverfi og rými til að standa með mistökum sínum, fá tækifæri til að læra af þeim og endurtaka, er líklegri til að ávinna sér gagnkvæmt traust og virðingu sem eykur líkur á aukinni framleiðni og árangri í starfshópi. Regluleg, uppbyggileg endurgjöf gerir starfsfólki kleift að efla hæfni sína og stuðlar að persónulegum og faglegum vexti. Slíkt eykur fagmennsku og sjálfstraust starfsfólks og skapar vinnumenningu þar sem lærdómi er fagnað. Auk ofantaldra þátta má ekki gleyma mikilvægi þess að stuðla að jafnvægi milli vinnu og einkalífs sem er nauðsynlegt fyrir vellíðan starfsfólks. Þegar starfsfólk getur komið jafnvægi á persónulegt og faglegt líf, upplifir það minni streitu og betri heildræna heilsu. Stjórnendur sem ganga fram með góðu fordæmi hvað þetta varðar, stuðla ekki aðeins að góðri eigin heilsu heldur einnig starfsfólks. Með því að hafa þessa þætti að leiðarljósi stuðla góðir stjórnendur að heilbrigðum og sálfélagslega öruggum vinnustað þar sem öll geta vaxið og dafnað. Höfundar eru sérfræðingar í vinnuvernd og sinna stjórnendaþjálfun og handleiðslu hjá Auðnast.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar