Skiptar skoðanir um umtalaða bókun við EES-samninginn Kjartan Kjartansson skrifar 7. október 2024 09:12 Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra, um bókun 35 hefur hlotið töluvert umtal að undanförnu. Vísir/Einar Álíka margir eru hlynntir því að lögfesta svonefnda bókun 35 við EES-samninginn og eru henni andvígir í skoðanakönnun sem andstæðingar ESB-aðildar létu gera. Þegar aðeins er litið til þeirra sem taka einhvers konar afstöðu eru ívíð fleiri á móti en með. Frumvarp utanríkisráðherra um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið og kennt hefur verið við bókun 35 hefur vakið nokkuð umtal undanfarin misseri. Andstæðingar frumvarpsins og Evrópusambandsaðildar hafa lýst frumvarpinu sem framsali á fullveldi landsins. Yrði frumvarpið að lögum gengi ákvæði laga þar sem skuldbindingar samkvæmt EES-samningnum eru réttilega innleiddar framar öðrum almennum lagaákvæðum ef þau eru ósamrýmanleg nema ef Alþingi ákveður annað. Í greinargerð með frumvarpinu er ítrekað að ef Alþingi vill setja reglur sem samrýmast ekki innleiddum EES-reglum komi frumvarpið ekki í veg fyrir það. Þá hafi þingið vald til þess að fella ákvæðið úr gildi hvenær sem er. Í spurningu sem Heimsýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, lét Prósent leggja fyrir í skoðanakönnun er frumvarpið sagt fela í sér þá breytingu að þegar lög sem byggja á EES-samningnum stangast á við önnur almenn íslensk lög þá skuli fyrrnefndu lögin ganga framar. Ekki kemur fram í spurningunni að Alþingi geti mælt fyrir um annað samkvæmt frumvarpinu. Tæpur fimmtungur sagðist mjög andvígur frumvarpinu í könnuninni og ellefu prósent frekar andvíg, samtals 29 prósent á móti. Tólf prósent sögðust mjög hlynnt bókun 35 og fimmtán prósent frekar hlynnt, samtals 27 prósent. Fimmtungur sagði hvorki né og tæpur fjórðungur sagðist ekki vita. Þegar aðeins eru teknir þeir sem gáfu upp einhvers konar afstöðu voru 39 prósent andvíg frumvarpinu en 35 prósent hlynnt því. Rétt rúmur fjórðungur sagði þá hvorki né. Miðflokksfólk og landsbyggðarbúar mest á móti Langmest andstaða við frumvarpið var á meðal svarenda sem sögðust ætla að kjósa Miðflokkinn í næstu kosningum, 61 prósent. Andstaða mældist einnig mikil á meðal kjósenda Framsóknarflokksins, Flokks fólksins og Sjálfstæðisflokksins. Mestu stuðningur við frumvarpið var á meðal kjósenda Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Eins og oft áður í skoðanakönnunum höfðu karlar eindregnari skoðun á málefninu en konur. Jafnmargir karla voru hlynntir frumvarpinu og andvígir því, 37 prósent. Fjórðungur kvenna sagðist því hlynntur og fjórðungur mótfallinn. Umtalsvert meiri andstaða er við frumvarpið á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Í Reykjavík og nágrenni sagðist um þriðjungur hlynntur og rúmur fjórðungur á móti en á landsbyggðinni voru rúmlega tveir af hverjum fimm á móti en fjórðungur fylgjandi. Haraldur Ólafsson, formaður Heimsýnar, ræddi könnunina í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Evrópusambandið Skoðanakannanir Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Bítið Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Frumvarp utanríkisráðherra um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið og kennt hefur verið við bókun 35 hefur vakið nokkuð umtal undanfarin misseri. Andstæðingar frumvarpsins og Evrópusambandsaðildar hafa lýst frumvarpinu sem framsali á fullveldi landsins. Yrði frumvarpið að lögum gengi ákvæði laga þar sem skuldbindingar samkvæmt EES-samningnum eru réttilega innleiddar framar öðrum almennum lagaákvæðum ef þau eru ósamrýmanleg nema ef Alþingi ákveður annað. Í greinargerð með frumvarpinu er ítrekað að ef Alþingi vill setja reglur sem samrýmast ekki innleiddum EES-reglum komi frumvarpið ekki í veg fyrir það. Þá hafi þingið vald til þess að fella ákvæðið úr gildi hvenær sem er. Í spurningu sem Heimsýn, hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum, lét Prósent leggja fyrir í skoðanakönnun er frumvarpið sagt fela í sér þá breytingu að þegar lög sem byggja á EES-samningnum stangast á við önnur almenn íslensk lög þá skuli fyrrnefndu lögin ganga framar. Ekki kemur fram í spurningunni að Alþingi geti mælt fyrir um annað samkvæmt frumvarpinu. Tæpur fimmtungur sagðist mjög andvígur frumvarpinu í könnuninni og ellefu prósent frekar andvíg, samtals 29 prósent á móti. Tólf prósent sögðust mjög hlynnt bókun 35 og fimmtán prósent frekar hlynnt, samtals 27 prósent. Fimmtungur sagði hvorki né og tæpur fjórðungur sagðist ekki vita. Þegar aðeins eru teknir þeir sem gáfu upp einhvers konar afstöðu voru 39 prósent andvíg frumvarpinu en 35 prósent hlynnt því. Rétt rúmur fjórðungur sagði þá hvorki né. Miðflokksfólk og landsbyggðarbúar mest á móti Langmest andstaða við frumvarpið var á meðal svarenda sem sögðust ætla að kjósa Miðflokkinn í næstu kosningum, 61 prósent. Andstaða mældist einnig mikil á meðal kjósenda Framsóknarflokksins, Flokks fólksins og Sjálfstæðisflokksins. Mestu stuðningur við frumvarpið var á meðal kjósenda Viðreisnar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Eins og oft áður í skoðanakönnunum höfðu karlar eindregnari skoðun á málefninu en konur. Jafnmargir karla voru hlynntir frumvarpinu og andvígir því, 37 prósent. Fjórðungur kvenna sagðist því hlynntur og fjórðungur mótfallinn. Umtalsvert meiri andstaða er við frumvarpið á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Í Reykjavík og nágrenni sagðist um þriðjungur hlynntur og rúmur fjórðungur á móti en á landsbyggðinni voru rúmlega tveir af hverjum fimm á móti en fjórðungur fylgjandi. Haraldur Ólafsson, formaður Heimsýnar, ræddi könnunina í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Evrópusambandið Skoðanakannanir Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Utanríkismál Bítið Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira