Draumur að rætast hjá bræðrunum Valur Páll Eiríksson skrifar 9. október 2024 08:03 Willum Þór og Brynjólfur eru saman í landsliðinu í fyrsta sinn og vonast til að fá landsleik saman. Vísir/Sigurjón Bræðurnir Brynjólfur og Willum Þór Willumssynir eru báðir í landsliðshópi Íslands fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni. Draumurinn er að fá að spila saman fyrir íslenska landsliðið. Brynjólfur hefur spilað tvo landsleiki, báða æfingaleiki, en er nú í fyrsta sinn í landsliðshópnum fyrir keppnisleiki. Willum hefur hins vegar verið fastamaður í hópnum undanfarin misseri. Þeir eru nú saman í hópnum fyrir keppnisleiki í fyrsta sinn. „Það er geggjað að vera kominn inn í þetta og skemmir ekki fyrir að fá stóra bróður með,“ segir Brynjólfur og Willum sammælist því. „Þetta er bara gaman. Við vorum náttúrulega aðeins saman í U21 landsliðinu. Við erum vanir því að vera í svipuðum ferðum. En það er alltaf gaman að vera með bróður sínum,“ segir Willum. Þeir hittu fjölskyldu sína í fyrrakvöld áður en þeir mættu á æfingu í gærmorgun. Willum Þór Willumsson kom til Birmingham í sumar og hefur verið að festa sig í sessi í liðinu.Getty/Malcolm Couzens „Við hittumst bara heima í gær og vorum mjög glaðir þegar við sáum hópinn að við værum báðir í honum,“ segir Willum. Tengingin alltaf til staðar Þeir bræður hafa áður spilað saman fyrir U21 landsliðið og náðu einnig nokkrum leikjum saman með Breiðabliki sumarið 2018 áður en Willum, sá eldri, hélt út í atvinnumennsku. Tengingin milli þeirra innan vallar er því góð. „Ég myndi segja að hún sé mjög fín. Við vorum aðeins saman í Blikunum og tengdum vel saman þar. Við skiljum hvorn annan mjög vel,“ segir Brynjólfur. Brynjólfur gerir það gott með Groningen eftir skipti sín til Hollands.Rico Brouwer/Soccrates/Getty Images Willum segir þessa tengingu alltaf vera til staðar þrátt fyrir að þeir leiki í dag í sitthvoru landinu. Willum samdi við Birmingham á Englandi í sumar en Brynjólfur færði sig einnig um set, til Groningen í Hollandi. „Þegar við vorum yngri var tengingin yfirleitt mjög góð og gaman þegar við vorum saman í liði á æfingum. Það er orðið svolítið langt síðan við spiluðum saman en ég hugsa að tengingin sé enn til staðar og verði það alltaf,“ segir Willum. Draumur að rætast Spennan hefur því verið mikil frá því að landsliðshópurinn var kynntur og þeir bræður hafa beðið eftir þessu tækifæri. „Þetta er búinn að vera draumur að spila saman í A-landsliðinu. Það var geggjað að sjá þetta þegar hópurinn var gefinn út,“ segir Brynjólfur og bætir við: Klippa: Draumur að rætast hjá Willumssonum „Sérstaklega þegar maður var lítill, ef maður hugsar til baka, þá var það alltaf draumur að vera saman í A-landsliðinu.“ „Við höfum oft talað um það hvað það væri gaman að vera saman í liði. Þó þetta sé ekki félagslið þá er þetta lið og við að spila saman. Það er mjög skemmtilegt,“ segir Willum. Rifist um vítin Þeir félagar voru þá spurðir hvor þeirra myndi stíga á vítapunktinn með leikinn undir á lokamínútunni. „Eftir síðasta víti sem ég tók veit ég það ekki alveg, “segir Brynjólfur hlægjandi. Hann vísar þar til frægrar spyrnu fyrir Kristiansund í Noregi í apríl síðastliðnum, þar sem allt trylltist. Hann tók boltann af vítaskyttu liðsins til að taka spyrnuna sjálfur og skaut svo í stöng. Viðbrögð brjálaðs lýsanda þess leiks má sjá í spilaranum. „Ég held að hann hafi klikkað á fleirum í gegnum tíðina,“ segir Willum léttur. „Ég myndi bakka sjálfan mig,“ bætir hann við. „Ég myndi alltaf vilja taka boltann sjálfur,“ segir Brynjólfur. „Kannski við séum jafn líklegir til að klikka,“ segir Willum við hlátur þeirra beggja. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að ofan. Efst má sjá frétt um þá bræður úr Sportpakka gærkvöldsins. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Brynjólfur hefur spilað tvo landsleiki, báða æfingaleiki, en er nú í fyrsta sinn í landsliðshópnum fyrir keppnisleiki. Willum hefur hins vegar verið fastamaður í hópnum undanfarin misseri. Þeir eru nú saman í hópnum fyrir keppnisleiki í fyrsta sinn. „Það er geggjað að vera kominn inn í þetta og skemmir ekki fyrir að fá stóra bróður með,“ segir Brynjólfur og Willum sammælist því. „Þetta er bara gaman. Við vorum náttúrulega aðeins saman í U21 landsliðinu. Við erum vanir því að vera í svipuðum ferðum. En það er alltaf gaman að vera með bróður sínum,“ segir Willum. Þeir hittu fjölskyldu sína í fyrrakvöld áður en þeir mættu á æfingu í gærmorgun. Willum Þór Willumsson kom til Birmingham í sumar og hefur verið að festa sig í sessi í liðinu.Getty/Malcolm Couzens „Við hittumst bara heima í gær og vorum mjög glaðir þegar við sáum hópinn að við værum báðir í honum,“ segir Willum. Tengingin alltaf til staðar Þeir bræður hafa áður spilað saman fyrir U21 landsliðið og náðu einnig nokkrum leikjum saman með Breiðabliki sumarið 2018 áður en Willum, sá eldri, hélt út í atvinnumennsku. Tengingin milli þeirra innan vallar er því góð. „Ég myndi segja að hún sé mjög fín. Við vorum aðeins saman í Blikunum og tengdum vel saman þar. Við skiljum hvorn annan mjög vel,“ segir Brynjólfur. Brynjólfur gerir það gott með Groningen eftir skipti sín til Hollands.Rico Brouwer/Soccrates/Getty Images Willum segir þessa tengingu alltaf vera til staðar þrátt fyrir að þeir leiki í dag í sitthvoru landinu. Willum samdi við Birmingham á Englandi í sumar en Brynjólfur færði sig einnig um set, til Groningen í Hollandi. „Þegar við vorum yngri var tengingin yfirleitt mjög góð og gaman þegar við vorum saman í liði á æfingum. Það er orðið svolítið langt síðan við spiluðum saman en ég hugsa að tengingin sé enn til staðar og verði það alltaf,“ segir Willum. Draumur að rætast Spennan hefur því verið mikil frá því að landsliðshópurinn var kynntur og þeir bræður hafa beðið eftir þessu tækifæri. „Þetta er búinn að vera draumur að spila saman í A-landsliðinu. Það var geggjað að sjá þetta þegar hópurinn var gefinn út,“ segir Brynjólfur og bætir við: Klippa: Draumur að rætast hjá Willumssonum „Sérstaklega þegar maður var lítill, ef maður hugsar til baka, þá var það alltaf draumur að vera saman í A-landsliðinu.“ „Við höfum oft talað um það hvað það væri gaman að vera saman í liði. Þó þetta sé ekki félagslið þá er þetta lið og við að spila saman. Það er mjög skemmtilegt,“ segir Willum. Rifist um vítin Þeir félagar voru þá spurðir hvor þeirra myndi stíga á vítapunktinn með leikinn undir á lokamínútunni. „Eftir síðasta víti sem ég tók veit ég það ekki alveg, “segir Brynjólfur hlægjandi. Hann vísar þar til frægrar spyrnu fyrir Kristiansund í Noregi í apríl síðastliðnum, þar sem allt trylltist. Hann tók boltann af vítaskyttu liðsins til að taka spyrnuna sjálfur og skaut svo í stöng. Viðbrögð brjálaðs lýsanda þess leiks má sjá í spilaranum. „Ég held að hann hafi klikkað á fleirum í gegnum tíðina,“ segir Willum léttur. „Ég myndi bakka sjálfan mig,“ bætir hann við. „Ég myndi alltaf vilja taka boltann sjálfur,“ segir Brynjólfur. „Kannski við séum jafn líklegir til að klikka,“ segir Willum við hlátur þeirra beggja. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að ofan. Efst má sjá frétt um þá bræður úr Sportpakka gærkvöldsins.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira