Stytting námstíma til stúdentsprófs: Sjónarhorn menntarannsókna Elsa Eiríksdóttir, Guðrún Ragnarsdóttir, María Jónasdóttir og Valgerður S. Bjarnadóttir skrifa 3. október 2024 09:30 Veigamikil ákvörðun var tekin árið 2014 um að bóknám til stúdentsprófs í framhaldsskólum skyldi stytt úr fjórum árum í þrjú. Mikil og mikilvæg umræða hefur átt sér stað undanfarin misseri um áhrif þessara breytinga. Við undirritaðar störfum á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og höfum á undanförnum árum rannsakað áhrif styttingarinnar á inntak og uppbyggingu bóknámsbrauta til stúdentsprófs, samspili styttingarinnar við aðrar stefnubreytingar og mögulegar afleiðingar þessara breytinga þegar kemur að undirbúningi nemenda fyrir nám á háskólastigi. Áður en lengra er haldið er mikilvægt að rifja upp aðdraganda styttingarinnar. Með breytingum á lögum um framhaldsskóla árið 2008 var tekið upp nýtt einingakerfi og þurfti að endurskilgreina námsbrautir með hliðsjón af því. Jafnframt var tekinn upp hæfniviðmiða rammi að evrópskri fyrirmynd. Með tilkomu laganna var námskrárgerð falin framhaldsskólunum og þeim veitt frelsi til að hanna námsbrautir út frá sérstöðu skólanna og áherslum. Þá var einnig opnað fyrir þann möguleika að skipuleggja námsbrautir, m.a. stúdentsprófsbrautir, með þriggja ára námstíma. Að undanskildum nokkrum framhaldsskólum voru fáir sem innleiddu þriggja ára stúdentsprófsbrautir. Árið 2014, í kjölfar útgáfu Hvítbókar um umbætur í menntun tóku stjórnvöld einhliða ákvörðun um að allir framhaldsskólar skyldu stytta námstíma bóknámsbrauta til stúdentsprófs um eitt ár og fengu til þess eitt ár. Framhaldsskólum var í sjálfsvald sett að útfæra námsbrautarlýsingar fyrir þriggja ára stúdentsprófsbrautir í ljósi fyrrgreindra breytinga á verklagi við námsbrautagerð og gátu því farið mjög ólíkar leiðir að því markmiði að stytta námsskipan um eitt ár. Skólar þurftu að fá staðfestingu á námsbrautarlýsingum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu en að öðru leyti var ekki haldið utan um hvernig útfærsla nýrra námsbrauta var framkvæmd í framhaldsskólunum eða skoðað hvaða afleiðingar þessi einhliða stjórnvaldsákvörðun menntayfirvalda hafði á nám og kennslu í framhaldsskólum á Íslandi. Í tíu ár höfum við safnað fjölbreyttum gögnum um þróun framhaldsskólans og höfum því nokkuð góða yfirsýn yfir þá sögu sem rakin er hér að framan. Gögnin spanna viðtöl við ólíka hagaðila innan kerfisins; nemendur, skólastjórnendur, framhaldsskólakennara og háskólakennara. Við höfum einnig rýnt í uppbyggingu námsbrauta og safnað upplýsingum um námsframboð ólíkra framhaldsskóla. Niðurstöður okkar varpa ljósi á ýmsar kerfislægar áskoranir. Jafnvægið í inntaki námsins hefur raskast, hvort farið sé á dýptina eða breiddina. Áður voru skilgreindar fimm ólíkar stúdentsprófsbrautir þar sem gætt var að jafnvægi á milli dýptar námsins og breiddar þess. Í dag hafa nemendur val um tæplega 160 ólíkar útfærslur stúdentsprófsbrauta. Svo virðist sem framhaldsskólarnir hafi verið knúnir til að velja á milli þess að fækka einingum sem falla undir sérhæfingu brautar eða minnka frjálst val og hlutdeild annarra námsgreina. Í sumum tilfellum hefur inntak náms á stúdentsprófsbrautum verið skert mikið, sérstaklega ef litið er til fjölda eininga í einstaka námsgreinum. Einnig heyra málabrautir nánast sögunni til og í sumum skólum hefur orðið umtalsverður niðurskurður tungumála (annarra en ensku) og einstakra félagsgreina. Loks sýna niðurstöðurnar að verulega mikill munur er á framboði framhaldsskóla í einingafjölda þegar horft er til þeirra námsgreina sem Háskóli Íslands leggur áherslu á í inntökuskilyrðum sínum. Þetta þýðir að nemendur á samskonar brautum í ólíkum framhaldsskólum hafa ekki sömu möguleika þegar kemur að vali á háskólanámi og virðist stærð og staðsetning skóla ráða þar miklu. Niðurstöðurnar vekja upp áleitnar spurningar um það hvort jafnrétti meðal framhaldsskólanema sé tryggt. Til að opna á samtal um niðurstöður okkar bjóðum við til málþings þann 11. október næstkomandi kl. 13 í stofu VHV-023 í Veröld, húsi Vigdísar, Háskóla Íslands. Barna- og menntamálaráðherra opnar málstofuna, þá fara fram kynningar á helstu rannsóknarniðurstöðum og í lokin verða pallborðsumræður. Við hvetjum öll áhugasöm um málefni framhaldsskólans að koma, hlusta og taka þátt í samtalinu. Elsa Eiríksdóttir prófessor, Guðrún Ragnarsdóttir prófessor, María Jónasdóttir, aðjúnkt og doktorsefni og Valgerður S. Bjarnadóttir lektor á menntavísindasviði Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Háskólar Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Veigamikil ákvörðun var tekin árið 2014 um að bóknám til stúdentsprófs í framhaldsskólum skyldi stytt úr fjórum árum í þrjú. Mikil og mikilvæg umræða hefur átt sér stað undanfarin misseri um áhrif þessara breytinga. Við undirritaðar störfum á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og höfum á undanförnum árum rannsakað áhrif styttingarinnar á inntak og uppbyggingu bóknámsbrauta til stúdentsprófs, samspili styttingarinnar við aðrar stefnubreytingar og mögulegar afleiðingar þessara breytinga þegar kemur að undirbúningi nemenda fyrir nám á háskólastigi. Áður en lengra er haldið er mikilvægt að rifja upp aðdraganda styttingarinnar. Með breytingum á lögum um framhaldsskóla árið 2008 var tekið upp nýtt einingakerfi og þurfti að endurskilgreina námsbrautir með hliðsjón af því. Jafnframt var tekinn upp hæfniviðmiða rammi að evrópskri fyrirmynd. Með tilkomu laganna var námskrárgerð falin framhaldsskólunum og þeim veitt frelsi til að hanna námsbrautir út frá sérstöðu skólanna og áherslum. Þá var einnig opnað fyrir þann möguleika að skipuleggja námsbrautir, m.a. stúdentsprófsbrautir, með þriggja ára námstíma. Að undanskildum nokkrum framhaldsskólum voru fáir sem innleiddu þriggja ára stúdentsprófsbrautir. Árið 2014, í kjölfar útgáfu Hvítbókar um umbætur í menntun tóku stjórnvöld einhliða ákvörðun um að allir framhaldsskólar skyldu stytta námstíma bóknámsbrauta til stúdentsprófs um eitt ár og fengu til þess eitt ár. Framhaldsskólum var í sjálfsvald sett að útfæra námsbrautarlýsingar fyrir þriggja ára stúdentsprófsbrautir í ljósi fyrrgreindra breytinga á verklagi við námsbrautagerð og gátu því farið mjög ólíkar leiðir að því markmiði að stytta námsskipan um eitt ár. Skólar þurftu að fá staðfestingu á námsbrautarlýsingum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu en að öðru leyti var ekki haldið utan um hvernig útfærsla nýrra námsbrauta var framkvæmd í framhaldsskólunum eða skoðað hvaða afleiðingar þessi einhliða stjórnvaldsákvörðun menntayfirvalda hafði á nám og kennslu í framhaldsskólum á Íslandi. Í tíu ár höfum við safnað fjölbreyttum gögnum um þróun framhaldsskólans og höfum því nokkuð góða yfirsýn yfir þá sögu sem rakin er hér að framan. Gögnin spanna viðtöl við ólíka hagaðila innan kerfisins; nemendur, skólastjórnendur, framhaldsskólakennara og háskólakennara. Við höfum einnig rýnt í uppbyggingu námsbrauta og safnað upplýsingum um námsframboð ólíkra framhaldsskóla. Niðurstöður okkar varpa ljósi á ýmsar kerfislægar áskoranir. Jafnvægið í inntaki námsins hefur raskast, hvort farið sé á dýptina eða breiddina. Áður voru skilgreindar fimm ólíkar stúdentsprófsbrautir þar sem gætt var að jafnvægi á milli dýptar námsins og breiddar þess. Í dag hafa nemendur val um tæplega 160 ólíkar útfærslur stúdentsprófsbrauta. Svo virðist sem framhaldsskólarnir hafi verið knúnir til að velja á milli þess að fækka einingum sem falla undir sérhæfingu brautar eða minnka frjálst val og hlutdeild annarra námsgreina. Í sumum tilfellum hefur inntak náms á stúdentsprófsbrautum verið skert mikið, sérstaklega ef litið er til fjölda eininga í einstaka námsgreinum. Einnig heyra málabrautir nánast sögunni til og í sumum skólum hefur orðið umtalsverður niðurskurður tungumála (annarra en ensku) og einstakra félagsgreina. Loks sýna niðurstöðurnar að verulega mikill munur er á framboði framhaldsskóla í einingafjölda þegar horft er til þeirra námsgreina sem Háskóli Íslands leggur áherslu á í inntökuskilyrðum sínum. Þetta þýðir að nemendur á samskonar brautum í ólíkum framhaldsskólum hafa ekki sömu möguleika þegar kemur að vali á háskólanámi og virðist stærð og staðsetning skóla ráða þar miklu. Niðurstöðurnar vekja upp áleitnar spurningar um það hvort jafnrétti meðal framhaldsskólanema sé tryggt. Til að opna á samtal um niðurstöður okkar bjóðum við til málþings þann 11. október næstkomandi kl. 13 í stofu VHV-023 í Veröld, húsi Vigdísar, Háskóla Íslands. Barna- og menntamálaráðherra opnar málstofuna, þá fara fram kynningar á helstu rannsóknarniðurstöðum og í lokin verða pallborðsumræður. Við hvetjum öll áhugasöm um málefni framhaldsskólans að koma, hlusta og taka þátt í samtalinu. Elsa Eiríksdóttir prófessor, Guðrún Ragnarsdóttir prófessor, María Jónasdóttir, aðjúnkt og doktorsefni og Valgerður S. Bjarnadóttir lektor á menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun