Verður kominn í rafrænt eftirlit þremur árum eftir manndrápið Árni Sæberg skrifar 8. október 2024 11:32 Manndrápið var framið á bílastæðinu við Fjarðarkaup eftir að upp úr sauð á Íslenska rokkbarnum. Vísir/Vilhelm Sæmundur Tryggvi Norðquist Sæmundsson, nítján ára karlmaður sem hlaut tólf ára fangelsisdóm fyrir manndráp við Fjarðarkaup í apríl í fyrra, afplánar nú á áfangaheimilinu Vernd. Þar má hann vera í átján mánuði og eftir það fer hann í rafrænt eftirlit, gangi allt að óskum. Ríkisútvarpið greinir frá því að Sæmundur Tryggvi sé kominn á Vernd. Birgir Jónasson, settur fangelsismálastjóri, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál og því ekki staðfest fregnirnar. Dómurinn þyngdur í Landsrétti og þarf að afplána fjögur ár Sæmundur Tryggvi var dæmdur í tíu ára fangelsi í héraði fyrir fyrir manndráp á bílastæðinu við Fjarðarkaup í Hafnarfirði í apríl síðastliðnum. Landsréttur þyngdi dóm hans í tólf ár og dæmdi tvo félaga hans fjögurra ára fangelsi. Refsing stúlku sem tók manndrápið upp á síma sinn var milduð í sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Landsréttur taldi sannað að Sæmundur Tryggvi hefði stungið fórnarlambið sex sinnum og að ein stungan hefði dregið það til bana. Honum hefði ekki getað dulist að líklegasta afleiðing gjörða hans væri að fórnarlambið hlyti bana af. Sæmundur Tryggvi var átján ára gamall þegar hann framdi manndrápið og í lögum um fullnustu refsinga segir að heimilt sé að veita fanga lausn til reynslu þegar einn þriðji hluti refsitímans er liðinn, enda hafi fangi verið 21 árs eða yngri þegar hann framdi afbrot það sem hann situr í fangelsi fyrir, hegðun hans og framkoma verið með ágætum og hann þegið viðeigandi meðferð í afplánun og tekist á við vímuefnavanda sinn, hafi hann verið til staðar. Fjórir mánuðir í lokuðu fangelsi eftir uppsögu Endanlegur dómur Sæmundar Tryggva var kveðinn upp þann 7. júlí síðastliðinn og því eru aðeins fjórir mánuðir frá dómsuppsögu. Frá þeirri refsingu kemur til frádráttar óslitið gæsluvarðhald hans frá 21. apríl 2023. Í lögum um fullnustu refsinga segir að þegar einn þriðji refsingar er reiknaður út skuli frádráttur tekinn með í reikninginn. Því hefur Sæmundur Tryggvi þegar afplánað rétt tæplega eitt og hálft ár af refsingu hans. Einn þriðji hluti refsingar hans er fjögur ár. Má einungis vera í eitt og hálft ár á Vernd Sem áður segir hefur Sæmundur Tryggvi nú verið færður úr lokuðu fangelsi á áfangaheimilið Vernd. Í lögum um fullnustu refsinga segir að Fangelsismálastofnun geti leyft fanga að afplána hluta refsitímans utan fangelsis, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Meðal skilyrða er að hann búi á sérstakri stofnun eða heimili sem stofnunin hefur gert samkomulag við og sé þar undir eftirliti. Á vef Fangelsismálastofnunar segir að áfangaheimilið Vernd sé það áfangaheimili sem Fangelsismálastofnun hafi gert samkomulag við og langflestir dómþolar sem uppfylla skilyrði afplána á. Einstaklingur sem þar dvelur skuli dvelja á áfangaheimilinu milli klukkan 23:00 og 07:00 alla daga vikunnar, þar að auki skuli hann vera á heimilinu milli klukkan 18:00 og 19:00 mánudaga til föstudaga og hann skuli fylgja öllum húsreglum sem þar gilda. Jafnframt beri þeim sem þar búa að stunda vinnu, nám, starfsþjálfun eða meðferð sem forsvarsmenn Verndar hafa samþykkt. Í reglum Fangelsismálastofnunar segir að dvöl á vernd geti að hámarki orðið átján mánuðir þegar dæmd refsing er 10 ára og 6 mánaða fangelsi eða lengri. Verður kominn í rafrænt eftirlit þremur árum manndrápið Af þessu leiðir að Sæmundur Tryggvi mun ekki dvelja lengur á Vernd en þangað til þrjú ár eru liðin frá því að hann framdi manndrápið. Sem áður segir kveðst settur fangelsismálastjóri ekki geta tjáð sig um einstök mál en hann ræddi refsivörslukerfið á almennum nótum við Vísi. Birgir segir að að lokinni afplánun á Vernd sé almennt ekki gert ráð fyrir því að fangar fari þaðan aftur í lokað fangelsi. Næsta úrræði á eftir áfangaheimili er rafrænt eftirlit, sem fangar mega sæta í allt að eitt ár. Þannig munu fjögur ár vera liðin frá upphafi afplánunar Sæmundar Tryggva þegar sá tími sem hann má sæta rafrænu eftirliti líður. Birgir ítrekar að vistun á Vernd og rafrænt eftirlit sé háð ströngum skilyrðum um hegðun og annað slíkt. Stefnt að því að ungir afbrotamenn afpláni ekki lengi í lokuðu fangelsi Á almennum nótum segir Birgir að stefnt sé að því að ungir afbrotamenn afpláni ekki lengi í lokuðum fangelsum. Frekar sé stefnt að virkri betrun og því að hjálpa ungum afbrotamönnum að fóta sig í samfélaginu á ný eftir að hafa tekið út sína refsingu. „Við erum ekki að horfa á þessu klassísku gjaldastefnu, að viðkomandi eigi að sitja inni af því að hann á það skilið.“ Þessi sjónarmið endurspeglist bæði í lögum, til að mynda í ákvæðum um átta ára hámarkslengd refsidóma afbrotamanna undir átján ára og skemmri afplánunartíma afbrotamanna undir 21 árs, og vinnureglum Fangelsismálastofnunar um nánari útfærslu afplánunar. Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Fangelsismál Dómsmál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Piltar fyrir Landsrétt í manndrápsmáli Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja Fjarðarkaupsmálinu svokallaða til Landsréttar. Fyrir tæpum mánuði síðan sakfelldi Héraðsdómur Reykjaness þrjá unga menn og stúlku fyrir sína þætti í manndrápi á 27 ára gömlum pólskum karlmanni við Fjarðarkaup í Hafnarfirði í apríl síðastliðnum. 1. desember 2023 15:31 Aðkoma stúlkunnar með símann „svívirðileg“ Meint fíkniefnaskuld var kveikjan að því að ungmenni ákváðu að veitast að 27 ára gömlum Pólverja fyrir utan Íslenska rokkbarinn í apríl. Brotaþoli lést eftir hnífstungur, högg og spörk. Héraðsdómari er ómyrkur í máli og lýsir atburðarásinni sem „leik kattarins að músinni“. 3. nóvember 2023 18:25 Tíu ára fangelsi fyrir manndrápið við Fjarðarkaup Sæmundur Tryggvi Norðquist Sæmundsson, tæplega nítján ára karlmaður, var í dag dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir manndráp á bílastæðinu við Fjarðarkaup í Hafnarfirði í apríl síðastliðnum. Tveir félagar hans í kringum átján ára aldur fengu tveggja ára dóm fyrir stórfellda líkamsárás. Sautján ára stúlka fékk tólf mánaða skilorðsbundinn dóm til fimm ára. 3. nóvember 2023 15:19 Réttað yfir ungmennum fyrir luktum dyrum Aðalmeðferð í Fjarðarkaupsmálinu svokallaða stendur yfir í Héraðsdómi Reykjaness. Fjögur ungmenni eru ákærð í málinu en þinghald í málinu er lokað. 5. október 2023 12:21 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Ríkisútvarpið greinir frá því að Sæmundur Tryggvi sé kominn á Vernd. Birgir Jónasson, settur fangelsismálastjóri, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál og því ekki staðfest fregnirnar. Dómurinn þyngdur í Landsrétti og þarf að afplána fjögur ár Sæmundur Tryggvi var dæmdur í tíu ára fangelsi í héraði fyrir fyrir manndráp á bílastæðinu við Fjarðarkaup í Hafnarfirði í apríl síðastliðnum. Landsréttur þyngdi dóm hans í tólf ár og dæmdi tvo félaga hans fjögurra ára fangelsi. Refsing stúlku sem tók manndrápið upp á síma sinn var milduð í sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Landsréttur taldi sannað að Sæmundur Tryggvi hefði stungið fórnarlambið sex sinnum og að ein stungan hefði dregið það til bana. Honum hefði ekki getað dulist að líklegasta afleiðing gjörða hans væri að fórnarlambið hlyti bana af. Sæmundur Tryggvi var átján ára gamall þegar hann framdi manndrápið og í lögum um fullnustu refsinga segir að heimilt sé að veita fanga lausn til reynslu þegar einn þriðji hluti refsitímans er liðinn, enda hafi fangi verið 21 árs eða yngri þegar hann framdi afbrot það sem hann situr í fangelsi fyrir, hegðun hans og framkoma verið með ágætum og hann þegið viðeigandi meðferð í afplánun og tekist á við vímuefnavanda sinn, hafi hann verið til staðar. Fjórir mánuðir í lokuðu fangelsi eftir uppsögu Endanlegur dómur Sæmundar Tryggva var kveðinn upp þann 7. júlí síðastliðinn og því eru aðeins fjórir mánuðir frá dómsuppsögu. Frá þeirri refsingu kemur til frádráttar óslitið gæsluvarðhald hans frá 21. apríl 2023. Í lögum um fullnustu refsinga segir að þegar einn þriðji refsingar er reiknaður út skuli frádráttur tekinn með í reikninginn. Því hefur Sæmundur Tryggvi þegar afplánað rétt tæplega eitt og hálft ár af refsingu hans. Einn þriðji hluti refsingar hans er fjögur ár. Má einungis vera í eitt og hálft ár á Vernd Sem áður segir hefur Sæmundur Tryggvi nú verið færður úr lokuðu fangelsi á áfangaheimilið Vernd. Í lögum um fullnustu refsinga segir að Fangelsismálastofnun geti leyft fanga að afplána hluta refsitímans utan fangelsis, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Meðal skilyrða er að hann búi á sérstakri stofnun eða heimili sem stofnunin hefur gert samkomulag við og sé þar undir eftirliti. Á vef Fangelsismálastofnunar segir að áfangaheimilið Vernd sé það áfangaheimili sem Fangelsismálastofnun hafi gert samkomulag við og langflestir dómþolar sem uppfylla skilyrði afplána á. Einstaklingur sem þar dvelur skuli dvelja á áfangaheimilinu milli klukkan 23:00 og 07:00 alla daga vikunnar, þar að auki skuli hann vera á heimilinu milli klukkan 18:00 og 19:00 mánudaga til föstudaga og hann skuli fylgja öllum húsreglum sem þar gilda. Jafnframt beri þeim sem þar búa að stunda vinnu, nám, starfsþjálfun eða meðferð sem forsvarsmenn Verndar hafa samþykkt. Í reglum Fangelsismálastofnunar segir að dvöl á vernd geti að hámarki orðið átján mánuðir þegar dæmd refsing er 10 ára og 6 mánaða fangelsi eða lengri. Verður kominn í rafrænt eftirlit þremur árum manndrápið Af þessu leiðir að Sæmundur Tryggvi mun ekki dvelja lengur á Vernd en þangað til þrjú ár eru liðin frá því að hann framdi manndrápið. Sem áður segir kveðst settur fangelsismálastjóri ekki geta tjáð sig um einstök mál en hann ræddi refsivörslukerfið á almennum nótum við Vísi. Birgir segir að að lokinni afplánun á Vernd sé almennt ekki gert ráð fyrir því að fangar fari þaðan aftur í lokað fangelsi. Næsta úrræði á eftir áfangaheimili er rafrænt eftirlit, sem fangar mega sæta í allt að eitt ár. Þannig munu fjögur ár vera liðin frá upphafi afplánunar Sæmundar Tryggva þegar sá tími sem hann má sæta rafrænu eftirliti líður. Birgir ítrekar að vistun á Vernd og rafrænt eftirlit sé háð ströngum skilyrðum um hegðun og annað slíkt. Stefnt að því að ungir afbrotamenn afpláni ekki lengi í lokuðu fangelsi Á almennum nótum segir Birgir að stefnt sé að því að ungir afbrotamenn afpláni ekki lengi í lokuðum fangelsum. Frekar sé stefnt að virkri betrun og því að hjálpa ungum afbrotamönnum að fóta sig í samfélaginu á ný eftir að hafa tekið út sína refsingu. „Við erum ekki að horfa á þessu klassísku gjaldastefnu, að viðkomandi eigi að sitja inni af því að hann á það skilið.“ Þessi sjónarmið endurspeglist bæði í lögum, til að mynda í ákvæðum um átta ára hámarkslengd refsidóma afbrotamanna undir átján ára og skemmri afplánunartíma afbrotamanna undir 21 árs, og vinnureglum Fangelsismálastofnunar um nánari útfærslu afplánunar.
Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Fangelsismál Dómsmál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Piltar fyrir Landsrétt í manndrápsmáli Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja Fjarðarkaupsmálinu svokallaða til Landsréttar. Fyrir tæpum mánuði síðan sakfelldi Héraðsdómur Reykjaness þrjá unga menn og stúlku fyrir sína þætti í manndrápi á 27 ára gömlum pólskum karlmanni við Fjarðarkaup í Hafnarfirði í apríl síðastliðnum. 1. desember 2023 15:31 Aðkoma stúlkunnar með símann „svívirðileg“ Meint fíkniefnaskuld var kveikjan að því að ungmenni ákváðu að veitast að 27 ára gömlum Pólverja fyrir utan Íslenska rokkbarinn í apríl. Brotaþoli lést eftir hnífstungur, högg og spörk. Héraðsdómari er ómyrkur í máli og lýsir atburðarásinni sem „leik kattarins að músinni“. 3. nóvember 2023 18:25 Tíu ára fangelsi fyrir manndrápið við Fjarðarkaup Sæmundur Tryggvi Norðquist Sæmundsson, tæplega nítján ára karlmaður, var í dag dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir manndráp á bílastæðinu við Fjarðarkaup í Hafnarfirði í apríl síðastliðnum. Tveir félagar hans í kringum átján ára aldur fengu tveggja ára dóm fyrir stórfellda líkamsárás. Sautján ára stúlka fékk tólf mánaða skilorðsbundinn dóm til fimm ára. 3. nóvember 2023 15:19 Réttað yfir ungmennum fyrir luktum dyrum Aðalmeðferð í Fjarðarkaupsmálinu svokallaða stendur yfir í Héraðsdómi Reykjaness. Fjögur ungmenni eru ákærð í málinu en þinghald í málinu er lokað. 5. október 2023 12:21 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Piltar fyrir Landsrétt í manndrápsmáli Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja Fjarðarkaupsmálinu svokallaða til Landsréttar. Fyrir tæpum mánuði síðan sakfelldi Héraðsdómur Reykjaness þrjá unga menn og stúlku fyrir sína þætti í manndrápi á 27 ára gömlum pólskum karlmanni við Fjarðarkaup í Hafnarfirði í apríl síðastliðnum. 1. desember 2023 15:31
Aðkoma stúlkunnar með símann „svívirðileg“ Meint fíkniefnaskuld var kveikjan að því að ungmenni ákváðu að veitast að 27 ára gömlum Pólverja fyrir utan Íslenska rokkbarinn í apríl. Brotaþoli lést eftir hnífstungur, högg og spörk. Héraðsdómari er ómyrkur í máli og lýsir atburðarásinni sem „leik kattarins að músinni“. 3. nóvember 2023 18:25
Tíu ára fangelsi fyrir manndrápið við Fjarðarkaup Sæmundur Tryggvi Norðquist Sæmundsson, tæplega nítján ára karlmaður, var í dag dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir manndráp á bílastæðinu við Fjarðarkaup í Hafnarfirði í apríl síðastliðnum. Tveir félagar hans í kringum átján ára aldur fengu tveggja ára dóm fyrir stórfellda líkamsárás. Sautján ára stúlka fékk tólf mánaða skilorðsbundinn dóm til fimm ára. 3. nóvember 2023 15:19
Réttað yfir ungmennum fyrir luktum dyrum Aðalmeðferð í Fjarðarkaupsmálinu svokallaða stendur yfir í Héraðsdómi Reykjaness. Fjögur ungmenni eru ákærð í málinu en þinghald í málinu er lokað. 5. október 2023 12:21