Er meðvirkni kostur? Davíð Þór Sigurðsson skrifar 9. október 2024 10:31 Eru kennarar við grunnskóla meðvirkir sem stétt? Þessu hef ég oft velt fyrir mér frá því ég byrjaði fyrst að kenna. Það liggur nefnilega fyrir að í hvert sinn sem kjarasamningar eru gerðir selja grunnskólakennarar frá sér réttindi eða kjarabætur. Hvað er það sem veldur? Hvað veldur því að við gerum hvað eftir annað samninga í góðri trú með loforðum sem ekki eru efnd? Við höfum ekki yfirvinnuheimild, bindingu á vinnutíma eða kennsluafslátt til að gefa lengur eftir í samningaviðræðum. Kannski dettur okkur í hug að auka kennsluskylduna? Mögulega bara gera það verkefni kennara að sækja nemendur í upphafi dags og skutla þeim heim úr skóla í lok dags? Hver veit? Þá heldur kannski meðalaldur kennarastéttarinnar áfram að lækka og hlutfall kennara með leyfisbréf að hækka. Nei bíddu, það var öfugt. En þá hlýtur hugsjónafólkinu okkar að renna blóð til skyldunnar að bjarga málunum. Ég myndi samt ekki setja pening á það. En kannski er bara klassíska íslenska æðruleysið útgangspunkturinn, að vona að þetta reddist. Sjálfur er ég frekar til í að finna aðrar lausnir en að stóla á að meðvirkni kennara endist að eilífu. Það liggur enda fyrir að einfaldasta lausnin sé að hækka laun kennara. Ég leyfi mér að fullyrða að það er töluvert meira til af fólki sem er tilbúið að vinna andlega og líkamlega krefjandi og slítandi starf fái það vel borgað. Sem mótsvar við því er auðvitað hægt að benda á höfrungahlaupið sem hækkun launa gæti ollið. Það er verðbólga. Kannski skortir sveitarfélögin bolmagn til að koma til móts við kennara. Staðreyndin er þó sú, að kjör og vinnuaðstæður grunnskólakennara geta hvorki keppt við opinbera markaðinn né hinn frjálsa um aðföng. Annars væri skólakerfið líklegast ekki að glíma við skort á jafn mikilvægum aðföngum og menntuðum kennurum. Ef nýútskrifaðir kennarar eru líklegri til að leita annað en á starfsvettvanginn sem þeir vörðu síðustu fimm árum ævi sinnar í að undirbúa sig fyrir, þá liggur vandinn að öllum líkindum ekki í því að það séu ekki nógu margir að útskrifast. Mér finnst líklegra að hann liggi heldur í launakjörum og vinnuaðstæðum. Ég held að kennarastarfið geti ekki bara verið unnið af hugsjóninni einni. Það þarf líka að vera eftirsóknarverður kostur sem framtíðarstarf. Höfundur er kennari og þjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Grunnskólar Skóla- og menntamál Davíð Már Sigurðsson Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Sjá meira
Eru kennarar við grunnskóla meðvirkir sem stétt? Þessu hef ég oft velt fyrir mér frá því ég byrjaði fyrst að kenna. Það liggur nefnilega fyrir að í hvert sinn sem kjarasamningar eru gerðir selja grunnskólakennarar frá sér réttindi eða kjarabætur. Hvað er það sem veldur? Hvað veldur því að við gerum hvað eftir annað samninga í góðri trú með loforðum sem ekki eru efnd? Við höfum ekki yfirvinnuheimild, bindingu á vinnutíma eða kennsluafslátt til að gefa lengur eftir í samningaviðræðum. Kannski dettur okkur í hug að auka kennsluskylduna? Mögulega bara gera það verkefni kennara að sækja nemendur í upphafi dags og skutla þeim heim úr skóla í lok dags? Hver veit? Þá heldur kannski meðalaldur kennarastéttarinnar áfram að lækka og hlutfall kennara með leyfisbréf að hækka. Nei bíddu, það var öfugt. En þá hlýtur hugsjónafólkinu okkar að renna blóð til skyldunnar að bjarga málunum. Ég myndi samt ekki setja pening á það. En kannski er bara klassíska íslenska æðruleysið útgangspunkturinn, að vona að þetta reddist. Sjálfur er ég frekar til í að finna aðrar lausnir en að stóla á að meðvirkni kennara endist að eilífu. Það liggur enda fyrir að einfaldasta lausnin sé að hækka laun kennara. Ég leyfi mér að fullyrða að það er töluvert meira til af fólki sem er tilbúið að vinna andlega og líkamlega krefjandi og slítandi starf fái það vel borgað. Sem mótsvar við því er auðvitað hægt að benda á höfrungahlaupið sem hækkun launa gæti ollið. Það er verðbólga. Kannski skortir sveitarfélögin bolmagn til að koma til móts við kennara. Staðreyndin er þó sú, að kjör og vinnuaðstæður grunnskólakennara geta hvorki keppt við opinbera markaðinn né hinn frjálsa um aðföng. Annars væri skólakerfið líklegast ekki að glíma við skort á jafn mikilvægum aðföngum og menntuðum kennurum. Ef nýútskrifaðir kennarar eru líklegri til að leita annað en á starfsvettvanginn sem þeir vörðu síðustu fimm árum ævi sinnar í að undirbúa sig fyrir, þá liggur vandinn að öllum líkindum ekki í því að það séu ekki nógu margir að útskrifast. Mér finnst líklegra að hann liggi heldur í launakjörum og vinnuaðstæðum. Ég held að kennarastarfið geti ekki bara verið unnið af hugsjóninni einni. Það þarf líka að vera eftirsóknarverður kostur sem framtíðarstarf. Höfundur er kennari og þjálfari.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun