„Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. október 2024 13:04 Kylie Jenner kom sýningargestum á óvart þegar hún gekk tískupallinn fyrir Coperni. Lyvans Boolaky/Getty Images Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kylie Jenner kom tískusýningargestum á óvart í gær þegar hún lokaði sýningu franska tískuhússins Coperni með stæl. Kylie gekk tískupallinn síðust allra, rokkaði svartan galakjól og minnti á illgjarna Disney drottningu. Tískuvikan er í fullu fjöri í París um þessar mundir og stórstjörnur hvaðan af úr heiminum eru nú mætt til tískuhöfuðborgarinnar að virða fyrir sér nýjustu stefnur og strauma. Coperni sýningin var stórglæsileg og staðsetningin einstök þar sem viðburðurinn var haldinn í Disneylandi rétt fyrir utan París. Þetta ýtti undir þá upplifun að gestir væru staddir inni í ævintýri þar sem hátíska og Disney mætast á einstakan máta. Var þetta í fyrsta sinn sem Kylie gengur tískupallinn á tískuvikunni í París og var upplifunin að hennar sögn algjörlega ógleymanleg. „Takk fyrir mig Sebastian og Arnaud, ég get ekki einu sinni byrjað að lýsa því hvað ég er þakklát ykkur tveimur fyrir þetta ævintýrakvöld sem ég mun aldrei gleyma. Mér leið eins og alvöru prinsessu,“ skrifar Kylie á Instagram síðu sinni. Kylie leið eins og alvöru prinsessu.Lyvans Boolaky/Getty Images Kris Jenner, móðir Kylie og ein frægasta mamma í heimi, var sömuleiðis að springa úr stolti yfir dóttur sinni. View this post on Instagram A post shared by Kris Jenner (@krisjenner) Íslenski fatahönnuðurinn Hildur Yeoman var á sýningunni en hún selur Coperni í Yeoman verslun sinni. Hún sat á fremsta bekk og náði góðu sjónarhorni á Jenner en gestir sýningarinnar fóru svo í eftirpartý í rússíbana. Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman nýtur sín á tískuvikunni í París en verslun hennar selur meðal annars vörur frá franska tískuhúsinu Coperni.Instagram story @hilduryeoman Hildur náði góðu myndbandi af hinni heimsfrægu Kylie Jenner.Instagram story @hilduryeoman Tíska og hönnun Hollywood Mest lesið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hræddur við að deyja aftur í svefni Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira
Tískuvikan er í fullu fjöri í París um þessar mundir og stórstjörnur hvaðan af úr heiminum eru nú mætt til tískuhöfuðborgarinnar að virða fyrir sér nýjustu stefnur og strauma. Coperni sýningin var stórglæsileg og staðsetningin einstök þar sem viðburðurinn var haldinn í Disneylandi rétt fyrir utan París. Þetta ýtti undir þá upplifun að gestir væru staddir inni í ævintýri þar sem hátíska og Disney mætast á einstakan máta. Var þetta í fyrsta sinn sem Kylie gengur tískupallinn á tískuvikunni í París og var upplifunin að hennar sögn algjörlega ógleymanleg. „Takk fyrir mig Sebastian og Arnaud, ég get ekki einu sinni byrjað að lýsa því hvað ég er þakklát ykkur tveimur fyrir þetta ævintýrakvöld sem ég mun aldrei gleyma. Mér leið eins og alvöru prinsessu,“ skrifar Kylie á Instagram síðu sinni. Kylie leið eins og alvöru prinsessu.Lyvans Boolaky/Getty Images Kris Jenner, móðir Kylie og ein frægasta mamma í heimi, var sömuleiðis að springa úr stolti yfir dóttur sinni. View this post on Instagram A post shared by Kris Jenner (@krisjenner) Íslenski fatahönnuðurinn Hildur Yeoman var á sýningunni en hún selur Coperni í Yeoman verslun sinni. Hún sat á fremsta bekk og náði góðu sjónarhorni á Jenner en gestir sýningarinnar fóru svo í eftirpartý í rússíbana. Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman nýtur sín á tískuvikunni í París en verslun hennar selur meðal annars vörur frá franska tískuhúsinu Coperni.Instagram story @hilduryeoman Hildur náði góðu myndbandi af hinni heimsfrægu Kylie Jenner.Instagram story @hilduryeoman
Tíska og hönnun Hollywood Mest lesið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hræddur við að deyja aftur í svefni Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira