Dæmdur í fjögurra leikja bann vegna árásar á ólétta konu Valur Páll Eiríksson skrifar 3. október 2024 11:00 Miller verður ekki ákærður vegna málsins en er farinn í leikbann. Bryan M. Bennett/Getty Images Von Miller, varnarmaður Buffalo Bills í NFL-deildinni, hefur verið dæmdur í fjögurra leikja bann af forráðamönnum deildarinnar vegna ofbeldis í garð óléttrar kærustu hans. Engin ákæra hefur verið gefin út á hendur leikmanninum. Miller er dæmdur í bannið vegna brota á hegðunarreglum deildarinnar en NFL-deildin stóð að sjálfstæðri rannsókn á máli hans. NFL-deildin hefur ekki gefið skýringar á banninu en ljóst þykir að það sé vegna meintrar árásar á ólétta kærustu. Handtökuskipun var gefin út á hendur Miller í desember í fyrra eftir að lögregla var kölluð að heimili hans. Í bandarískum miðlum segir að Miller hafi verið að reka hana út af heimili þeirra í Dallas og byrjað að hrinda henni. Hann hafi þá þrýst á háls hennar áður en hann sjálfur gekk á dyr. Konan hringdi í kjölfarið í lögregluna og sáu lögregluþjónar mar á hálsi konunnar og höndum. Handtökuskipun var gefin út og Miller gaf sig fram á lögreglustöð skömmu síðar. Miller hefur sagt ásakanirnar „100 prósent rangar og ýktar“. Bandaríski miðilinn WFAA hafði síðar eftir konunni að málið hafi verið „tekið út úr samhengi, byggt á misskilningi“ og að um „munnlegan ágreining“ hafi verið að ræða. Engin ákæra hefur verið gefin út í málinu og Miller laus allra mála gagnvart dómskerfinu. Hann hefur haldið áfram að spila fyrir Bills í NFL-deildinni eftir að málið kom upp en nú hefur NFL-deildin hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að hann skuli sæta fjögurra leikja banni. Miller vann Ofurskálina með Denver Broncos árið 2015 og með Los Angeles Rams árið 2021. Hann er talinn á meðal betri varnarmanna síðasta áratugar og skrifaði undir 120 milljón dala, fimm ára samning, við Bills árið 2022. Miller fór áður í sex leikja bann árið 2013 fyrir notkun frammistöðubætandi lyfja. Miller missir af leik helgarinnar hjá Bills við Houston Texans og í kjölfarið leikjum við New York Jets, Tennessee Titans og Seattle Seahawks. Lið Buffalo Bills hefur unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins. NFL Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Miller er dæmdur í bannið vegna brota á hegðunarreglum deildarinnar en NFL-deildin stóð að sjálfstæðri rannsókn á máli hans. NFL-deildin hefur ekki gefið skýringar á banninu en ljóst þykir að það sé vegna meintrar árásar á ólétta kærustu. Handtökuskipun var gefin út á hendur Miller í desember í fyrra eftir að lögregla var kölluð að heimili hans. Í bandarískum miðlum segir að Miller hafi verið að reka hana út af heimili þeirra í Dallas og byrjað að hrinda henni. Hann hafi þá þrýst á háls hennar áður en hann sjálfur gekk á dyr. Konan hringdi í kjölfarið í lögregluna og sáu lögregluþjónar mar á hálsi konunnar og höndum. Handtökuskipun var gefin út og Miller gaf sig fram á lögreglustöð skömmu síðar. Miller hefur sagt ásakanirnar „100 prósent rangar og ýktar“. Bandaríski miðilinn WFAA hafði síðar eftir konunni að málið hafi verið „tekið út úr samhengi, byggt á misskilningi“ og að um „munnlegan ágreining“ hafi verið að ræða. Engin ákæra hefur verið gefin út í málinu og Miller laus allra mála gagnvart dómskerfinu. Hann hefur haldið áfram að spila fyrir Bills í NFL-deildinni eftir að málið kom upp en nú hefur NFL-deildin hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að hann skuli sæta fjögurra leikja banni. Miller vann Ofurskálina með Denver Broncos árið 2015 og með Los Angeles Rams árið 2021. Hann er talinn á meðal betri varnarmanna síðasta áratugar og skrifaði undir 120 milljón dala, fimm ára samning, við Bills árið 2022. Miller fór áður í sex leikja bann árið 2013 fyrir notkun frammistöðubætandi lyfja. Miller missir af leik helgarinnar hjá Bills við Houston Texans og í kjölfarið leikjum við New York Jets, Tennessee Titans og Seattle Seahawks. Lið Buffalo Bills hefur unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins.
NFL Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira