Draumur að rætast hjá bræðrunum Valur Páll Eiríksson skrifar 9. október 2024 08:03 Willum Þór og Brynjólfur eru saman í landsliðinu í fyrsta sinn og vonast til að fá landsleik saman. Vísir/Sigurjón Bræðurnir Brynjólfur og Willum Þór Willumssynir eru báðir í landsliðshópi Íslands fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni. Draumurinn er að fá að spila saman fyrir íslenska landsliðið. Brynjólfur hefur spilað tvo landsleiki, báða æfingaleiki, en er nú í fyrsta sinn í landsliðshópnum fyrir keppnisleiki. Willum hefur hins vegar verið fastamaður í hópnum undanfarin misseri. Þeir eru nú saman í hópnum fyrir keppnisleiki í fyrsta sinn. „Það er geggjað að vera kominn inn í þetta og skemmir ekki fyrir að fá stóra bróður með,“ segir Brynjólfur og Willum sammælist því. „Þetta er bara gaman. Við vorum náttúrulega aðeins saman í U21 landsliðinu. Við erum vanir því að vera í svipuðum ferðum. En það er alltaf gaman að vera með bróður sínum,“ segir Willum. Þeir hittu fjölskyldu sína í fyrrakvöld áður en þeir mættu á æfingu í gærmorgun. Willum Þór Willumsson kom til Birmingham í sumar og hefur verið að festa sig í sessi í liðinu.Getty/Malcolm Couzens „Við hittumst bara heima í gær og vorum mjög glaðir þegar við sáum hópinn að við værum báðir í honum,“ segir Willum. Tengingin alltaf til staðar Þeir bræður hafa áður spilað saman fyrir U21 landsliðið og náðu einnig nokkrum leikjum saman með Breiðabliki sumarið 2018 áður en Willum, sá eldri, hélt út í atvinnumennsku. Tengingin milli þeirra innan vallar er því góð. „Ég myndi segja að hún sé mjög fín. Við vorum aðeins saman í Blikunum og tengdum vel saman þar. Við skiljum hvorn annan mjög vel,“ segir Brynjólfur. Brynjólfur gerir það gott með Groningen eftir skipti sín til Hollands.Rico Brouwer/Soccrates/Getty Images Willum segir þessa tengingu alltaf vera til staðar þrátt fyrir að þeir leiki í dag í sitthvoru landinu. Willum samdi við Birmingham á Englandi í sumar en Brynjólfur færði sig einnig um set, til Groningen í Hollandi. „Þegar við vorum yngri var tengingin yfirleitt mjög góð og gaman þegar við vorum saman í liði á æfingum. Það er orðið svolítið langt síðan við spiluðum saman en ég hugsa að tengingin sé enn til staðar og verði það alltaf,“ segir Willum. Draumur að rætast Spennan hefur því verið mikil frá því að landsliðshópurinn var kynntur og þeir bræður hafa beðið eftir þessu tækifæri. „Þetta er búinn að vera draumur að spila saman í A-landsliðinu. Það var geggjað að sjá þetta þegar hópurinn var gefinn út,“ segir Brynjólfur og bætir við: Klippa: Draumur að rætast hjá Willumssonum „Sérstaklega þegar maður var lítill, ef maður hugsar til baka, þá var það alltaf draumur að vera saman í A-landsliðinu.“ „Við höfum oft talað um það hvað það væri gaman að vera saman í liði. Þó þetta sé ekki félagslið þá er þetta lið og við að spila saman. Það er mjög skemmtilegt,“ segir Willum. Rifist um vítin Þeir félagar voru þá spurðir hvor þeirra myndi stíga á vítapunktinn með leikinn undir á lokamínútunni. „Eftir síðasta víti sem ég tók veit ég það ekki alveg, “segir Brynjólfur hlægjandi. Hann vísar þar til frægrar spyrnu fyrir Kristiansund í Noregi í apríl síðastliðnum, þar sem allt trylltist. Hann tók boltann af vítaskyttu liðsins til að taka spyrnuna sjálfur og skaut svo í stöng. Viðbrögð brjálaðs lýsanda þess leiks má sjá í spilaranum. „Ég held að hann hafi klikkað á fleirum í gegnum tíðina,“ segir Willum léttur. „Ég myndi bakka sjálfan mig,“ bætir hann við. „Ég myndi alltaf vilja taka boltann sjálfur,“ segir Brynjólfur. „Kannski við séum jafn líklegir til að klikka,“ segir Willum við hlátur þeirra beggja. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að ofan. Efst má sjá frétt um þá bræður úr Sportpakka gærkvöldsins. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Sjá meira
Brynjólfur hefur spilað tvo landsleiki, báða æfingaleiki, en er nú í fyrsta sinn í landsliðshópnum fyrir keppnisleiki. Willum hefur hins vegar verið fastamaður í hópnum undanfarin misseri. Þeir eru nú saman í hópnum fyrir keppnisleiki í fyrsta sinn. „Það er geggjað að vera kominn inn í þetta og skemmir ekki fyrir að fá stóra bróður með,“ segir Brynjólfur og Willum sammælist því. „Þetta er bara gaman. Við vorum náttúrulega aðeins saman í U21 landsliðinu. Við erum vanir því að vera í svipuðum ferðum. En það er alltaf gaman að vera með bróður sínum,“ segir Willum. Þeir hittu fjölskyldu sína í fyrrakvöld áður en þeir mættu á æfingu í gærmorgun. Willum Þór Willumsson kom til Birmingham í sumar og hefur verið að festa sig í sessi í liðinu.Getty/Malcolm Couzens „Við hittumst bara heima í gær og vorum mjög glaðir þegar við sáum hópinn að við værum báðir í honum,“ segir Willum. Tengingin alltaf til staðar Þeir bræður hafa áður spilað saman fyrir U21 landsliðið og náðu einnig nokkrum leikjum saman með Breiðabliki sumarið 2018 áður en Willum, sá eldri, hélt út í atvinnumennsku. Tengingin milli þeirra innan vallar er því góð. „Ég myndi segja að hún sé mjög fín. Við vorum aðeins saman í Blikunum og tengdum vel saman þar. Við skiljum hvorn annan mjög vel,“ segir Brynjólfur. Brynjólfur gerir það gott með Groningen eftir skipti sín til Hollands.Rico Brouwer/Soccrates/Getty Images Willum segir þessa tengingu alltaf vera til staðar þrátt fyrir að þeir leiki í dag í sitthvoru landinu. Willum samdi við Birmingham á Englandi í sumar en Brynjólfur færði sig einnig um set, til Groningen í Hollandi. „Þegar við vorum yngri var tengingin yfirleitt mjög góð og gaman þegar við vorum saman í liði á æfingum. Það er orðið svolítið langt síðan við spiluðum saman en ég hugsa að tengingin sé enn til staðar og verði það alltaf,“ segir Willum. Draumur að rætast Spennan hefur því verið mikil frá því að landsliðshópurinn var kynntur og þeir bræður hafa beðið eftir þessu tækifæri. „Þetta er búinn að vera draumur að spila saman í A-landsliðinu. Það var geggjað að sjá þetta þegar hópurinn var gefinn út,“ segir Brynjólfur og bætir við: Klippa: Draumur að rætast hjá Willumssonum „Sérstaklega þegar maður var lítill, ef maður hugsar til baka, þá var það alltaf draumur að vera saman í A-landsliðinu.“ „Við höfum oft talað um það hvað það væri gaman að vera saman í liði. Þó þetta sé ekki félagslið þá er þetta lið og við að spila saman. Það er mjög skemmtilegt,“ segir Willum. Rifist um vítin Þeir félagar voru þá spurðir hvor þeirra myndi stíga á vítapunktinn með leikinn undir á lokamínútunni. „Eftir síðasta víti sem ég tók veit ég það ekki alveg, “segir Brynjólfur hlægjandi. Hann vísar þar til frægrar spyrnu fyrir Kristiansund í Noregi í apríl síðastliðnum, þar sem allt trylltist. Hann tók boltann af vítaskyttu liðsins til að taka spyrnuna sjálfur og skaut svo í stöng. Viðbrögð brjálaðs lýsanda þess leiks má sjá í spilaranum. „Ég held að hann hafi klikkað á fleirum í gegnum tíðina,“ segir Willum léttur. „Ég myndi bakka sjálfan mig,“ bætir hann við. „Ég myndi alltaf vilja taka boltann sjálfur,“ segir Brynjólfur. „Kannski við séum jafn líklegir til að klikka,“ segir Willum við hlátur þeirra beggja. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að ofan. Efst má sjá frétt um þá bræður úr Sportpakka gærkvöldsins.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Laumað út af leikvanginum í lögreglufylgd og svo rekinn seinna um kvöldið Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Sjá meira