Þóra Jóhanna nýr yfirdýralæknir Árni Sæberg skrifar 3. október 2024 12:04 Þóra Jóhanna er nýr yfirdýralæknir Matvælastofnunar. Vísir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur tekið ákvörðun um að skipa Þóru Jóhönnu Jónasdóttur í embætti yfirdýralæknis. Hún tekur við af Sigurborgu Daðadóttur, sem var skipuð yfirdýralæknir árið 2013, fyrst kvenna. Í tilkynningu þess efnis á vef Stjórnarráðsins segir að Þóra hafi lokið doktorsprófi árið 2002 frá Dýralæknaháskólanum í Noregi (Norges Veterinærhøgskole, NVH) og embættisprófi í dýralækningum árið 1990 frá sama skóla. Þóra stundi meistaranám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, hafi lokið leiðsögunámi og námi í sjúkraflutningum. Þóra hafi starfað hjá Matvælastofnun sem sérgreinadýralæknir frá árinu 2013 og verið eftirlitsdýralæknir Suðvesturumdæmis árið 2009. Hún hafi komið að stofnun lyfjaþróunarfyrirtækisins Oncoinvent hf 2010, hafi verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins fram til ársins 2013 og setið í stjórn þess til ársins 2024. Þóra hafi verið umsjónarmaður Dýraauðkennis hjá Dýralæknafélagi Íslands á árunum 2010 til 2014 og verkefnastjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu frá 2000 til 2002. Þóra hafi um árabil verið búsett í Noregi og rúmt ár í Bandaríkjunum þar sem hún hafi starfað sem dýralæknir og lagt stund á kennslu og rannsóknir, meðal annars sem dósent og doktor við NVH á árunum 2002 til 2015. Þá hafi Þóra verið héraðsdýralæknir hjá embætti yfirdýralæknis í Ísafjarðarumdæmi á árunum 1990 til 1993. Þóra hafi setið í stjórnum, ráðum, nefndum og hópum tengdum meðal annars heilsu, velferð og vernd dýra sem fulltrúi Íslands í Norðurlandasamstarfi, á vegum Evrópusambandsins og Alþjóðadýraheilbrigðisstofnuninni. Hún hafi ritað fjölda vísindagreina í alþjóðleg ritrýnd tímarit og haldið erindi og kynningar á ráðstefnum bæði hér á landi og erlendis. Embætti yfirdýralæknis hafi verið auglýst laust til umsóknar 4. júlí sl. og fjórar umsóknir borist um starfið. Brigitte Brugger sérgreinadýralæknir, Egill Þorri Steingrímsson dýralæknir og Vigdís Tryggvadóttir sérgreinadýralæknir sóttu einnig um starfið. Matvælaráðherra skipi í embættið til fimm ára að undangengnu mati hæfnisnefndar. Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Dýr Tengdar fréttir Fjögur sóttu um embætti yfirdýralæknis Fjórir sóttu um starf yfirdýralæknis. Það eru þau Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir, Egill Þorri Steingrímsson, dýralæknir, Vigdís Tryggvadóttir, sérgreinadýralæknir og Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir. Öll starfa þau hjá Matvælastofnun. Egill Þorri á að hefja starf sem nýr sviðsstjóri í september. 9. ágúst 2024 13:54 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis á vef Stjórnarráðsins segir að Þóra hafi lokið doktorsprófi árið 2002 frá Dýralæknaháskólanum í Noregi (Norges Veterinærhøgskole, NVH) og embættisprófi í dýralækningum árið 1990 frá sama skóla. Þóra stundi meistaranám í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, hafi lokið leiðsögunámi og námi í sjúkraflutningum. Þóra hafi starfað hjá Matvælastofnun sem sérgreinadýralæknir frá árinu 2013 og verið eftirlitsdýralæknir Suðvesturumdæmis árið 2009. Hún hafi komið að stofnun lyfjaþróunarfyrirtækisins Oncoinvent hf 2010, hafi verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins fram til ársins 2013 og setið í stjórn þess til ársins 2024. Þóra hafi verið umsjónarmaður Dýraauðkennis hjá Dýralæknafélagi Íslands á árunum 2010 til 2014 og verkefnastjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu frá 2000 til 2002. Þóra hafi um árabil verið búsett í Noregi og rúmt ár í Bandaríkjunum þar sem hún hafi starfað sem dýralæknir og lagt stund á kennslu og rannsóknir, meðal annars sem dósent og doktor við NVH á árunum 2002 til 2015. Þá hafi Þóra verið héraðsdýralæknir hjá embætti yfirdýralæknis í Ísafjarðarumdæmi á árunum 1990 til 1993. Þóra hafi setið í stjórnum, ráðum, nefndum og hópum tengdum meðal annars heilsu, velferð og vernd dýra sem fulltrúi Íslands í Norðurlandasamstarfi, á vegum Evrópusambandsins og Alþjóðadýraheilbrigðisstofnuninni. Hún hafi ritað fjölda vísindagreina í alþjóðleg ritrýnd tímarit og haldið erindi og kynningar á ráðstefnum bæði hér á landi og erlendis. Embætti yfirdýralæknis hafi verið auglýst laust til umsóknar 4. júlí sl. og fjórar umsóknir borist um starfið. Brigitte Brugger sérgreinadýralæknir, Egill Þorri Steingrímsson dýralæknir og Vigdís Tryggvadóttir sérgreinadýralæknir sóttu einnig um starfið. Matvælaráðherra skipi í embættið til fimm ára að undangengnu mati hæfnisnefndar.
Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Dýr Tengdar fréttir Fjögur sóttu um embætti yfirdýralæknis Fjórir sóttu um starf yfirdýralæknis. Það eru þau Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir, Egill Þorri Steingrímsson, dýralæknir, Vigdís Tryggvadóttir, sérgreinadýralæknir og Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir. Öll starfa þau hjá Matvælastofnun. Egill Þorri á að hefja starf sem nýr sviðsstjóri í september. 9. ágúst 2024 13:54 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjá meira
Fjögur sóttu um embætti yfirdýralæknis Fjórir sóttu um starf yfirdýralæknis. Það eru þau Brigitte Brugger, sérgreinadýralæknir, Egill Þorri Steingrímsson, dýralæknir, Vigdís Tryggvadóttir, sérgreinadýralæknir og Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir. Öll starfa þau hjá Matvælastofnun. Egill Þorri á að hefja starf sem nýr sviðsstjóri í september. 9. ágúst 2024 13:54