Sigmundur birtist fyrirvaralaust Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. október 2024 13:39 Þingmennirnir hafa svo sannarlega brugðið á leik í kjördæmaviku. Nokkrir þingmenn Norðausturkjördæmis hafa staðið fyrir þverpólitískum gauragangi og gríni í ferð sinni um landshlutann í kjördæmaviku í myndböndum sem vakið hafa athygli á samfélagsmiðlum. Myndböndin birtast á reikningi Loga Einarssonar þingmanns Samfylkingarinnar þó Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins taki þau upp. Eins og flestir vita stendur nú yfir kjördæmavika á Alþingi. Þá ferðast þingmenn til sinna kjördæma, heimsækja hina ýmsu staði og heyra í ólíku fólki. Allajafna ferðast þinghópar saman sér í lagi í sínum kjördæmum en sú er ekki raunin í Norðausturkjördæmi. Þar ferðast þingmenn saman þvert á þingflokka, enda um stórt kjördæmi að ræða. „Við höfum alltaf haldið hópinn í kjördæmaviku, þetta er hefðin hjá okkur í Norðausturkjördæmi, það er mikið prógram hjá okkur, við erum að keyra um fimm hundruð kílómetra á dag og höfum nýtt tímann vel þó við tökum okkur ekki of hátíðlega,“ segir Njáll Trausti í samtali við Vísi. Klippa: Þingmenn bregða á leik í kjördæmaviku í Norðausturkjördæmi Var Logi að líkja Sigmundi við hval? Í einu myndbandanna eru þeir Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknarflokksins og Logi Einarsson staddir á Vopnafirði og ræða sín á milli að það sé synd að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sé ekki með þeim. Í ljós kemur að hann er svo sannarlega með þeim, í fyndnu myndbandi. Í næstu klippu sést hvernig Njáll leikstýrir sínum mönnum þeim Loga, Þórarni og Sigmundi í aðdraganda klippunnar. Logi skrifar við myndbandið: Njáll von Trier og vísar til eins þekktasta leikstjóra allra tíma Lars von Trier. „Góð myndataka skiptir höfuðmáli, það er ekki öllum gefið, enda lítur þetta allt saman mjög fagmannlega út,“ segir Njáll léttur í bragði. Ekki sjást allir þingmenn kjördæmisins í myndböndunum, en þeir eru tíu talsins. Njáll segir um ákveðinn einkahúmor að ræða í hópnum, fleiri séu og hafi verið með í för. Þeir séu nú staddir í Eyjafirði. Nóg ferðalag sé eftir. Í öðru myndbandinu ræða þeir félagar um hvali við höfnina í Húsavík og spyr Sigmundur hvort Logi hafi verið að líkja honum við hval? Alþingi Grín og gaman Norðausturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira
Eins og flestir vita stendur nú yfir kjördæmavika á Alþingi. Þá ferðast þingmenn til sinna kjördæma, heimsækja hina ýmsu staði og heyra í ólíku fólki. Allajafna ferðast þinghópar saman sér í lagi í sínum kjördæmum en sú er ekki raunin í Norðausturkjördæmi. Þar ferðast þingmenn saman þvert á þingflokka, enda um stórt kjördæmi að ræða. „Við höfum alltaf haldið hópinn í kjördæmaviku, þetta er hefðin hjá okkur í Norðausturkjördæmi, það er mikið prógram hjá okkur, við erum að keyra um fimm hundruð kílómetra á dag og höfum nýtt tímann vel þó við tökum okkur ekki of hátíðlega,“ segir Njáll Trausti í samtali við Vísi. Klippa: Þingmenn bregða á leik í kjördæmaviku í Norðausturkjördæmi Var Logi að líkja Sigmundi við hval? Í einu myndbandanna eru þeir Þórarinn Ingi Pétursson þingmaður Framsóknarflokksins og Logi Einarsson staddir á Vopnafirði og ræða sín á milli að það sé synd að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sé ekki með þeim. Í ljós kemur að hann er svo sannarlega með þeim, í fyndnu myndbandi. Í næstu klippu sést hvernig Njáll leikstýrir sínum mönnum þeim Loga, Þórarni og Sigmundi í aðdraganda klippunnar. Logi skrifar við myndbandið: Njáll von Trier og vísar til eins þekktasta leikstjóra allra tíma Lars von Trier. „Góð myndataka skiptir höfuðmáli, það er ekki öllum gefið, enda lítur þetta allt saman mjög fagmannlega út,“ segir Njáll léttur í bragði. Ekki sjást allir þingmenn kjördæmisins í myndböndunum, en þeir eru tíu talsins. Njáll segir um ákveðinn einkahúmor að ræða í hópnum, fleiri séu og hafi verið með í för. Þeir séu nú staddir í Eyjafirði. Nóg ferðalag sé eftir. Í öðru myndbandinu ræða þeir félagar um hvali við höfnina í Húsavík og spyr Sigmundur hvort Logi hafi verið að líkja honum við hval?
Alþingi Grín og gaman Norðausturkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Sjá meira