„Fordæmalausar“ hörmungar eftir Helenu Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2024 15:16 Flóðin í Norður-Karólínu voru mjög umfangsmikil. AP/Kathy Kmonicek Neyðarástand ríkir víða í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena olli þar „fordæmalausum“ hörmungum. Úrhellið sem fylgdi Helenu olli þar stórum skyndiflóðum og aurskriðum og eru minnst 37 dánir en búist er við að talan muni hækka enn frekar. Í heildina er vitað til þess að rúmlega hundrað manns hafi dáið vegna Helenu. Í Norður-Karólínu urðu skemmdir víða í dölum sem umkringdir eru skógi vöxnum en bröttum hlíðum. Rafmagnslínur slitnuðu víða, vegir eru mikið skemmdir og vatnshreinsistöðvar óstarfhæfar. Keppst er við að koma neyðarbirgðum eins og vatni til fólks og gera við skemmdir eins hratt og auðið er. Meðal annars hefur verið notast við þyrlur til að flytja vatn og matvæli til afskekktra byggða. Fólk að sækjast eftir fersku vatni í Norður-Karólínu.AP/Jeffrey Collins Roy Cooper, ríkisstjóri Norður-Karólínu, hefur lýst hörmungunum þar sem fordæmalausum og segir það sama um nauðsynleg viðbrögð. Í frétt New York Times er haft eftir honum og öðrum embættismönnum að um 460 þúsund manns séu enn án rafmagns og að neyðarástandi hafi verið lýst yfir í tuttugu og fimm sýslu. Cooper sagði á blaðamannafundi í dag að hann teldi líklegt að látnum muni fjölga í vikunni, þegar björgunarmenn komast til byggða sem lokuðust af í hamförunum og flóðavatn síast í jörðina eða rennur áleiðis til sjávar. Björgunarstörf hafa þó reynst erfið víða í ríkinu, vegna áðurnefndra skemmda. Vegna þessa hafa ráðamenn ráðlagt fólki að halda kyrru fyrir, hafi það tök á því, en rúmlega fimmtíu leitarteymi eru sögð vinna að því að koma fólki sem hefur lokast inni til aðstoðar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Vegir eru víða lokaðir í Norður-Karólínu og er óttast að látnum muni fjölga þegar fleiri vegir opnast og björgunarmenn komast að einangruðum samfélögum.AP/Björgunarsveitir í Pamlicosýslu Bandaríkin Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Þrjátíu fórust í einni sýslu í Norður-Karólínu Að minnsta kosti þrjátíu létu lífið og fjölda annarra er saknað í einni og sömu sýslunni í Norður Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 30. september 2024 06:35 Hera Björk segir frá raunum sínum í Georgíu Hera Björk Brynjarsdóttir, Íslendingur sem býr í Valdosta í Georgíu þar sem fellibylurinn Helen reið yfir um helgina, segist aldrei hafa upplifað annað eins. Gífurlegar skemmdir eru á bænum eftir að tré hrundu ofan á hús og rafmagnslínur. Rafmagnslaust er í bænum og ekkert heitt vatn er heima hjá Heru. Ekki verður hægt að gera við rafmagnslínur fyrr en næsta laugardag. 29. september 2024 14:18 Einn stærsti fellibylur síðustu hundrað ára veldur usla í Flórída Helena, einn öflugasti og stærsti fellibylur Karíbahafsins síðustu öldina, hefur leitt til að minnsta kosti þriggja dauðsfalla í Bandaríkjunum í nótt. Fellibylurinn náði landi í Flórída nótt sem fjórða stigs fellibylur en hefur misst töluverðan kraft síðan þá og er nú yfir Georgíu. 27. september 2024 09:47 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Í heildina er vitað til þess að rúmlega hundrað manns hafi dáið vegna Helenu. Í Norður-Karólínu urðu skemmdir víða í dölum sem umkringdir eru skógi vöxnum en bröttum hlíðum. Rafmagnslínur slitnuðu víða, vegir eru mikið skemmdir og vatnshreinsistöðvar óstarfhæfar. Keppst er við að koma neyðarbirgðum eins og vatni til fólks og gera við skemmdir eins hratt og auðið er. Meðal annars hefur verið notast við þyrlur til að flytja vatn og matvæli til afskekktra byggða. Fólk að sækjast eftir fersku vatni í Norður-Karólínu.AP/Jeffrey Collins Roy Cooper, ríkisstjóri Norður-Karólínu, hefur lýst hörmungunum þar sem fordæmalausum og segir það sama um nauðsynleg viðbrögð. Í frétt New York Times er haft eftir honum og öðrum embættismönnum að um 460 þúsund manns séu enn án rafmagns og að neyðarástandi hafi verið lýst yfir í tuttugu og fimm sýslu. Cooper sagði á blaðamannafundi í dag að hann teldi líklegt að látnum muni fjölga í vikunni, þegar björgunarmenn komast til byggða sem lokuðust af í hamförunum og flóðavatn síast í jörðina eða rennur áleiðis til sjávar. Björgunarstörf hafa þó reynst erfið víða í ríkinu, vegna áðurnefndra skemmda. Vegna þessa hafa ráðamenn ráðlagt fólki að halda kyrru fyrir, hafi það tök á því, en rúmlega fimmtíu leitarteymi eru sögð vinna að því að koma fólki sem hefur lokast inni til aðstoðar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Vegir eru víða lokaðir í Norður-Karólínu og er óttast að látnum muni fjölga þegar fleiri vegir opnast og björgunarmenn komast að einangruðum samfélögum.AP/Björgunarsveitir í Pamlicosýslu
Bandaríkin Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Þrjátíu fórust í einni sýslu í Norður-Karólínu Að minnsta kosti þrjátíu létu lífið og fjölda annarra er saknað í einni og sömu sýslunni í Norður Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 30. september 2024 06:35 Hera Björk segir frá raunum sínum í Georgíu Hera Björk Brynjarsdóttir, Íslendingur sem býr í Valdosta í Georgíu þar sem fellibylurinn Helen reið yfir um helgina, segist aldrei hafa upplifað annað eins. Gífurlegar skemmdir eru á bænum eftir að tré hrundu ofan á hús og rafmagnslínur. Rafmagnslaust er í bænum og ekkert heitt vatn er heima hjá Heru. Ekki verður hægt að gera við rafmagnslínur fyrr en næsta laugardag. 29. september 2024 14:18 Einn stærsti fellibylur síðustu hundrað ára veldur usla í Flórída Helena, einn öflugasti og stærsti fellibylur Karíbahafsins síðustu öldina, hefur leitt til að minnsta kosti þriggja dauðsfalla í Bandaríkjunum í nótt. Fellibylurinn náði landi í Flórída nótt sem fjórða stigs fellibylur en hefur misst töluverðan kraft síðan þá og er nú yfir Georgíu. 27. september 2024 09:47 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Sjá meira
Þrjátíu fórust í einni sýslu í Norður-Karólínu Að minnsta kosti þrjátíu létu lífið og fjölda annarra er saknað í einni og sömu sýslunni í Norður Karólínu í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena gekk þar yfir. 30. september 2024 06:35
Hera Björk segir frá raunum sínum í Georgíu Hera Björk Brynjarsdóttir, Íslendingur sem býr í Valdosta í Georgíu þar sem fellibylurinn Helen reið yfir um helgina, segist aldrei hafa upplifað annað eins. Gífurlegar skemmdir eru á bænum eftir að tré hrundu ofan á hús og rafmagnslínur. Rafmagnslaust er í bænum og ekkert heitt vatn er heima hjá Heru. Ekki verður hægt að gera við rafmagnslínur fyrr en næsta laugardag. 29. september 2024 14:18
Einn stærsti fellibylur síðustu hundrað ára veldur usla í Flórída Helena, einn öflugasti og stærsti fellibylur Karíbahafsins síðustu öldina, hefur leitt til að minnsta kosti þriggja dauðsfalla í Bandaríkjunum í nótt. Fellibylurinn náði landi í Flórída nótt sem fjórða stigs fellibylur en hefur misst töluverðan kraft síðan þá og er nú yfir Georgíu. 27. september 2024 09:47
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent