Af „tapi“ Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar 30. september 2024 09:03 Í Morgunblaðinu 26. september síðastliðinn sakaði forstjóri Landsvirkjunar þau, sem vilja verja Þjórsá og lífríki hennar fyrir óafturkræfum áhrifum Hvammsvirkjunar, um að valda fyrirtækinu og íslensku samfélagi milljarða króna „tapi“ vegna meintra „tafa“ við byggingu virkjunarinnar. Þrátt fyrir hundalógíkina sem felst í þessum ásökunum skulum við umræðunnar vegna taka hana aðeins lengra. Árið 2015 sendi Landsvirkjun meðfylgjandi skjal með virkjanaáætlunum sínum til Landsnets (sem var þá raunar í meirihlutaeigu Landsvirkjunar) þar sem síðarnefnda fyrirtækið vann að kerfisáætlun sinni. Í áætlunum sínum sagðist Landsvirkjun gera ráð fyrir að reisa 15 nýjar virkjanir á árunum 2015–2024 og auka með þeim uppsett afl sitt um tæp 1100 MW og raforkuframleiðsluna um 7000 GWst/ári (um 50% aukning á þáverandi afli og raforkuframleiðslu fyrirtæksins). Inni í þessum áætlunum voru m.a. virkjun í Bjarnarflagi við Mývatn, þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár, Búrfellslundur, virkjun Hólmsár, Skrokkölduvirkjun, jarðhitavirkjun uppi við Hágöngulón og virkjun Stóru-Laxár sem Landsvirkjun gerði ráð fyrir að gangsetja árið 2024. Skemmst er frá því að segja að aðeins tvær virkjanir á þessu níu ára gamla plani eru komnar í gagnið; Þeistareykjavirkjun og stækkun Búrfellsvirkjunar. Hvert telur Landsvirkjun að „tapið“ sé af því að hinar hafi ekki verið reistar og hverjum er hægt að kenna um? Stoppuðu náttúruverndarsinnar allar þessar framkvæmdir? Blessunarlega komst áætlunin ekki til framkvæmda enda eru þessar hugmyndir andstæðar allri heilbrigðri skynsemi. Hefði framkvæmdaáætlun Landsvirkjunar frá 2015 orðið að veruleika, hvað hefði það kostað almenning og atvinnulífið vegna þenslu og ofhitnunar hagkerfisins? Hvar væri Landsvirkjun stödd í dag ef fyrirtækið hefði hent hátt í 1000 milljörðum króna í 15 virkjanir sem hefðu yfirmettað algjörlega hinn lokaða íslenska raforkumarkað og orsakað gríðarlegt offramboð af raforku? Landsvirkjun sakar fólk, sem ber hag náttúru, lífríkis og samfélags fyrir brjósti, um að kosta fyrirtækið milljarða króna í ímynduðu „tapi“ ár hvert. En ef við horfum á loftkenndar og allt að því háskalegar framkvæmdahugmyndir fyrirtækisins þá væri raunar eðlilegra að snúa þessu við og spyrja: Hvað ætli náttúruverndarhreyfingin hafi „sparað“ íslensku samfélagi mikla fjármuni í gegnum tíðina með því að halda aftur af draumórakenndri framkvæmdagleði Landsvirkjunar og annarra orkufyrirtækja sem taka raunverulegt tap náttúrunnar aldrei með í reikninginn? Er kannski kominn tími til að reikna dæmið í hina áttina? Höfundur er jarðfræðingur og formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snæbjörn Guðmundsson Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Í Morgunblaðinu 26. september síðastliðinn sakaði forstjóri Landsvirkjunar þau, sem vilja verja Þjórsá og lífríki hennar fyrir óafturkræfum áhrifum Hvammsvirkjunar, um að valda fyrirtækinu og íslensku samfélagi milljarða króna „tapi“ vegna meintra „tafa“ við byggingu virkjunarinnar. Þrátt fyrir hundalógíkina sem felst í þessum ásökunum skulum við umræðunnar vegna taka hana aðeins lengra. Árið 2015 sendi Landsvirkjun meðfylgjandi skjal með virkjanaáætlunum sínum til Landsnets (sem var þá raunar í meirihlutaeigu Landsvirkjunar) þar sem síðarnefnda fyrirtækið vann að kerfisáætlun sinni. Í áætlunum sínum sagðist Landsvirkjun gera ráð fyrir að reisa 15 nýjar virkjanir á árunum 2015–2024 og auka með þeim uppsett afl sitt um tæp 1100 MW og raforkuframleiðsluna um 7000 GWst/ári (um 50% aukning á þáverandi afli og raforkuframleiðslu fyrirtæksins). Inni í þessum áætlunum voru m.a. virkjun í Bjarnarflagi við Mývatn, þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár, Búrfellslundur, virkjun Hólmsár, Skrokkölduvirkjun, jarðhitavirkjun uppi við Hágöngulón og virkjun Stóru-Laxár sem Landsvirkjun gerði ráð fyrir að gangsetja árið 2024. Skemmst er frá því að segja að aðeins tvær virkjanir á þessu níu ára gamla plani eru komnar í gagnið; Þeistareykjavirkjun og stækkun Búrfellsvirkjunar. Hvert telur Landsvirkjun að „tapið“ sé af því að hinar hafi ekki verið reistar og hverjum er hægt að kenna um? Stoppuðu náttúruverndarsinnar allar þessar framkvæmdir? Blessunarlega komst áætlunin ekki til framkvæmda enda eru þessar hugmyndir andstæðar allri heilbrigðri skynsemi. Hefði framkvæmdaáætlun Landsvirkjunar frá 2015 orðið að veruleika, hvað hefði það kostað almenning og atvinnulífið vegna þenslu og ofhitnunar hagkerfisins? Hvar væri Landsvirkjun stödd í dag ef fyrirtækið hefði hent hátt í 1000 milljörðum króna í 15 virkjanir sem hefðu yfirmettað algjörlega hinn lokaða íslenska raforkumarkað og orsakað gríðarlegt offramboð af raforku? Landsvirkjun sakar fólk, sem ber hag náttúru, lífríkis og samfélags fyrir brjósti, um að kosta fyrirtækið milljarða króna í ímynduðu „tapi“ ár hvert. En ef við horfum á loftkenndar og allt að því háskalegar framkvæmdahugmyndir fyrirtækisins þá væri raunar eðlilegra að snúa þessu við og spyrja: Hvað ætli náttúruverndarhreyfingin hafi „sparað“ íslensku samfélagi mikla fjármuni í gegnum tíðina með því að halda aftur af draumórakenndri framkvæmdagleði Landsvirkjunar og annarra orkufyrirtækja sem taka raunverulegt tap náttúrunnar aldrei með í reikninginn? Er kannski kominn tími til að reikna dæmið í hina áttina? Höfundur er jarðfræðingur og formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða.
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun