„Hvert stefnirðu?“ Arna Stefanía Guðmundsdóttir skrifar 7. október 2024 13:01 Ég var spurð fyrr í vetur hvert ég stefndi. Mér fannst spurningin skondin því ég hafði nýlokið við að ræða við viðkomandi einstakling um meistaranámið mitt í kennslufræðum. Svarið var því einfalt: „Ég stefni á að verða enn betri kennari.” Spurningin: „Nei, ég meina, hver er lokastefnan?,“ fylgdi í kjölfarið. Ég skildi ekki alveg spurninguna en datt í hug að manneskjan væri að velta fyrir sér hvaða aldri ég vildi helst kenna eða hvort ég vildi einbeita mér að kennslu ákveðins fags. Ég svaraði því í þeim dúr og uppskar hlátur frá viðmælandanum sem sagði: „Nei, ég meina hvort þú sért að stefna á að verða skólastjóri?“ Svarið mitt við þeirri spurningu er skýrt. Alls ekki. Mér finnst svo gaman að kenna og langar að sinna því næstu árin, þó ég útiloki ekki breytingu einhvern tímann síðar á lífsleiðinni. „En er ekkert innra með þér sem fær þig til að langa að stefna lengra en að verða kennari?“ Mér brá við þessa spurningu þó hún kæmi mér kannski ekki fullkomlega á óvart miðað við það sem á undan gekk í samtali okkar. Eftir að hafa hugleitt aðeins spurninguna svaraði ég henni játandi. „Jú, mig langar að verða framúrskarandi kennari sem hefur jákvæð áhrif á líf nemenda sinna, hvort sem það er á félagslega eða námslega þáttinn.“ Samtalinu lauk síðan með þeim skilaboðum að þetta væri krúttleg hugsun hjá mér. Ástæða þess að ég rek hér þetta samtal er sú sorglega staðreynd að þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég á í svona samskiptum þegar ég er spurð út í starfið mitt. Í svipuðum samræðum hef ég til dæmis verið spurð af hverju ég klári ekki bara sálfræðina, eða mér sagt að ég eigi að fara í verkfræðinám, ég sé svo góð með tölur. Ég vinn sem kennari í stórum grunnskóla og finnst aðdáunarvert að horfa upp á brennandi áhuga kollega minna, kennaranna, á starfi sínu. Að sjá hversu umhugað þeim er um nemendur sína á sama tíma og þeir sinna starfsþróun árið um kring. Hlutverk kennara í skólakerfinu er víðtækt. Á kennurum hvílir ekki aðeins sú skylda að miðla þekkingu heldur einnig veita nemendum tækifæri til að efla vellíðan og þátttöku í lýðræðissamfélagi. Ég hef líka fengið að kynnast kennurum barna minna, sem allir virðast eiga það sameiginlegt að hafa augljósa ástríðu fyrir starfi sínu, og þegar ég hugsa til baka til minnar skólagöngu eru mér efst í huga þeir frábæru kennarar sem kenndu mér á öllum skólastigum og höfðu áhrif á mig til langs tíma. Mér finnst göfugt og jafnframt krefjandi að vera kennari. Það verður alltaf þörf fyrir góða og öfluga kennara sem hafa ástríðu fyrir starfinu sínu en það hefur aldrei verið eins mikilvægt og núna að við sem samfélag stefnum langt með því að meta kennara að verðleikum og fjárfesta í þeim. Höfundur er kennari við Seljaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Vinnumarkaður Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Ég var spurð fyrr í vetur hvert ég stefndi. Mér fannst spurningin skondin því ég hafði nýlokið við að ræða við viðkomandi einstakling um meistaranámið mitt í kennslufræðum. Svarið var því einfalt: „Ég stefni á að verða enn betri kennari.” Spurningin: „Nei, ég meina, hver er lokastefnan?,“ fylgdi í kjölfarið. Ég skildi ekki alveg spurninguna en datt í hug að manneskjan væri að velta fyrir sér hvaða aldri ég vildi helst kenna eða hvort ég vildi einbeita mér að kennslu ákveðins fags. Ég svaraði því í þeim dúr og uppskar hlátur frá viðmælandanum sem sagði: „Nei, ég meina hvort þú sért að stefna á að verða skólastjóri?“ Svarið mitt við þeirri spurningu er skýrt. Alls ekki. Mér finnst svo gaman að kenna og langar að sinna því næstu árin, þó ég útiloki ekki breytingu einhvern tímann síðar á lífsleiðinni. „En er ekkert innra með þér sem fær þig til að langa að stefna lengra en að verða kennari?“ Mér brá við þessa spurningu þó hún kæmi mér kannski ekki fullkomlega á óvart miðað við það sem á undan gekk í samtali okkar. Eftir að hafa hugleitt aðeins spurninguna svaraði ég henni játandi. „Jú, mig langar að verða framúrskarandi kennari sem hefur jákvæð áhrif á líf nemenda sinna, hvort sem það er á félagslega eða námslega þáttinn.“ Samtalinu lauk síðan með þeim skilaboðum að þetta væri krúttleg hugsun hjá mér. Ástæða þess að ég rek hér þetta samtal er sú sorglega staðreynd að þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég á í svona samskiptum þegar ég er spurð út í starfið mitt. Í svipuðum samræðum hef ég til dæmis verið spurð af hverju ég klári ekki bara sálfræðina, eða mér sagt að ég eigi að fara í verkfræðinám, ég sé svo góð með tölur. Ég vinn sem kennari í stórum grunnskóla og finnst aðdáunarvert að horfa upp á brennandi áhuga kollega minna, kennaranna, á starfi sínu. Að sjá hversu umhugað þeim er um nemendur sína á sama tíma og þeir sinna starfsþróun árið um kring. Hlutverk kennara í skólakerfinu er víðtækt. Á kennurum hvílir ekki aðeins sú skylda að miðla þekkingu heldur einnig veita nemendum tækifæri til að efla vellíðan og þátttöku í lýðræðissamfélagi. Ég hef líka fengið að kynnast kennurum barna minna, sem allir virðast eiga það sameiginlegt að hafa augljósa ástríðu fyrir starfi sínu, og þegar ég hugsa til baka til minnar skólagöngu eru mér efst í huga þeir frábæru kennarar sem kenndu mér á öllum skólastigum og höfðu áhrif á mig til langs tíma. Mér finnst göfugt og jafnframt krefjandi að vera kennari. Það verður alltaf þörf fyrir góða og öfluga kennara sem hafa ástríðu fyrir starfinu sínu en það hefur aldrei verið eins mikilvægt og núna að við sem samfélag stefnum langt með því að meta kennara að verðleikum og fjárfesta í þeim. Höfundur er kennari við Seljaskóla.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun