Ekki sniðugt að hafa öll eggin í sömu öskjunni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. október 2024 12:35 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir aðra staði ættu að koma til greina undir varaflugvöll en Hvassahraun. Vísir/Arnar Eldfjallafræðingur segir marga aðra staða á landinu betri valkost fyrir varaflugvöll en Hvassahraun. Sama vá steðji að því svæði og að flugvöllunum í Reykjavík og Keflavík. Betra sé að hafa ekki öll eggin í sömu öskjunni. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra og Einar Þorsteinsson borgarstjóri lýstu því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að þau hallist að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. „Þetta flugvallastæði er á tiltölulega ungu hrauni. Það eru miklu meiri líkur á að hraun flæði yfir þetta svæði en það svæði sem núverandi flugvellir standa á. Það er bara staðreynd,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Hraunrennsli á svæðinu er ekki útilokað en fram kemur í skýrslu starfshóps að það þyrfti frekar stórt eldgos - tvöfalt stærra en það stærsta sem landsmenn hafa upplifað í Sundhnúksgígaröðinni á þessu ári. Hraun muni renna í átt að Hvassahrauni Þorvaldur segir að þær hermanir sem gerðar hafa verið sýni að komi upp eldgos á Krýsuvíkur- eða Trölladyngjurein renni hraun í átt að fyrirhuguðu flugvallastæði. Það sé rétt að það fari eftir stærð gossins hvort hraunið nái því en það sé alls ekki útilokað. „Það fer alveg eftir stærð gossins, hversu langvinnt gosið er og hversu útbreitt hraunrennslið er, hversu stór hraunbreiðslan verður. Hraun þarna í nágrenninu hafa flætt alla leið til sjávar, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.“ Skoða þurfi önnur flugvallastæði, þar sem eldfjallavá steðjar ekki að. Eins megi spyrja hvort allt þurfi að vera á suðvesturhorni landsins. „Það er kannski eðlilegt að hugsa um hlutina frá byggðalegu og samfélagslegu sjónarmiði. Á allt að vera á suðvesturhorninu?“ spyr Þorvaldur. „Ef við erum að hugsa þetta út frá út frá þessum hugsunarhætti að forðast að vera með öll eggin í sömu öskjunni ættum vð að forðast að hafa okkar varaflugvöll á svæði sem er undir sömu vá og Reykjanesskaginn.“ Fréttir af flugi Vogar Hafnarfjörður Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Ráðamenn ríkis og borgar hallast að því að halda áfram með Hvasshraun Innviðaráðherra og borgarstjóri hallast að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. 1. október 2024 20:20 Flugvöllur í Hvassahrauni enn inni í myndinni Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja skýrslu um möguleikann á flugvelli í Hvassahrauni. 1. október 2024 11:28 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Fleiri fréttir Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra og Einar Þorsteinsson borgarstjóri lýstu því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að þau hallist að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. „Þetta flugvallastæði er á tiltölulega ungu hrauni. Það eru miklu meiri líkur á að hraun flæði yfir þetta svæði en það svæði sem núverandi flugvellir standa á. Það er bara staðreynd,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Hraunrennsli á svæðinu er ekki útilokað en fram kemur í skýrslu starfshóps að það þyrfti frekar stórt eldgos - tvöfalt stærra en það stærsta sem landsmenn hafa upplifað í Sundhnúksgígaröðinni á þessu ári. Hraun muni renna í átt að Hvassahrauni Þorvaldur segir að þær hermanir sem gerðar hafa verið sýni að komi upp eldgos á Krýsuvíkur- eða Trölladyngjurein renni hraun í átt að fyrirhuguðu flugvallastæði. Það sé rétt að það fari eftir stærð gossins hvort hraunið nái því en það sé alls ekki útilokað. „Það fer alveg eftir stærð gossins, hversu langvinnt gosið er og hversu útbreitt hraunrennslið er, hversu stór hraunbreiðslan verður. Hraun þarna í nágrenninu hafa flætt alla leið til sjávar, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.“ Skoða þurfi önnur flugvallastæði, þar sem eldfjallavá steðjar ekki að. Eins megi spyrja hvort allt þurfi að vera á suðvesturhorni landsins. „Það er kannski eðlilegt að hugsa um hlutina frá byggðalegu og samfélagslegu sjónarmiði. Á allt að vera á suðvesturhorninu?“ spyr Þorvaldur. „Ef við erum að hugsa þetta út frá út frá þessum hugsunarhætti að forðast að vera með öll eggin í sömu öskjunni ættum vð að forðast að hafa okkar varaflugvöll á svæði sem er undir sömu vá og Reykjanesskaginn.“
Fréttir af flugi Vogar Hafnarfjörður Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Samgöngur Skipulag Tengdar fréttir Ráðamenn ríkis og borgar hallast að því að halda áfram með Hvasshraun Innviðaráðherra og borgarstjóri hallast að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. 1. október 2024 20:20 Flugvöllur í Hvassahrauni enn inni í myndinni Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja skýrslu um möguleikann á flugvelli í Hvassahrauni. 1. október 2024 11:28 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Fleiri fréttir Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Sjá meira
Ráðamenn ríkis og borgar hallast að því að halda áfram með Hvasshraun Innviðaráðherra og borgarstjóri hallast að því að haldið verði áfram að undirbúa flugvöll í Hvassahrauni, eftir að starfshópur komst að þeirri niðurstöðu að svæðið hentaði veðurfarslega og að hætta vegna hraunflæðis væri afar lítil. 1. október 2024 20:20
Flugvöllur í Hvassahrauni enn inni í myndinni Í hádegisfréttum fjöllum við um nýja skýrslu um möguleikann á flugvelli í Hvassahrauni. 1. október 2024 11:28