„Ég bara hágrét í leikslok“ Hinrik Wöhler skrifar 28. september 2024 17:00 Langþráður draumur rættist í dag hjá Magnúsi Má Einarssyni. Vísir/Anton Brink Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var í skýjunum eftir að liðið sigraði Keflavík í umspili um sæti í Bestu deild karla.Afturelding hefur leikið í neðri deildum á Íslandi samfleytt síðan 1973 og var þetta gríðarlega stór stund fyrir þjálfarann og var hann skiljanlega hrærður í leikslok. „Ekkert eðlilega vel, bara besta tilfinning í heimi. Ég bara hágrét í leikslok, svo mikil vinna sem hefur farið í þetta og svo mikið af fólki. Sjáið þetta bara, þetta er bara rugl, bara geðveikt,“ sagði Magnús Már skömmu eftir leik. Mosfellsbær hefur aldrei átt knattspyrnufélag í efstu deild karla og Magnús segir að þetta hafi verið afar langt ferli en hann spilaði sjálfur með liðinu þegar liðið lék í þriðju efstu deild. „Þetta er búið að vera löng og ströng ganga. Afturelding knattspyrnudeildin er 50 ára en fyrir 25 árum var liðið í neðstu deild og síðan hefur þetta verið tröppugangur. Fólkið á svo mikið hrós skilið, strákarnir geðveikir og allt teymið í kringum þetta, bara rosalegt.“ Fjarlægur draumur í júlí Afturelding tapaði umspilsleiknum í fyrra á móti Vestra eftir að hafa leitt Lengjudeildina framan af tímabili. Í ár var sagan önnur en liðið var í neðri helming deildarinnar lengi vel en spiluðu gríðarlega vel í águst og september. „Ég held að við séum miklu tilbúnari sem félag. Þetta lið hér og allir í kringum þetta eru tilbúnari. Við erum búnir að læra mikið á þessu eina ári, það sem skilaði þessu var trú. Við höfðum trú á þessu allan tímann, við byrjum tímabilið illa og í júlí var þetta mjög fjarlægt en við höfðum allan tímann trú,“ segir Magnús Már um tímabilið. Það var líf og fjör hjá Mosfellingum á Laugardalsvelli í dag.Vísir/Anton Brink Það var mikil stemning í stúkunni á Laugardalsvelli og ljóst var að stemningin var ekki síðri á vellinum. Magnús tekur undir það. „Þessir gaurar hérna eru ekkert eðlilega góður hópur. Liðsheildin rosaleg og við vorum að fara klára þetta. Ef þú hefðir spurt mig þegar við vorum í fallbaráttu í júlí hefði ég samt sagt að við værum að fara gera þetta. Ég held að það hafi verið sami hljómur hjá öllum og það skilaði þessu.“ „Við vorum að spila allt í lagi. Þetta var stöngin út og vissum að við værum góðir í fótbolta. Við þurftum að fínpússa nokkra hluti og liðsheildin og trúin skilaði þessu,“ bætir Magnús við. Gleðin við völd í kvöld Það verður fagnað í Mosfellsbæ í kvöld.Vísir/Anton Brink Það verður hátíðarhöld í Mosfellsbæ í kvöld en leikmenn og stuðningsmenn ætla að fagna fram á rauða nótt. „Ég vildi ekki vita neitt fyrir leik hvað væri að fara gerast. Það verður pottþétt gaman í kvöld, komi þið með okkur. Við förum heim í Mosó að fagna,“ segir þjálfarinn kampakátur að lokum. Besta deild karla Afturelding Lengjudeild karla Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Sjá meira
„Ekkert eðlilega vel, bara besta tilfinning í heimi. Ég bara hágrét í leikslok, svo mikil vinna sem hefur farið í þetta og svo mikið af fólki. Sjáið þetta bara, þetta er bara rugl, bara geðveikt,“ sagði Magnús Már skömmu eftir leik. Mosfellsbær hefur aldrei átt knattspyrnufélag í efstu deild karla og Magnús segir að þetta hafi verið afar langt ferli en hann spilaði sjálfur með liðinu þegar liðið lék í þriðju efstu deild. „Þetta er búið að vera löng og ströng ganga. Afturelding knattspyrnudeildin er 50 ára en fyrir 25 árum var liðið í neðstu deild og síðan hefur þetta verið tröppugangur. Fólkið á svo mikið hrós skilið, strákarnir geðveikir og allt teymið í kringum þetta, bara rosalegt.“ Fjarlægur draumur í júlí Afturelding tapaði umspilsleiknum í fyrra á móti Vestra eftir að hafa leitt Lengjudeildina framan af tímabili. Í ár var sagan önnur en liðið var í neðri helming deildarinnar lengi vel en spiluðu gríðarlega vel í águst og september. „Ég held að við séum miklu tilbúnari sem félag. Þetta lið hér og allir í kringum þetta eru tilbúnari. Við erum búnir að læra mikið á þessu eina ári, það sem skilaði þessu var trú. Við höfðum trú á þessu allan tímann, við byrjum tímabilið illa og í júlí var þetta mjög fjarlægt en við höfðum allan tímann trú,“ segir Magnús Már um tímabilið. Það var líf og fjör hjá Mosfellingum á Laugardalsvelli í dag.Vísir/Anton Brink Það var mikil stemning í stúkunni á Laugardalsvelli og ljóst var að stemningin var ekki síðri á vellinum. Magnús tekur undir það. „Þessir gaurar hérna eru ekkert eðlilega góður hópur. Liðsheildin rosaleg og við vorum að fara klára þetta. Ef þú hefðir spurt mig þegar við vorum í fallbaráttu í júlí hefði ég samt sagt að við værum að fara gera þetta. Ég held að það hafi verið sami hljómur hjá öllum og það skilaði þessu.“ „Við vorum að spila allt í lagi. Þetta var stöngin út og vissum að við værum góðir í fótbolta. Við þurftum að fínpússa nokkra hluti og liðsheildin og trúin skilaði þessu,“ bætir Magnús við. Gleðin við völd í kvöld Það verður fagnað í Mosfellsbæ í kvöld.Vísir/Anton Brink Það verður hátíðarhöld í Mosfellsbæ í kvöld en leikmenn og stuðningsmenn ætla að fagna fram á rauða nótt. „Ég vildi ekki vita neitt fyrir leik hvað væri að fara gerast. Það verður pottþétt gaman í kvöld, komi þið með okkur. Við förum heim í Mosó að fagna,“ segir þjálfarinn kampakátur að lokum.
Besta deild karla Afturelding Lengjudeild karla Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn