Að sögn Stefáns Kristinssonar, varðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, varð vatnslekinn vegna framkvæmda í eða við húsið. Honum sé ekki kunnugt um nákvæmar orsakir.
Hann segir að slökkviliði hafi tekist að stöðva lekann og vinni nú að því að takmarka tjón, sem reikna megi með að verði töluvert. Slökkviliðsmenn verði að störfum eitthvað fram eftir degi.