Trump lét sér ekki segjast og endurtók lygina Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 1. október 2024 07:24 Trump heimsótti Valdosta í gærkvöldi þar sem tjónið af völdum Helenu er mikið. EPA-EFE/ERIK S. LESSER Donald Trump heimsótti í gær bæinn Valdosta í Georgíuríki en bærinn er sem rústir einar eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. Trump hélt ræðu fyrir framan rústir húsgagnaverslunar þar sem hann fullyrti að Joe Biden forseti hefði verið sofandi þegar ríkisstjóri Georgíu reyndi að ná í hann vegna hamfaranna. Þetta var í annað sinn sem Trump hélt þessu fram í gær en í millitíðinni hafði ríkisstjórinn sjálfur, Brian Kemp, stigið fram og sagt að ekkert væri til í þessari fullyrðingu. Engu að síður endurtók Trump lygina í gærkvöldi. Kemp segist þvert á móti hafa verið í stöðugu sambandi við Kamölu Harris varaforseta auk þess sem Biden forseti hafi hringt og boðið fram aðstoð alríkisins í þeim hörmungum sem eru að ganga yfir. Biden sjálfur brást einnig reiður við þessum lygum þegar hann var spurður út í þær í gærkvöldi og sagði óábyrgt af Trump að fara með slíka staðlausa stafi á tímum sem þessum. Trump, sem ferðaðist til Valdosta með sjónvarpspredikaranum Franklin Graham sagðist einnig koma færandi hendi með gríðarlegt magn hjálpargagna fyrir íbúa Georgíu. Óljóst er þó um hvað er að ræða fyrir utan einn tankbíl af bensíni og nokkrar vatnsflöskur. Breska blaðið Guardian reyndi að fá nánari útlistingar á aðstoðinni frá fyrirtæki sjónvarpspredikarans, en fékk aðeins þau svör að nokkrir prestar hefðu verið sendir á staðinn. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Náttúruhamfarir Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira
Trump hélt ræðu fyrir framan rústir húsgagnaverslunar þar sem hann fullyrti að Joe Biden forseti hefði verið sofandi þegar ríkisstjóri Georgíu reyndi að ná í hann vegna hamfaranna. Þetta var í annað sinn sem Trump hélt þessu fram í gær en í millitíðinni hafði ríkisstjórinn sjálfur, Brian Kemp, stigið fram og sagt að ekkert væri til í þessari fullyrðingu. Engu að síður endurtók Trump lygina í gærkvöldi. Kemp segist þvert á móti hafa verið í stöðugu sambandi við Kamölu Harris varaforseta auk þess sem Biden forseti hafi hringt og boðið fram aðstoð alríkisins í þeim hörmungum sem eru að ganga yfir. Biden sjálfur brást einnig reiður við þessum lygum þegar hann var spurður út í þær í gærkvöldi og sagði óábyrgt af Trump að fara með slíka staðlausa stafi á tímum sem þessum. Trump, sem ferðaðist til Valdosta með sjónvarpspredikaranum Franklin Graham sagðist einnig koma færandi hendi með gríðarlegt magn hjálpargagna fyrir íbúa Georgíu. Óljóst er þó um hvað er að ræða fyrir utan einn tankbíl af bensíni og nokkrar vatnsflöskur. Breska blaðið Guardian reyndi að fá nánari útlistingar á aðstoðinni frá fyrirtæki sjónvarpspredikarans, en fékk aðeins þau svör að nokkrir prestar hefðu verið sendir á staðinn.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Náttúruhamfarir Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Sjá meira