Viðskipti innlent

Alma til Pipars\TBWA

Atli Ísleifsson skrifar
Alma Finnbogadóttir.
Alma Finnbogadóttir.

Auglýsingastofan Pipar\TBWA hefur ráðið Ölmu Finnbogadóttur, sérfræðing í samfélagsmiðlum, til starfa í samskipta- og almannatengsladeild stofunnar.

Í tilkynningu segir að Alma hafi búið í New York í Bandaríkjunum undanfarin misseri þar sem hún hafi stundað meistaranám í Fashion Management við Parsons School of Design. 

„Fashion Management, sem gæti útlagst sem tískustjórnun á íslensku, er fræðigrein sem snýr að stjórnun hvers kyns tískutengdrar starfsemi, allt frá hönnun til markaðssetningar til framleiðslu.

Meðfram náminu starfaði Alma hjá samfélagsmiðlastofunni LYF Socials við áhrifavaldamarkaðssetningu (Influencer marketing) og markaðssetningu smærri fyrirtækja á samfélagsmiðlum. Þá var hún í starfsnámi hjá tískutímaritinu V Magazine.

Alma er með B.A.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Áður starfaði hún hjá Kviku banka,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×