Stafræn þjónustubylting Reykjavíkurborgar vekur heimsathygli Alexandra Briem skrifar 8. október 2024 13:32 Við í Reykjavíkurborg höfum staðið fyrir stafrænni byltingu síðustu ár til að bæta þjónustu og minnka sóun, vesen og mengun. Eitt lykilverkefnið Betri borg fyrir börn sem snýr að því að straumlínulaga þjónustu við börn og fjölskyldur og grípa börn á þeirra forsendum með snemmtækri íhlutun hefur verið valið í lokaúrtaki vegna verðlaunananna Seoul Smart City Prize á stórri ráðstefnu um stafræna þjónustu sem fram fer í Seoul í Suður-Kóreu og hefst á morgun. Við erum tilnefnd í flokki sem varðar nýsköpun og þróun tæknilausna til að bæta hreyfanleika, öryggi, velferð, menningu, stjórnsýslu og fara vel með orkuna og umhverfið í leiðinni. Ég hef hlotið þann heiður að vera fulltrúi Reykjavíkurborgar á ráðstefnunni og mun ég þar kynna verkefnið fyrir heimsbyggðinni um leið og ég fæ tækifæri til að kynnast umbreytingarverkefnum í öðrum borgum. Mynda tengsl og deila hugmyndum með öðrum og njóta innblásturs frá opinberum þjónustuveitendum í heimsklassa. Um leið er þetta ákveðin staðfesting á því að í dag telst Reykjavíkurborg til leiðandi borga í stafrænni þjónustuumbreytingu á heimsvísu. Í þessu verkefni hefur náðst ótrúlegur árangur í að umbreyta úreltu verklagi í þjónustu við börn sem þurfa sérstakan stuðning. Viðhöfum eflt stafræna innviði og utanumhald til þess að bæta þjónustuna og er þetta skref í átt að enn einstaklingsmiðaðri nálgun þar sem við tökum utan um börn þar sem þau eru stödd. Stjórnsýslan í kringum verkefnið hefur verið einfölduð sömuleiðis en áður voru ótal umsóknareyðublöð sem þurfti að fylla út og senda inn, núna er eitt stafrænt viðmót. Þetta verklag er betra, skýrara og auðveldar bæði foreldrum að hafa yfirsýn yfir þá þjónustu sem barnið fær, og auðveldar sérfræðingum að halda utan um vinnuna. Þetta hefur gert snemmtæka íhlutun auðveldari, fært þjónustuna út í hverfin og lækkað þröskuldinn til að setja þjónustu í gang. Þetta er nefnilega ekki bara innleiðing á stafrænni tækni og stafræn umbreyting snýst ekki bara um eitthvað tæknibras. Við erum í grunninn að tala um uppfært og nútímalegt verklag og þjónustumenningu, sem byggir á grunni betri stafrænna innviða og þjónustustefnu borgarinnar. Svona nýtum við tíma og orku betur, förum betur með fjármagn og gerum Reykjavíkurborg að alvöru þjónustustofnun í þágu íbúa. Þannig búum við til betri borg fyrir börn. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og formaður stafræns ráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alexandra Briem Borgarstjórn Reykjavík Píratar Stafræn þróun Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir Skoðun Skoðun Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Sjá meira
Við í Reykjavíkurborg höfum staðið fyrir stafrænni byltingu síðustu ár til að bæta þjónustu og minnka sóun, vesen og mengun. Eitt lykilverkefnið Betri borg fyrir börn sem snýr að því að straumlínulaga þjónustu við börn og fjölskyldur og grípa börn á þeirra forsendum með snemmtækri íhlutun hefur verið valið í lokaúrtaki vegna verðlaunananna Seoul Smart City Prize á stórri ráðstefnu um stafræna þjónustu sem fram fer í Seoul í Suður-Kóreu og hefst á morgun. Við erum tilnefnd í flokki sem varðar nýsköpun og þróun tæknilausna til að bæta hreyfanleika, öryggi, velferð, menningu, stjórnsýslu og fara vel með orkuna og umhverfið í leiðinni. Ég hef hlotið þann heiður að vera fulltrúi Reykjavíkurborgar á ráðstefnunni og mun ég þar kynna verkefnið fyrir heimsbyggðinni um leið og ég fæ tækifæri til að kynnast umbreytingarverkefnum í öðrum borgum. Mynda tengsl og deila hugmyndum með öðrum og njóta innblásturs frá opinberum þjónustuveitendum í heimsklassa. Um leið er þetta ákveðin staðfesting á því að í dag telst Reykjavíkurborg til leiðandi borga í stafrænni þjónustuumbreytingu á heimsvísu. Í þessu verkefni hefur náðst ótrúlegur árangur í að umbreyta úreltu verklagi í þjónustu við börn sem þurfa sérstakan stuðning. Viðhöfum eflt stafræna innviði og utanumhald til þess að bæta þjónustuna og er þetta skref í átt að enn einstaklingsmiðaðri nálgun þar sem við tökum utan um börn þar sem þau eru stödd. Stjórnsýslan í kringum verkefnið hefur verið einfölduð sömuleiðis en áður voru ótal umsóknareyðublöð sem þurfti að fylla út og senda inn, núna er eitt stafrænt viðmót. Þetta verklag er betra, skýrara og auðveldar bæði foreldrum að hafa yfirsýn yfir þá þjónustu sem barnið fær, og auðveldar sérfræðingum að halda utan um vinnuna. Þetta hefur gert snemmtæka íhlutun auðveldari, fært þjónustuna út í hverfin og lækkað þröskuldinn til að setja þjónustu í gang. Þetta er nefnilega ekki bara innleiðing á stafrænni tækni og stafræn umbreyting snýst ekki bara um eitthvað tæknibras. Við erum í grunninn að tala um uppfært og nútímalegt verklag og þjónustumenningu, sem byggir á grunni betri stafrænna innviða og þjónustustefnu borgarinnar. Svona nýtum við tíma og orku betur, förum betur með fjármagn og gerum Reykjavíkurborg að alvöru þjónustustofnun í þágu íbúa. Þannig búum við til betri borg fyrir börn. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata og formaður stafræns ráðs Reykjavíkurborgar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun