LeBron verður fertugur í lok desember en fátt virðist fá þennan stórbrotna íþróttamann stöðvað. Hann var einn besti leikmaður Ólympíuleikanna í sumar þar sem Bandaríkin fóru með sigur af hólmi.
Það hefur lengi vel verið ósk Lebron að spila með syni sínum áður en skórnir færu upp á hillu. Það stefnir í að hann fái ósk sína uppfyllta í vetur þar sem þeir feðgar eru báðir á mála hjá Lakers eftir að félagið valdi Bronny í nýliðavalinu.
The Warriors "liked Bronny's skill set" but decided against taking him at No. 52 overall to "respect the wishes" of LeBron, per @ramonashelburne pic.twitter.com/cb9wAurVbE
— Bleacher Report (@BleacherReport) October 4, 2024
Nú hefur verið greint frá því að Golden State Warriors hafi verið með Bronny á lista hjá sér og hafi íhugað að velja hann en hættu á endanum vegna virðingar við LeBron og drauma hans um að spila með syni sínum.
Undirbúningstímabil NBA-deildarinnar hófst í liðinni viku þegar Lakers tapaði fyrir Minnesota Timberwolves, 107-124. Bronny spilaði 16 mínútur, skoraði tvö stig, gaf eina stoðsendingu og tók eitt frákast.