Draumur að rætast hjá bræðrunum Valur Páll Eiríksson skrifar 9. október 2024 08:03 Willum Þór og Brynjólfur eru saman í landsliðinu í fyrsta sinn og vonast til að fá landsleik saman. Vísir/Sigurjón Bræðurnir Brynjólfur og Willum Þór Willumssynir eru báðir í landsliðshópi Íslands fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni. Draumurinn er að fá að spila saman fyrir íslenska landsliðið. Brynjólfur hefur spilað tvo landsleiki, báða æfingaleiki, en er nú í fyrsta sinn í landsliðshópnum fyrir keppnisleiki. Willum hefur hins vegar verið fastamaður í hópnum undanfarin misseri. Þeir eru nú saman í hópnum fyrir keppnisleiki í fyrsta sinn. „Það er geggjað að vera kominn inn í þetta og skemmir ekki fyrir að fá stóra bróður með,“ segir Brynjólfur og Willum sammælist því. „Þetta er bara gaman. Við vorum náttúrulega aðeins saman í U21 landsliðinu. Við erum vanir því að vera í svipuðum ferðum. En það er alltaf gaman að vera með bróður sínum,“ segir Willum. Þeir hittu fjölskyldu sína í fyrrakvöld áður en þeir mættu á æfingu í gærmorgun. Willum Þór Willumsson kom til Birmingham í sumar og hefur verið að festa sig í sessi í liðinu.Getty/Malcolm Couzens „Við hittumst bara heima í gær og vorum mjög glaðir þegar við sáum hópinn að við værum báðir í honum,“ segir Willum. Tengingin alltaf til staðar Þeir bræður hafa áður spilað saman fyrir U21 landsliðið og náðu einnig nokkrum leikjum saman með Breiðabliki sumarið 2018 áður en Willum, sá eldri, hélt út í atvinnumennsku. Tengingin milli þeirra innan vallar er því góð. „Ég myndi segja að hún sé mjög fín. Við vorum aðeins saman í Blikunum og tengdum vel saman þar. Við skiljum hvorn annan mjög vel,“ segir Brynjólfur. Brynjólfur gerir það gott með Groningen eftir skipti sín til Hollands.Rico Brouwer/Soccrates/Getty Images Willum segir þessa tengingu alltaf vera til staðar þrátt fyrir að þeir leiki í dag í sitthvoru landinu. Willum samdi við Birmingham á Englandi í sumar en Brynjólfur færði sig einnig um set, til Groningen í Hollandi. „Þegar við vorum yngri var tengingin yfirleitt mjög góð og gaman þegar við vorum saman í liði á æfingum. Það er orðið svolítið langt síðan við spiluðum saman en ég hugsa að tengingin sé enn til staðar og verði það alltaf,“ segir Willum. Draumur að rætast Spennan hefur því verið mikil frá því að landsliðshópurinn var kynntur og þeir bræður hafa beðið eftir þessu tækifæri. „Þetta er búinn að vera draumur að spila saman í A-landsliðinu. Það var geggjað að sjá þetta þegar hópurinn var gefinn út,“ segir Brynjólfur og bætir við: Klippa: Draumur að rætast hjá Willumssonum „Sérstaklega þegar maður var lítill, ef maður hugsar til baka, þá var það alltaf draumur að vera saman í A-landsliðinu.“ „Við höfum oft talað um það hvað það væri gaman að vera saman í liði. Þó þetta sé ekki félagslið þá er þetta lið og við að spila saman. Það er mjög skemmtilegt,“ segir Willum. Rifist um vítin Þeir félagar voru þá spurðir hvor þeirra myndi stíga á vítapunktinn með leikinn undir á lokamínútunni. „Eftir síðasta víti sem ég tók veit ég það ekki alveg, “segir Brynjólfur hlægjandi. Hann vísar þar til frægrar spyrnu fyrir Kristiansund í Noregi í apríl síðastliðnum, þar sem allt trylltist. Hann tók boltann af vítaskyttu liðsins til að taka spyrnuna sjálfur og skaut svo í stöng. Viðbrögð brjálaðs lýsanda þess leiks má sjá í spilaranum. „Ég held að hann hafi klikkað á fleirum í gegnum tíðina,“ segir Willum léttur. „Ég myndi bakka sjálfan mig,“ bætir hann við. „Ég myndi alltaf vilja taka boltann sjálfur,“ segir Brynjólfur. „Kannski við séum jafn líklegir til að klikka,“ segir Willum við hlátur þeirra beggja. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að ofan. Efst má sjá frétt um þá bræður úr Sportpakka gærkvöldsins. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Brynjólfur hefur spilað tvo landsleiki, báða æfingaleiki, en er nú í fyrsta sinn í landsliðshópnum fyrir keppnisleiki. Willum hefur hins vegar verið fastamaður í hópnum undanfarin misseri. Þeir eru nú saman í hópnum fyrir keppnisleiki í fyrsta sinn. „Það er geggjað að vera kominn inn í þetta og skemmir ekki fyrir að fá stóra bróður með,“ segir Brynjólfur og Willum sammælist því. „Þetta er bara gaman. Við vorum náttúrulega aðeins saman í U21 landsliðinu. Við erum vanir því að vera í svipuðum ferðum. En það er alltaf gaman að vera með bróður sínum,“ segir Willum. Þeir hittu fjölskyldu sína í fyrrakvöld áður en þeir mættu á æfingu í gærmorgun. Willum Þór Willumsson kom til Birmingham í sumar og hefur verið að festa sig í sessi í liðinu.Getty/Malcolm Couzens „Við hittumst bara heima í gær og vorum mjög glaðir þegar við sáum hópinn að við værum báðir í honum,“ segir Willum. Tengingin alltaf til staðar Þeir bræður hafa áður spilað saman fyrir U21 landsliðið og náðu einnig nokkrum leikjum saman með Breiðabliki sumarið 2018 áður en Willum, sá eldri, hélt út í atvinnumennsku. Tengingin milli þeirra innan vallar er því góð. „Ég myndi segja að hún sé mjög fín. Við vorum aðeins saman í Blikunum og tengdum vel saman þar. Við skiljum hvorn annan mjög vel,“ segir Brynjólfur. Brynjólfur gerir það gott með Groningen eftir skipti sín til Hollands.Rico Brouwer/Soccrates/Getty Images Willum segir þessa tengingu alltaf vera til staðar þrátt fyrir að þeir leiki í dag í sitthvoru landinu. Willum samdi við Birmingham á Englandi í sumar en Brynjólfur færði sig einnig um set, til Groningen í Hollandi. „Þegar við vorum yngri var tengingin yfirleitt mjög góð og gaman þegar við vorum saman í liði á æfingum. Það er orðið svolítið langt síðan við spiluðum saman en ég hugsa að tengingin sé enn til staðar og verði það alltaf,“ segir Willum. Draumur að rætast Spennan hefur því verið mikil frá því að landsliðshópurinn var kynntur og þeir bræður hafa beðið eftir þessu tækifæri. „Þetta er búinn að vera draumur að spila saman í A-landsliðinu. Það var geggjað að sjá þetta þegar hópurinn var gefinn út,“ segir Brynjólfur og bætir við: Klippa: Draumur að rætast hjá Willumssonum „Sérstaklega þegar maður var lítill, ef maður hugsar til baka, þá var það alltaf draumur að vera saman í A-landsliðinu.“ „Við höfum oft talað um það hvað það væri gaman að vera saman í liði. Þó þetta sé ekki félagslið þá er þetta lið og við að spila saman. Það er mjög skemmtilegt,“ segir Willum. Rifist um vítin Þeir félagar voru þá spurðir hvor þeirra myndi stíga á vítapunktinn með leikinn undir á lokamínútunni. „Eftir síðasta víti sem ég tók veit ég það ekki alveg, “segir Brynjólfur hlægjandi. Hann vísar þar til frægrar spyrnu fyrir Kristiansund í Noregi í apríl síðastliðnum, þar sem allt trylltist. Hann tók boltann af vítaskyttu liðsins til að taka spyrnuna sjálfur og skaut svo í stöng. Viðbrögð brjálaðs lýsanda þess leiks má sjá í spilaranum. „Ég held að hann hafi klikkað á fleirum í gegnum tíðina,“ segir Willum léttur. „Ég myndi bakka sjálfan mig,“ bætir hann við. „Ég myndi alltaf vilja taka boltann sjálfur,“ segir Brynjólfur. „Kannski við séum jafn líklegir til að klikka,“ segir Willum við hlátur þeirra beggja. Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að ofan. Efst má sjá frétt um þá bræður úr Sportpakka gærkvöldsins.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Fleiri fréttir Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn