„Hvert stefnirðu?“ Arna Stefanía Guðmundsdóttir skrifar 7. október 2024 13:01 Ég var spurð fyrr í vetur hvert ég stefndi. Mér fannst spurningin skondin því ég hafði nýlokið við að ræða við viðkomandi einstakling um meistaranámið mitt í kennslufræðum. Svarið var því einfalt: „Ég stefni á að verða enn betri kennari.” Spurningin: „Nei, ég meina, hver er lokastefnan?,“ fylgdi í kjölfarið. Ég skildi ekki alveg spurninguna en datt í hug að manneskjan væri að velta fyrir sér hvaða aldri ég vildi helst kenna eða hvort ég vildi einbeita mér að kennslu ákveðins fags. Ég svaraði því í þeim dúr og uppskar hlátur frá viðmælandanum sem sagði: „Nei, ég meina hvort þú sért að stefna á að verða skólastjóri?“ Svarið mitt við þeirri spurningu er skýrt. Alls ekki. Mér finnst svo gaman að kenna og langar að sinna því næstu árin, þó ég útiloki ekki breytingu einhvern tímann síðar á lífsleiðinni. „En er ekkert innra með þér sem fær þig til að langa að stefna lengra en að verða kennari?“ Mér brá við þessa spurningu þó hún kæmi mér kannski ekki fullkomlega á óvart miðað við það sem á undan gekk í samtali okkar. Eftir að hafa hugleitt aðeins spurninguna svaraði ég henni játandi. „Jú, mig langar að verða framúrskarandi kennari sem hefur jákvæð áhrif á líf nemenda sinna, hvort sem það er á félagslega eða námslega þáttinn.“ Samtalinu lauk síðan með þeim skilaboðum að þetta væri krúttleg hugsun hjá mér. Ástæða þess að ég rek hér þetta samtal er sú sorglega staðreynd að þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég á í svona samskiptum þegar ég er spurð út í starfið mitt. Í svipuðum samræðum hef ég til dæmis verið spurð af hverju ég klári ekki bara sálfræðina, eða mér sagt að ég eigi að fara í verkfræðinám, ég sé svo góð með tölur. Ég vinn sem kennari í stórum grunnskóla og finnst aðdáunarvert að horfa upp á brennandi áhuga kollega minna, kennaranna, á starfi sínu. Að sjá hversu umhugað þeim er um nemendur sína á sama tíma og þeir sinna starfsþróun árið um kring. Hlutverk kennara í skólakerfinu er víðtækt. Á kennurum hvílir ekki aðeins sú skylda að miðla þekkingu heldur einnig veita nemendum tækifæri til að efla vellíðan og þátttöku í lýðræðissamfélagi. Ég hef líka fengið að kynnast kennurum barna minna, sem allir virðast eiga það sameiginlegt að hafa augljósa ástríðu fyrir starfi sínu, og þegar ég hugsa til baka til minnar skólagöngu eru mér efst í huga þeir frábæru kennarar sem kenndu mér á öllum skólastigum og höfðu áhrif á mig til langs tíma. Mér finnst göfugt og jafnframt krefjandi að vera kennari. Það verður alltaf þörf fyrir góða og öfluga kennara sem hafa ástríðu fyrir starfinu sínu en það hefur aldrei verið eins mikilvægt og núna að við sem samfélag stefnum langt með því að meta kennara að verðleikum og fjárfesta í þeim. Höfundur er kennari við Seljaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Vinnumarkaður Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Ég var spurð fyrr í vetur hvert ég stefndi. Mér fannst spurningin skondin því ég hafði nýlokið við að ræða við viðkomandi einstakling um meistaranámið mitt í kennslufræðum. Svarið var því einfalt: „Ég stefni á að verða enn betri kennari.” Spurningin: „Nei, ég meina, hver er lokastefnan?,“ fylgdi í kjölfarið. Ég skildi ekki alveg spurninguna en datt í hug að manneskjan væri að velta fyrir sér hvaða aldri ég vildi helst kenna eða hvort ég vildi einbeita mér að kennslu ákveðins fags. Ég svaraði því í þeim dúr og uppskar hlátur frá viðmælandanum sem sagði: „Nei, ég meina hvort þú sért að stefna á að verða skólastjóri?“ Svarið mitt við þeirri spurningu er skýrt. Alls ekki. Mér finnst svo gaman að kenna og langar að sinna því næstu árin, þó ég útiloki ekki breytingu einhvern tímann síðar á lífsleiðinni. „En er ekkert innra með þér sem fær þig til að langa að stefna lengra en að verða kennari?“ Mér brá við þessa spurningu þó hún kæmi mér kannski ekki fullkomlega á óvart miðað við það sem á undan gekk í samtali okkar. Eftir að hafa hugleitt aðeins spurninguna svaraði ég henni játandi. „Jú, mig langar að verða framúrskarandi kennari sem hefur jákvæð áhrif á líf nemenda sinna, hvort sem það er á félagslega eða námslega þáttinn.“ Samtalinu lauk síðan með þeim skilaboðum að þetta væri krúttleg hugsun hjá mér. Ástæða þess að ég rek hér þetta samtal er sú sorglega staðreynd að þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég á í svona samskiptum þegar ég er spurð út í starfið mitt. Í svipuðum samræðum hef ég til dæmis verið spurð af hverju ég klári ekki bara sálfræðina, eða mér sagt að ég eigi að fara í verkfræðinám, ég sé svo góð með tölur. Ég vinn sem kennari í stórum grunnskóla og finnst aðdáunarvert að horfa upp á brennandi áhuga kollega minna, kennaranna, á starfi sínu. Að sjá hversu umhugað þeim er um nemendur sína á sama tíma og þeir sinna starfsþróun árið um kring. Hlutverk kennara í skólakerfinu er víðtækt. Á kennurum hvílir ekki aðeins sú skylda að miðla þekkingu heldur einnig veita nemendum tækifæri til að efla vellíðan og þátttöku í lýðræðissamfélagi. Ég hef líka fengið að kynnast kennurum barna minna, sem allir virðast eiga það sameiginlegt að hafa augljósa ástríðu fyrir starfi sínu, og þegar ég hugsa til baka til minnar skólagöngu eru mér efst í huga þeir frábæru kennarar sem kenndu mér á öllum skólastigum og höfðu áhrif á mig til langs tíma. Mér finnst göfugt og jafnframt krefjandi að vera kennari. Það verður alltaf þörf fyrir góða og öfluga kennara sem hafa ástríðu fyrir starfinu sínu en það hefur aldrei verið eins mikilvægt og núna að við sem samfélag stefnum langt með því að meta kennara að verðleikum og fjárfesta í þeim. Höfundur er kennari við Seljaskóla.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun