Helena var tekin inn í heiðurshöllina á leik fótboltaliðs TCU í gær ásamt fimm öðrum.
Helena var valin nýliði ársins í Mountain West deildinni á sínu fyrsta tímabili í TCU (2007-08) og var síðan valin besti leikmaður deildarinnar tímabilið 2009-10.
Engin leikmaður TCU hefur verið valin oftar leikmaður vikunnar í Mountain West deildinni en þann heiður hlaut Helena níu sinnum á ferli sínum.
Helena er líka eini leikmaðurinn í sögu skólans með að lágmarki sautján hundruð stig, átta hundruð fráköst og fimm hundruð stoðsendingar á ferlinum sínum. Helena gaf 546 stoðsendingar í búningi TCU sem er það mesta í sögu skólans. Hún er einnig fjórða stigahæst (1764) og í fimmta sæti í stolnum boltum (227) í sögu skólans.
