Skiptar skoðanir um umtalaða bókun við EES-samninginn Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2024 09:12 Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra, um bókun 35 hefur hlotið töluvert umtal að undanförnu. Vísir/Einar Álíka margir eru hlynntir því að lögfesta svonefnda bókun 35 við EES-samninginn og eru henni andvígir í skoðanakönnun sem andstæðingar ESB-aðildar létu gera. Þegar aðeins er litið til þeirra sem taka einhvers konar afstöðu eru ívíð fleiri á móti en með. Frumvarp utanríkisráðherra um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið og kennt hefur verið við bókun 35 hefur vakið nokkuð umtal undanfarin misseri. Andstæðingar frumvarpsins og Evrópusambandsaðildar hafa lýst frumvarpinu sem framsali á fullveldi landsins. Yrði frumvarpið að lögum gengi ákvæði laga þar sem skuldbindingar samkvæmt EES-samningnum eru réttilega innleiddar framar öðrum almennum lagaákvæðum ef þau eru ósamrýmanleg nema ef Alþingi ákveður annað. Í greinargerð með frumvarpinu er ítrekað að ef Alþingi vill setja reglur sem samrýmast ekki innleiddum EES-reglum komi frumvarpið ekki í veg fyrir það. Þá hafi þingið vald til þess að fella ákvæðið úr gildi hvenær sem er. Í spurningu sem Heimsýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, lét Prósent leggja fyrir í skoðanakönnun er frumvarpið sagt fela í sér þá breytingu að þegar lög sem byggja á EES-samningnum stangast á við önnur almenn íslensk lög þá skuli fyrrnefndu lögin ganga framar. Ekki kemur fram í spurningunni að Alþingi geti mælt fyrir um annað samkvæmt frumvarpinu. Tæpur fimmtungur sagðist mjög andvígur frumvarpinu í könnuninni og ellefu prósent frekar andvíg, samtals 29 prósent á móti. Tólf prósent sögðust mjög hlynnt bókun 35 og fimmtán prósent frekar hlynnt, samtals 27 prósent. Fimmtungur sagði hvorki né og tæpur fjórðungur sagðist ekki vita. Þegar aðeins eru teknir þeir sem gáfu upp einhvers konar afstöðu voru 39 prósent andvíg frumvarpinu en 35 prósent hlynnt því. Rétt rúmur fjórðungur sagði þá hvorki né. Miðflokksfólk og landsbyggðarbúar mest á móti Langmest andstaða við frumvarpið var á meðal svarenda sem sögðust ætla að kjósa Miðflokkinn í næstu kosningum, 61 prósent. Andstaða mældist einnig mikil á meðal kjósenda Framsóknarflokksins, Flokks fólksins og Sjálfstæðisflokksins. Mestu stuðningur við frumvarpið var á meðal kjósenda Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Eins og oft áður í skoðanakönnunum höfðu karlar eindregnari skoðun á málefninu en konur. Jafnmargir karla voru hlynntir frumvarpinu og andvígir því, 37 prósent. Fjórðungur kvenna sagðist því hlynntur og fjórðungur mótfallinn. Umtalsvert meiri andstaða er við frumvarpið á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Í Reykjavík og nágrenni sagðist um þriðjungur hlynntur og rúmur fjórðungur á móti en á landsbyggðinni voru rúmlega tveir af hverjum fimm á móti en fjórðungur fylgjandi. Haraldur Ólafsson, formaður Heimsýnar, ræddi könnunina í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Evrópusambandið Skoðanakannanir Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Utanríkismál Bítið Bókun 35 EES-samningurinn Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira
Frumvarp utanríkisráðherra um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið og kennt hefur verið við bókun 35 hefur vakið nokkuð umtal undanfarin misseri. Andstæðingar frumvarpsins og Evrópusambandsaðildar hafa lýst frumvarpinu sem framsali á fullveldi landsins. Yrði frumvarpið að lögum gengi ákvæði laga þar sem skuldbindingar samkvæmt EES-samningnum eru réttilega innleiddar framar öðrum almennum lagaákvæðum ef þau eru ósamrýmanleg nema ef Alþingi ákveður annað. Í greinargerð með frumvarpinu er ítrekað að ef Alþingi vill setja reglur sem samrýmast ekki innleiddum EES-reglum komi frumvarpið ekki í veg fyrir það. Þá hafi þingið vald til þess að fella ákvæðið úr gildi hvenær sem er. Í spurningu sem Heimsýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, lét Prósent leggja fyrir í skoðanakönnun er frumvarpið sagt fela í sér þá breytingu að þegar lög sem byggja á EES-samningnum stangast á við önnur almenn íslensk lög þá skuli fyrrnefndu lögin ganga framar. Ekki kemur fram í spurningunni að Alþingi geti mælt fyrir um annað samkvæmt frumvarpinu. Tæpur fimmtungur sagðist mjög andvígur frumvarpinu í könnuninni og ellefu prósent frekar andvíg, samtals 29 prósent á móti. Tólf prósent sögðust mjög hlynnt bókun 35 og fimmtán prósent frekar hlynnt, samtals 27 prósent. Fimmtungur sagði hvorki né og tæpur fjórðungur sagðist ekki vita. Þegar aðeins eru teknir þeir sem gáfu upp einhvers konar afstöðu voru 39 prósent andvíg frumvarpinu en 35 prósent hlynnt því. Rétt rúmur fjórðungur sagði þá hvorki né. Miðflokksfólk og landsbyggðarbúar mest á móti Langmest andstaða við frumvarpið var á meðal svarenda sem sögðust ætla að kjósa Miðflokkinn í næstu kosningum, 61 prósent. Andstaða mældist einnig mikil á meðal kjósenda Framsóknarflokksins, Flokks fólksins og Sjálfstæðisflokksins. Mestu stuðningur við frumvarpið var á meðal kjósenda Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Eins og oft áður í skoðanakönnunum höfðu karlar eindregnari skoðun á málefninu en konur. Jafnmargir karla voru hlynntir frumvarpinu og andvígir því, 37 prósent. Fjórðungur kvenna sagðist því hlynntur og fjórðungur mótfallinn. Umtalsvert meiri andstaða er við frumvarpið á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Í Reykjavík og nágrenni sagðist um þriðjungur hlynntur og rúmur fjórðungur á móti en á landsbyggðinni voru rúmlega tveir af hverjum fimm á móti en fjórðungur fylgjandi. Haraldur Ólafsson, formaður Heimsýnar, ræddi könnunina í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Evrópusambandið Skoðanakannanir Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Utanríkismál Bítið Bókun 35 EES-samningurinn Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Sjá meira