Leiðréttum launin Álfhildur Leifsdóttir skrifar 8. október 2024 08:16 Í umræðu um menntamál er gjarnan komið inn á þá staðreynd að starfandi menntuðum kennurum fækkar og leiðbeinendum fjölgar. Að fjölga kennaranemum hefur verið sérstakt átaksverkefni sem er vel, og er áframhaldandi átak í fjölgun kennara sér þáttur í yfirstandandi aðgerðum í menntaumbótum. Þó er staðan sú að einn af hverjum fimm sem starfar í skólastofum landsins er leiðbeinandi án kennsluréttinda og bendir fátt til þess að sú staða breytist til batnaðar í komandi framtíð þrátt fyrir þessi átaksverkefni. Kennarar eru starfandi víða annarsstaðar en í skólastofunum, þeir hverfa gjarna til annarra starfa, enda eftirsótt vinnuafl verandi almennt fjölhæft og öflugt starfsfólk með fimm ára háskólanám. Í umræðunni er gjarnan skautað fram hjá hinu augljósa svari við skjótri fjölgun á kennaramenntuðum í grunnskólana. Laun. Það er áhugavert en um leið dapurlegt að skoða launaþróun síðustu ára hjá þeirri kvennastétt sem kennarastéttin er. Meðfylgjandi mynd sýnir kaupmáttarbreytingar grunntímakaups ákveðinna hópa frá árunum 2019 til 2024. Meðal þess sem lesa má af myndinni er að kaupmáttarbreytingar félagsfólks KÍ sem starfar hjá sveitarfélögum voru um 7,5% en sambærilegar breytingar hjá félagsfólki BSRB voru tæplega 20%. Til að setja þetta í betra samhengi er hér fyrir neðan mynd sem sýnir meðaltal reglulegra mánaðarlauna fullvinnandi sérfræðinga á árinu 2023 eftir atvinnugreinum. Af myndinni má meðal annars sjá að meðallaun sérfræðinga í fræðslustarfsemi voru 725 þús.kr. árið 2023 en 896 þús.kr. í atvinnugreininni Upplýsingar og fjarskipti, eða 24% hærri. Sambærilegt meðaltal launa sérfræðinga á almennum markaði var 1.083 þús.kr. sem er 49% fyrir ofan meðallaun sérfræðinga sem vinna í fræðslustarfsemi. Það er augljóst að sérfræðingar í fræðslustarfsemi hafa orðið eftir í launaþróun miðað við aðra sérfræðinga og telur listinn þó ekki upp þá sem hæstu launin hafa í samfélaginu. Kennarar hafa samið um laun á erfiðum tímum, gefið eftir og verið samfélagsvænir. Það sýna staðreyndir í þessum tölulegum gögnum. Launamunur kennara og annara sérfræðinga er orðinn gríðarlegur. En starfið snýst vissulega ekki eingöngu um launaseðilinn. Í kennarastarfið velst fólk sem brennur fyrir menntun barna og ber hag þeirra fyrir brjósti umfram allt annað. Kennarar skipta afar máli fyrir tugþúsunda grunnskólanemenda og eru fasti punkturinn í lífi þeirra stærsta hluta ársins. Síbreytilegt samfélag endurspeglast í starfi kennarana sem þurfa daglega að takast faglega á við ýmsar áskoranir í sínu starfi, enda eru menntamál bæði flókin og viðkvæmur málaflokkur. Engar áskoranir eru þó óyfirstíganlegar ef samvinna við heimilin er góð og faglegur stuðningur til staðar. Kennarar endurmennta sig utan vinnutíma á hverju ári samkvæmt skilgreindum tímum í samningum og bæta þannig bæði við þekkingu sína og viðhalda fagmennsku sinni sem sérfræðingar í menntamálum. Barátta kennara fyrir bættum kjörum er þó fyrst og fremst til þess að efla skólastarfið með fagmönnum sem eru ánægðir með sitt starfsumhverfi. Ánægðir með þann stuðning sem þarf, með námskrána og námsgögn, ánægðir með samvinnu við heimilin en ekki síst ánægðir með að þeirra mikilvæga starf sé metið til launa til jafns á við aðra sérfræðinga. Á nýafstöðnu og vel sóttu Menntaþingi voru þátttakendur beðnir að svara í enu orði hvað væri mikilvægast að efla í íslensku menntakerfi. Þau orð sem oftast komu fyrir voru; kennaramenntun, fagmennska, virðing og samvinna. Samfélagið okkar veit að það skiptir máli að öflugt fagfólk starfi með börnum landsins á öllum skólastigum. Verum samtaka um að auka virðingu kennarastarfsins og áhuga á því með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á skólabrag, vinnuumhverfi og aðbúnað fyrir börn þessa lands. Ef við viljum halda því fagmenntaða fólki sem tilheyrir kennarastéttinni, fá þá kennara sem sinna öðrum störfum til að snúa aftur í kennslu og ekki síst laða ungt fólk að kennaranámi þá eru launakjörin lykilþáttur. Leiðréttum launin. Höfundur er grunnskólakennari og formaður Kennarasambands Norðurlands vestra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfhildur Leifsdóttir Kjaramál Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Í umræðu um menntamál er gjarnan komið inn á þá staðreynd að starfandi menntuðum kennurum fækkar og leiðbeinendum fjölgar. Að fjölga kennaranemum hefur verið sérstakt átaksverkefni sem er vel, og er áframhaldandi átak í fjölgun kennara sér þáttur í yfirstandandi aðgerðum í menntaumbótum. Þó er staðan sú að einn af hverjum fimm sem starfar í skólastofum landsins er leiðbeinandi án kennsluréttinda og bendir fátt til þess að sú staða breytist til batnaðar í komandi framtíð þrátt fyrir þessi átaksverkefni. Kennarar eru starfandi víða annarsstaðar en í skólastofunum, þeir hverfa gjarna til annarra starfa, enda eftirsótt vinnuafl verandi almennt fjölhæft og öflugt starfsfólk með fimm ára háskólanám. Í umræðunni er gjarnan skautað fram hjá hinu augljósa svari við skjótri fjölgun á kennaramenntuðum í grunnskólana. Laun. Það er áhugavert en um leið dapurlegt að skoða launaþróun síðustu ára hjá þeirri kvennastétt sem kennarastéttin er. Meðfylgjandi mynd sýnir kaupmáttarbreytingar grunntímakaups ákveðinna hópa frá árunum 2019 til 2024. Meðal þess sem lesa má af myndinni er að kaupmáttarbreytingar félagsfólks KÍ sem starfar hjá sveitarfélögum voru um 7,5% en sambærilegar breytingar hjá félagsfólki BSRB voru tæplega 20%. Til að setja þetta í betra samhengi er hér fyrir neðan mynd sem sýnir meðaltal reglulegra mánaðarlauna fullvinnandi sérfræðinga á árinu 2023 eftir atvinnugreinum. Af myndinni má meðal annars sjá að meðallaun sérfræðinga í fræðslustarfsemi voru 725 þús.kr. árið 2023 en 896 þús.kr. í atvinnugreininni Upplýsingar og fjarskipti, eða 24% hærri. Sambærilegt meðaltal launa sérfræðinga á almennum markaði var 1.083 þús.kr. sem er 49% fyrir ofan meðallaun sérfræðinga sem vinna í fræðslustarfsemi. Það er augljóst að sérfræðingar í fræðslustarfsemi hafa orðið eftir í launaþróun miðað við aðra sérfræðinga og telur listinn þó ekki upp þá sem hæstu launin hafa í samfélaginu. Kennarar hafa samið um laun á erfiðum tímum, gefið eftir og verið samfélagsvænir. Það sýna staðreyndir í þessum tölulegum gögnum. Launamunur kennara og annara sérfræðinga er orðinn gríðarlegur. En starfið snýst vissulega ekki eingöngu um launaseðilinn. Í kennarastarfið velst fólk sem brennur fyrir menntun barna og ber hag þeirra fyrir brjósti umfram allt annað. Kennarar skipta afar máli fyrir tugþúsunda grunnskólanemenda og eru fasti punkturinn í lífi þeirra stærsta hluta ársins. Síbreytilegt samfélag endurspeglast í starfi kennarana sem þurfa daglega að takast faglega á við ýmsar áskoranir í sínu starfi, enda eru menntamál bæði flókin og viðkvæmur málaflokkur. Engar áskoranir eru þó óyfirstíganlegar ef samvinna við heimilin er góð og faglegur stuðningur til staðar. Kennarar endurmennta sig utan vinnutíma á hverju ári samkvæmt skilgreindum tímum í samningum og bæta þannig bæði við þekkingu sína og viðhalda fagmennsku sinni sem sérfræðingar í menntamálum. Barátta kennara fyrir bættum kjörum er þó fyrst og fremst til þess að efla skólastarfið með fagmönnum sem eru ánægðir með sitt starfsumhverfi. Ánægðir með þann stuðning sem þarf, með námskrána og námsgögn, ánægðir með samvinnu við heimilin en ekki síst ánægðir með að þeirra mikilvæga starf sé metið til launa til jafns á við aðra sérfræðinga. Á nýafstöðnu og vel sóttu Menntaþingi voru þátttakendur beðnir að svara í enu orði hvað væri mikilvægast að efla í íslensku menntakerfi. Þau orð sem oftast komu fyrir voru; kennaramenntun, fagmennska, virðing og samvinna. Samfélagið okkar veit að það skiptir máli að öflugt fagfólk starfi með börnum landsins á öllum skólastigum. Verum samtaka um að auka virðingu kennarastarfsins og áhuga á því með tilheyrandi jákvæðum áhrifum á skólabrag, vinnuumhverfi og aðbúnað fyrir börn þessa lands. Ef við viljum halda því fagmenntaða fólki sem tilheyrir kennarastéttinni, fá þá kennara sem sinna öðrum störfum til að snúa aftur í kennslu og ekki síst laða ungt fólk að kennaranámi þá eru launakjörin lykilþáttur. Leiðréttum launin. Höfundur er grunnskólakennari og formaður Kennarasambands Norðurlands vestra.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun