Ekki sniðugt að hafa öll eggin í sömu öskjunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. október 2024 12:35 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir aðra staði ættu að koma til greina undir varaflugvöll en Hvassahraun. Vísir/Arnar Eldfjallafræðingur segir marga aðra staða á landinu betri valkost fyrir varaflugvöll en Hvassahraun. Sama vá steðji að því svæði og að flugvöllunum í Reykjavík og Keflavík. Betra sé að hafa ekki öll eggin í sömu öskjunni. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra og Einar Þorsteinsson borgarstjóri lýstu því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að þau hallist að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. „Þetta flugvallastæði er á tiltölulega ungu hrauni. Það eru miklu meiri líkur á að hraun flæði yfir þetta svæði en það svæði sem núverandi flugvellir standa á. Það er bara staðreynd,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Hraunrennsli á svæðinu er ekki útilokað en fram kemur í skýrslu starfshóps að það þyrfti frekar stórt eldgos - tvöfalt stærra en það stærsta sem landsmenn hafa upplifað í Sundhnúksgígaröðinni á þessu ári. Hraun muni renna í átt að Hvassahrauni Þorvaldur segir að þær hermanir sem gerðar hafa verið sýni að komi upp eldgos á Krýsuvíkur- eða Trölladyngjurein renni hraun í átt að fyrirhuguðu flugvallastæði. Það sé rétt að það fari eftir stærð gossins hvort hraunið nái því en það sé alls ekki útilokað. „Það fer alveg eftir stærð gossins, hversu langvinnt gosið er og hversu útbreitt hraunrennslið er, hversu stór hraunbreiðslan verður. Hraun þarna í nágrenninu hafa flætt alla leið til sjávar, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.“ Skoða þurfi önnur flugvallastæði, þar sem eldfjallavá steðjar ekki að. Eins megi spyrja hvort allt þurfi að vera á suðvesturhorni landsins. „Það er kannski eðlilegt að hugsa um hlutina frá byggðalegu og samfélagslegu sjónarmiði. Á allt að vera á suðvesturhorninu?“ spyr Þorvaldur. „Ef við erum að hugsa þetta út frá út frá þessum hugsunarhætti að forðast að vera með öll eggin í sömu öskjunni ættum vð að forðast að hafa okkar varaflugvöll á svæði sem er undir sömu vá og Reykjanesskaginn.“ Fréttir af flugi Vogar Hafnarfjörður Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Ráðamenn ríkis og borgar hallast að því að halda áfram með Hvasshraun Innviðaráðherra og borgarstjóri hallast að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. 1. október 2024 20:20 Flugvöllur í Hvassahrauni enn inni í myndinni Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja skýrslu um möguleikann á flugvelli í Hvassahrauni. 1. október 2024 11:28 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra og Einar Þorsteinsson borgarstjóri lýstu því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að þau hallist að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. „Þetta flugvallastæði er á tiltölulega ungu hrauni. Það eru miklu meiri líkur á að hraun flæði yfir þetta svæði en það svæði sem núverandi flugvellir standa á. Það er bara staðreynd,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Hraunrennsli á svæðinu er ekki útilokað en fram kemur í skýrslu starfshóps að það þyrfti frekar stórt eldgos - tvöfalt stærra en það stærsta sem landsmenn hafa upplifað í Sundhnúksgígaröðinni á þessu ári. Hraun muni renna í átt að Hvassahrauni Þorvaldur segir að þær hermanir sem gerðar hafa verið sýni að komi upp eldgos á Krýsuvíkur- eða Trölladyngjurein renni hraun í átt að fyrirhuguðu flugvallastæði. Það sé rétt að það fari eftir stærð gossins hvort hraunið nái því en það sé alls ekki útilokað. „Það fer alveg eftir stærð gossins, hversu langvinnt gosið er og hversu útbreitt hraunrennslið er, hversu stór hraunbreiðslan verður. Hraun þarna í nágrenninu hafa flætt alla leið til sjávar, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.“ Skoða þurfi önnur flugvallastæði, þar sem eldfjallavá steðjar ekki að. Eins megi spyrja hvort allt þurfi að vera á suðvesturhorni landsins. „Það er kannski eðlilegt að hugsa um hlutina frá byggðalegu og samfélagslegu sjónarmiði. Á allt að vera á suðvesturhorninu?“ spyr Þorvaldur. „Ef við erum að hugsa þetta út frá út frá þessum hugsunarhætti að forðast að vera með öll eggin í sömu öskjunni ættum vð að forðast að hafa okkar varaflugvöll á svæði sem er undir sömu vá og Reykjanesskaginn.“
Fréttir af flugi Vogar Hafnarfjörður Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Ráðamenn ríkis og borgar hallast að því að halda áfram með Hvasshraun Innviðaráðherra og borgarstjóri hallast að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. 1. október 2024 20:20 Flugvöllur í Hvassahrauni enn inni í myndinni Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja skýrslu um möguleikann á flugvelli í Hvassahrauni. 1. október 2024 11:28 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Fleiri fréttir Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Sjá meira
Ráðamenn ríkis og borgar hallast að því að halda áfram með Hvasshraun Innviðaráðherra og borgarstjóri hallast að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. 1. október 2024 20:20
Flugvöllur í Hvassahrauni enn inni í myndinni Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja skýrslu um möguleikann á flugvelli í Hvassahrauni. 1. október 2024 11:28