„Það verður allt dýrvitlaust“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. október 2024 13:02 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fagnaði dátt eftir leik Víkings við Val á dögunum og vonast eftir svipaðri tilfinningu í leikslok í Kýpur. vísir / pawel „Ég held að menn séu vel stemmdir, það hlýtur að vera. Við erum búnir að bíða lengi eftir þessum degi sem félag, ég sjálfur og leikmenn,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, um verkefni dagsins. Víkingur mætir Omonoia í fyrsta leik liðsins í Sambandsdeild Evrópu. Ferðalagið dróst aðeins á langinn hjá Víkingum sem komu seint og síðir til kýpversku höfuðborgarinnar Omonoia. „Þetta var tiltölulega einfalt flug til Manchester en svo komu einhverjar tafir, lengra flug til Kýpur og svo rútuferð. Við vorum komnir í rúmið eitthvað um klukkan tvö um nóttina. En þetta er bara hluti af þessum Evróputúrum,“ segir Arnar við íþróttadeild. Það hafi þó ekki stórvægileg áhrif á leikmenn. „Nei, ég held að besta lyf sem við eigum gegn þreytu er adrenalínið sem kemur á leikdegi og jafnvel fyrr. Ég held að það sé ekki til í okkar orðabók, einhver þreyta, bara spenna,“ bætir hann við. Sterkur andstæðingur Omonia er sögufrægt lið sem hefur orðið kýpverskur meistari 21 sinni og bikarmeistari 16 sinnum. Þrjú lið frá Kýpur eru í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar sem segir sitt um styrkleika deildarkeppninnar þar í landi. Nálgun Víkinga er því aðeins frábrugðin fyrir svo stóran leik. Stevan Jovetic, sem lék á sínum tíma fyrir Manchester City, er leikmaður Omonoia.Vísir/Getty „Það eru miklu fleiri smáatriði, við höfum haft fleiri fundi en gengur og gerist heima. Það eru náttúrulega tveir fótboltar í Kýpur. Landsliðsboltinn er ekkert sérstakur en félagsliðaboltinn er góður,“ „Omonoia er með leikmenn frá einhverjum 17 löndum, gæðaleikmenn, dýra leikmenn með há laun. Við þurfum að bera virðingu fyrir því að við erum á erfiðum útivelli, það verður allt dýrvitlaust á vellinum og þeir með kolbrjálaða stuðningsmenn,“ segir Arnar. Víkingar þurfi að læra af grátlegum töpum við erfiðar aðstæður gegn Malmö í Svíþjóð og Lech Poznan í Póllandi sumarið 2022. „Þetta verður kannski dálítið eins og úti í Poznan eða Malmö, svoleiðis leikur. Við höfum ekki spilað svoleiðis útileik í sumar og þurfum aðeins að leita í reynslubankann og sjá hvernig við tækluðum það,“ segir Arnar. Tilgangslaust að breyta of mikið til Spennan sé mikil en mikilvægt sé að stilla spennustigið rétt. Arnar hitaði upp með því að horfa á Meistaradeild Evrópu í gær þar sem gekk á ýmsu. Nú sé komið að Víkings eigin Meistaradeild. „Maður var að horfa á þessa Meistaradeildarveislu í gær og þetta nýja deildarfyrirkomulag sem er mjög spennandi. Sambandsdeildin er ekki Meistaradeildin en það má segja að þetta sé okkar Meistaradeild,“ Menn þurfa að njóta líka, segir Arnar.vísir/Diego „Ég held það sé mikilvægt fyrir mig og strákana þegar maður er kominn þangað, að njóta þess líka. Það er mikilvægt að spila þinn leik, tilgangslaust að fara í þessa leiki og spila einhvern allt annan leik,“ segir Arnar sem leggur áherslu á það að Víkingar nálgist verkefnið af ákveðinni ró og stilli sig rétt á meðan leik stendur. „Auðvitað þurfum við að gera suma hluti í lengri tíma en við höfum gert á Íslandi, að verjast í lágblokk og þess háttar. Við þurfum að vera streetwise og það er akkúrat það sem þessi stóru lið hafa, að vera meira streetwise heldur en andstæðingurinn,“ „Við vonandi getum aðeins lært á meðan leiknum stendur, en ekki eftir leik sem við töpum 4-0, heldur læra á augnablikin í leiknum, hvenær á að gera hvað.“ Leikur Víkings og Omonia hefst klukkan 16:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5. Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira
Ferðalagið dróst aðeins á langinn hjá Víkingum sem komu seint og síðir til kýpversku höfuðborgarinnar Omonoia. „Þetta var tiltölulega einfalt flug til Manchester en svo komu einhverjar tafir, lengra flug til Kýpur og svo rútuferð. Við vorum komnir í rúmið eitthvað um klukkan tvö um nóttina. En þetta er bara hluti af þessum Evróputúrum,“ segir Arnar við íþróttadeild. Það hafi þó ekki stórvægileg áhrif á leikmenn. „Nei, ég held að besta lyf sem við eigum gegn þreytu er adrenalínið sem kemur á leikdegi og jafnvel fyrr. Ég held að það sé ekki til í okkar orðabók, einhver þreyta, bara spenna,“ bætir hann við. Sterkur andstæðingur Omonia er sögufrægt lið sem hefur orðið kýpverskur meistari 21 sinni og bikarmeistari 16 sinnum. Þrjú lið frá Kýpur eru í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar sem segir sitt um styrkleika deildarkeppninnar þar í landi. Nálgun Víkinga er því aðeins frábrugðin fyrir svo stóran leik. Stevan Jovetic, sem lék á sínum tíma fyrir Manchester City, er leikmaður Omonoia.Vísir/Getty „Það eru miklu fleiri smáatriði, við höfum haft fleiri fundi en gengur og gerist heima. Það eru náttúrulega tveir fótboltar í Kýpur. Landsliðsboltinn er ekkert sérstakur en félagsliðaboltinn er góður,“ „Omonoia er með leikmenn frá einhverjum 17 löndum, gæðaleikmenn, dýra leikmenn með há laun. Við þurfum að bera virðingu fyrir því að við erum á erfiðum útivelli, það verður allt dýrvitlaust á vellinum og þeir með kolbrjálaða stuðningsmenn,“ segir Arnar. Víkingar þurfi að læra af grátlegum töpum við erfiðar aðstæður gegn Malmö í Svíþjóð og Lech Poznan í Póllandi sumarið 2022. „Þetta verður kannski dálítið eins og úti í Poznan eða Malmö, svoleiðis leikur. Við höfum ekki spilað svoleiðis útileik í sumar og þurfum aðeins að leita í reynslubankann og sjá hvernig við tækluðum það,“ segir Arnar. Tilgangslaust að breyta of mikið til Spennan sé mikil en mikilvægt sé að stilla spennustigið rétt. Arnar hitaði upp með því að horfa á Meistaradeild Evrópu í gær þar sem gekk á ýmsu. Nú sé komið að Víkings eigin Meistaradeild. „Maður var að horfa á þessa Meistaradeildarveislu í gær og þetta nýja deildarfyrirkomulag sem er mjög spennandi. Sambandsdeildin er ekki Meistaradeildin en það má segja að þetta sé okkar Meistaradeild,“ Menn þurfa að njóta líka, segir Arnar.vísir/Diego „Ég held það sé mikilvægt fyrir mig og strákana þegar maður er kominn þangað, að njóta þess líka. Það er mikilvægt að spila þinn leik, tilgangslaust að fara í þessa leiki og spila einhvern allt annan leik,“ segir Arnar sem leggur áherslu á það að Víkingar nálgist verkefnið af ákveðinni ró og stilli sig rétt á meðan leik stendur. „Auðvitað þurfum við að gera suma hluti í lengri tíma en við höfum gert á Íslandi, að verjast í lágblokk og þess háttar. Við þurfum að vera streetwise og það er akkúrat það sem þessi stóru lið hafa, að vera meira streetwise heldur en andstæðingurinn,“ „Við vonandi getum aðeins lært á meðan leiknum stendur, en ekki eftir leik sem við töpum 4-0, heldur læra á augnablikin í leiknum, hvenær á að gera hvað.“ Leikur Víkings og Omonia hefst klukkan 16:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira