Þetta er allt að koma... Eyjólfur Ármannsson skrifar 7. október 2024 12:47 „Þetta er allt að koma“ eru einkunnarorð ríkisstjórnarinnar varðandi viðvarandi verðbólgu og þá óboðlegu vaxtakúgun sem almenningur hefur þurft að þola undanfarin ár. Ísland er með hæstu stýrivexti í hinum vestræna heimi. Aðeins fjögur lönd í Evrópu eru með hærri stýrivexti en Ísland: Rússland, Úkraína, Hvíta-Rússland og Tyrkland. Ríkisstjórnin heldur áfram að hella olíu á eldinn með óábyrgri fjárlagagerð á meðan Seðlabankinn sér um að valda gjaldþroti heimila landsins. Hvað segja talsmenn þessarar ríkisstjórnar þegar þeir standa á sviðinni jörð þar sem allir málaflokkar liggja í rústum? „Þetta er allt að koma“. Yfir 9% stýrivextir í heilt ár og „Þetta er allt að koma“. Nýjustu tölur sýna 20,1% aukningu í alvarlegum vanskilum heimila, „Þetta er allt að koma“. Kjör öryrkja hafa versnað um 11%, fjöldi aldraðra á biðlistum eftir hjúkrunarrýmum hefur aukist um 30% og biðtími eftir aðgerðum hefur lengst um 19%. Neyðarástand hefur ríkt á bráðamóttöku Landspítalans, hlutfall nemenda með ófullnægjandi lesskilning hefur hækkað um 34%, fátækt íslenskra barna hefur aukist um 44% og vaxtagjöld ríkissjóðs eru nú um 300.000 krónur á hvern Íslending á ári. Allt þetta hefur ríkisstjórnin afrekað á aðeins nokkrum árum. Þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar segja: „Þetta er allt að koma“ ættum við undirbúa okkur fyrir það versta, því ekkert gott er í vændum. Þann 3. október sl. birti Morgunblaðið grein eftir Svandísi Svavarsdóttur, ráðherra Vinstrihreyfingarinnar-grænt framboð, þar sem hún hrósar ríkisstjórninni fyrir að lækka vexti úr 9,25% í 9,00%. Eftir heilt ár með 9,25% vöxtum telja sumir það mikið afrek að ná þeim niður um 0,25%. Kosningar færast nær og það er skiljanlega áhyggjuefni fyrir ríkisstjórnarflokkana þar sem stjórnartíð þeirra hefur, vægt til orða tekið, verið hörmung. Áhugavert verður að fylgjast með þeim reyna að sannfæra þjóðina um að allt sé á réttri leið. Hvað segir maður við þjóðfélag sem hefur þurft að kljást við himinháa stýrivexti nánast allt kjörtímabilið? „Okkur tókst að lækka stýrivexti um 0,25% og nú eru þeir aðeins 9,00%. Og þetta er allt að koma!“ Í grein sinni talar Svandís um hvernig „stjórnmál snúast um almannahagsmuni“ og mikilvægi þess að vernda heimili landsins og millistéttina. Svandís Svavarsdóttir var ráðherra í svokallaðri „velferðarstjórn“ undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur, sem komst til valda í kjölfar Hrunsins. Sú ríkisstjórn reisti útgjaldborg í kringum heimili landsins á meðan skjaldborg var reist um bankakerfi og fjármagnsöfl, allt á kostnað almennings. Heimilum landsins og millistéttinni var fórnað á blóðugu altari verðtryggingarinna og einnar mestu eignatilfærslu í sögunni frá milli- og lágtekjufólki. Talað var um skjaldborg en verkin leiddu til stórkostlegrar útgjaldaaukningar og gjaldþrotaborgar fyrir heimilin í landinu. Þetta var sami leikurinn og núverandi ríkisstjórn hefur leikið með þátttöku Svandísar, sem hefur setið í ráðherrastóli síðan 2017. Nú þegar kosningar nálgast hefur hún skyndilega áhyggjur af heimilum landsins og millistéttinni. Ég hefði ekki vitað af þessum áhyggjum ráðherra VG nema hún hefði lýst þeim í grein sinni. Verkin við völdin sýna annað. Öll þau ár sem hún hefur verið ráðherra hefur hún aldrei látið í ljós slíkar áhyggjur með gjörðum sínum. Þvert á móti benda aðgerðir hennar til þess að hana skipti engu máli um heimili landsins og millistéttina. Það er vanvirðing gagnvart kjósendum að ætlast til þess að við kyngjum þessu svona blöffi. Verk ríkissjórnarinnar í efnahagsmálum og málefnum heimilanna og þeirra tekjuminni tala sínu máli. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
„Þetta er allt að koma“ eru einkunnarorð ríkisstjórnarinnar varðandi viðvarandi verðbólgu og þá óboðlegu vaxtakúgun sem almenningur hefur þurft að þola undanfarin ár. Ísland er með hæstu stýrivexti í hinum vestræna heimi. Aðeins fjögur lönd í Evrópu eru með hærri stýrivexti en Ísland: Rússland, Úkraína, Hvíta-Rússland og Tyrkland. Ríkisstjórnin heldur áfram að hella olíu á eldinn með óábyrgri fjárlagagerð á meðan Seðlabankinn sér um að valda gjaldþroti heimila landsins. Hvað segja talsmenn þessarar ríkisstjórnar þegar þeir standa á sviðinni jörð þar sem allir málaflokkar liggja í rústum? „Þetta er allt að koma“. Yfir 9% stýrivextir í heilt ár og „Þetta er allt að koma“. Nýjustu tölur sýna 20,1% aukningu í alvarlegum vanskilum heimila, „Þetta er allt að koma“. Kjör öryrkja hafa versnað um 11%, fjöldi aldraðra á biðlistum eftir hjúkrunarrýmum hefur aukist um 30% og biðtími eftir aðgerðum hefur lengst um 19%. Neyðarástand hefur ríkt á bráðamóttöku Landspítalans, hlutfall nemenda með ófullnægjandi lesskilning hefur hækkað um 34%, fátækt íslenskra barna hefur aukist um 44% og vaxtagjöld ríkissjóðs eru nú um 300.000 krónur á hvern Íslending á ári. Allt þetta hefur ríkisstjórnin afrekað á aðeins nokkrum árum. Þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar segja: „Þetta er allt að koma“ ættum við undirbúa okkur fyrir það versta, því ekkert gott er í vændum. Þann 3. október sl. birti Morgunblaðið grein eftir Svandísi Svavarsdóttur, ráðherra Vinstrihreyfingarinnar-grænt framboð, þar sem hún hrósar ríkisstjórninni fyrir að lækka vexti úr 9,25% í 9,00%. Eftir heilt ár með 9,25% vöxtum telja sumir það mikið afrek að ná þeim niður um 0,25%. Kosningar færast nær og það er skiljanlega áhyggjuefni fyrir ríkisstjórnarflokkana þar sem stjórnartíð þeirra hefur, vægt til orða tekið, verið hörmung. Áhugavert verður að fylgjast með þeim reyna að sannfæra þjóðina um að allt sé á réttri leið. Hvað segir maður við þjóðfélag sem hefur þurft að kljást við himinháa stýrivexti nánast allt kjörtímabilið? „Okkur tókst að lækka stýrivexti um 0,25% og nú eru þeir aðeins 9,00%. Og þetta er allt að koma!“ Í grein sinni talar Svandís um hvernig „stjórnmál snúast um almannahagsmuni“ og mikilvægi þess að vernda heimili landsins og millistéttina. Svandís Svavarsdóttir var ráðherra í svokallaðri „velferðarstjórn“ undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur, sem komst til valda í kjölfar Hrunsins. Sú ríkisstjórn reisti útgjaldborg í kringum heimili landsins á meðan skjaldborg var reist um bankakerfi og fjármagnsöfl, allt á kostnað almennings. Heimilum landsins og millistéttinni var fórnað á blóðugu altari verðtryggingarinna og einnar mestu eignatilfærslu í sögunni frá milli- og lágtekjufólki. Talað var um skjaldborg en verkin leiddu til stórkostlegrar útgjaldaaukningar og gjaldþrotaborgar fyrir heimilin í landinu. Þetta var sami leikurinn og núverandi ríkisstjórn hefur leikið með þátttöku Svandísar, sem hefur setið í ráðherrastóli síðan 2017. Nú þegar kosningar nálgast hefur hún skyndilega áhyggjur af heimilum landsins og millistéttinni. Ég hefði ekki vitað af þessum áhyggjum ráðherra VG nema hún hefði lýst þeim í grein sinni. Verkin við völdin sýna annað. Öll þau ár sem hún hefur verið ráðherra hefur hún aldrei látið í ljós slíkar áhyggjur með gjörðum sínum. Þvert á móti benda aðgerðir hennar til þess að hana skipti engu máli um heimili landsins og millistéttina. Það er vanvirðing gagnvart kjósendum að ætlast til þess að við kyngjum þessu svona blöffi. Verk ríkissjórnarinnar í efnahagsmálum og málefnum heimilanna og þeirra tekjuminni tala sínu máli. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun