Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. október 2024 12:31 Bong tók sig vel út á skjánum í Háskólabíói. Húsfyllir var í Háskólabíó þegar Bong Joon-Ho hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi listfengi á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF. Uppselt var á athöfnina, sem fór fram eftir sýningu á skrímslamyndinni The Host, eða Hýsillinn, en þá ræddi dagskrárstjóri RIFF, Frédéric Boyer, við kóreska leikstjórann í gegnum fjarfundarbúnað. Þar nefndi Bong meðal annars vináttu sína við íslenska leikstjórann Dag Kára. Þegar áttasýningunni í Háskólabíó við Hagatorg lauk og tími kominn til að spjalla, birtist Bong vel upplagður og afslappaður á hvíta tjaldinu í gegnum Zoom. Það var ekki að sjá á leikstjóranum að klukkan væri 7 að morgni á skrifstofunni hans í Seoul, en Bong er augljóslega engin B-týpa. Með aðstoð kóresks túlks lék kvikmyndagerðarmaðurinn á als oddi og ræddi um listrænar ákvarðanir sínar, veitti bókameðmæli og sagði bransasögur. Þegar opnað var á spurningar úr sal reis hver höndin upp á móti annarri – og færri en vildu náðu að bera upp spurningar til þessa margfalda Óskarsverðlaunahafa. Fylgist vel með Degi Kára Bong sagðist hafa kynnst íslenska leikstjóranum Degi Kára á kvikmyndahátíð í Toronto árið 2003 þegar hann sá mynd hans Nóa Albinóa – sem heillaði hann upp úr skónum. Allar götur síðan hefur hann fylgst með ferli Dags Kára, og ljóst er að Bong hefur ekki síður verið hrifinn af frammistöðu aðalleikarans, Tómas Lemarquis, en hann fékk Bong til liðs við sig í leikarahóp framtíðartryllisins og ólandssögunnar Snowpiercer frá árinu 2013. Matgæðingur og saknar svarthvítra mynda Þá talaði Bong um þá ákvörðun að sýna verk sín í svarthvítri útgáfu – en það vakti athygli margra að á dagskrá RIFF var svarthvít sýning á Mother, sem kom upphaflega út í lit árið 2009. Leikstjórinn sagðist alla tíð hafa dreymt um að taka upp svarthvítar kvikmyndir – en það væri hins vegar ógjörningur að fá framleiðendur í lið með sér í þannig verkefni því það væri ekki talið söluvænt. Aftur á móti væri tiltölulega einfalt og ódýrt mál endurvinna mynd úr lit og yfir í svarthvíta útgáfu – og það hafi hann gert í seinni tíð og sýnt svarthvítu útgáfurnar í kvikmyndahúsum. Loks fékk Bong spurningu um matarást sína – en áhorfandinn þóttist vita af verkum leikstjórans að hann væri mikill matgæðingur. Það stóð heima, sagði Bong, bæði þætti honum gott að elda og borða – en ekki síst að taka upp senur af eldamennsku og matmálstímum. Kjarninn í verkumeins og skrímslamyndinni The Host kæmi mun sterkar fram í fjölskyldustundunum við matarborðið og því sem færi fram í eldhúsinu – frekar en hryllilega skrímslið sem ræðst upp úr fljótinu. RIFF Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Reyna að eyða minningum um hvort annað í sturluðum dansi Íslensku stjörnurnar Bríet og Birnir voru að senda frá sér tónlistarstuttmynd sem var jafnframt opnunarmynd á hátíðinni RIFF í ár. Erlendur Sveinsson er leikstjóri myndarinnar en blaðamaður ræddi við hann um verkefnið. 30. september 2024 12:32 Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Þegar áttasýningunni í Háskólabíó við Hagatorg lauk og tími kominn til að spjalla, birtist Bong vel upplagður og afslappaður á hvíta tjaldinu í gegnum Zoom. Það var ekki að sjá á leikstjóranum að klukkan væri 7 að morgni á skrifstofunni hans í Seoul, en Bong er augljóslega engin B-týpa. Með aðstoð kóresks túlks lék kvikmyndagerðarmaðurinn á als oddi og ræddi um listrænar ákvarðanir sínar, veitti bókameðmæli og sagði bransasögur. Þegar opnað var á spurningar úr sal reis hver höndin upp á móti annarri – og færri en vildu náðu að bera upp spurningar til þessa margfalda Óskarsverðlaunahafa. Fylgist vel með Degi Kára Bong sagðist hafa kynnst íslenska leikstjóranum Degi Kára á kvikmyndahátíð í Toronto árið 2003 þegar hann sá mynd hans Nóa Albinóa – sem heillaði hann upp úr skónum. Allar götur síðan hefur hann fylgst með ferli Dags Kára, og ljóst er að Bong hefur ekki síður verið hrifinn af frammistöðu aðalleikarans, Tómas Lemarquis, en hann fékk Bong til liðs við sig í leikarahóp framtíðartryllisins og ólandssögunnar Snowpiercer frá árinu 2013. Matgæðingur og saknar svarthvítra mynda Þá talaði Bong um þá ákvörðun að sýna verk sín í svarthvítri útgáfu – en það vakti athygli margra að á dagskrá RIFF var svarthvít sýning á Mother, sem kom upphaflega út í lit árið 2009. Leikstjórinn sagðist alla tíð hafa dreymt um að taka upp svarthvítar kvikmyndir – en það væri hins vegar ógjörningur að fá framleiðendur í lið með sér í þannig verkefni því það væri ekki talið söluvænt. Aftur á móti væri tiltölulega einfalt og ódýrt mál endurvinna mynd úr lit og yfir í svarthvíta útgáfu – og það hafi hann gert í seinni tíð og sýnt svarthvítu útgáfurnar í kvikmyndahúsum. Loks fékk Bong spurningu um matarást sína – en áhorfandinn þóttist vita af verkum leikstjórans að hann væri mikill matgæðingur. Það stóð heima, sagði Bong, bæði þætti honum gott að elda og borða – en ekki síst að taka upp senur af eldamennsku og matmálstímum. Kjarninn í verkumeins og skrímslamyndinni The Host kæmi mun sterkar fram í fjölskyldustundunum við matarborðið og því sem færi fram í eldhúsinu – frekar en hryllilega skrímslið sem ræðst upp úr fljótinu.
RIFF Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Reyna að eyða minningum um hvort annað í sturluðum dansi Íslensku stjörnurnar Bríet og Birnir voru að senda frá sér tónlistarstuttmynd sem var jafnframt opnunarmynd á hátíðinni RIFF í ár. Erlendur Sveinsson er leikstjóri myndarinnar en blaðamaður ræddi við hann um verkefnið. 30. september 2024 12:32 Mest lesið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Snerting ekki tilnefnd til Óskars Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Fleiri fréttir Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Reyna að eyða minningum um hvort annað í sturluðum dansi Íslensku stjörnurnar Bríet og Birnir voru að senda frá sér tónlistarstuttmynd sem var jafnframt opnunarmynd á hátíðinni RIFF í ár. Erlendur Sveinsson er leikstjóri myndarinnar en blaðamaður ræddi við hann um verkefnið. 30. september 2024 12:32