Utan vallar: Ungt og leikur sér Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2024 10:31 Benóný Breki Andrésson (2005), Jakob Franz Pálsson (2003), Danijel Dejan Djuric (2003) og Jóhannes Kristinn Bjarnason (2005) eru meðal þeirra efnilegu leikmanna sem spila í Bestu deildinni. Deildin þarf fleiri slíka. Þó stærstu nöfn Bestu deildar karla í fótbolta séu flest öll fullvaxta karlmenn sem eru við það að vera komnir fram yfir síðasta söludag þá hafa margir undir leikmenn látið ljós sitt skína í sumar. Við höldum í vonina að fleiri stígi í þeirra fótspor á næstu árum. Upphaflega átti þessi pistill að vera gagnrýni á hversu fáir ungir leikmenn fái sénsinn í Bestu deild karla. Það hefur verið lenskan undanfarin ár að sanka að sér eldri leikmönnum, einna helst þeim sem eru að koma heim úr atvinnumennsku. Vissulega eru margir þeirra frábær viðbót við deildina og sumir eflaust góð fordæmi fyrir yngri leikmenn sem eru að stíga sín fyrstu skref en það er þó alltaf skemmtilegt að sjá unga leikmenn koma upp og gera það gott fyrir uppeldisfélag sitt. Eftir smá grúsk komst undirritaður að því að talsvert fleiri ungir leikmenn höfðu fengið sénsinn í Bestu deild karla en honum hefði grunað. Það er þó ekki að segja að allir séu í stórum hlutverkum hjá sínum liðum en í hlutverki þó. Tvö lið bera af hvað varða gamla leikmenn en þau verða þó ekki nefnd hér, þið vitið hvaða lið það eru. Á föstudag var birtur listi hér á Vísi þar sem farið var yfir tíu bestu guttana í Bestu deildinni. Ákveðið var að þeir þyrftu að vera á 20. aldursári eða yngri, það er fæddir 2004. Það er ávallt umdeild hvenær hætta skal að kalla leikmenn efnilega eða „unga.“ Cole Palmer (2002) var til að mynda kosinn besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildar karla í vor. Hvað listann hér að ofan varðar þá eru þarna margir frábærir leikmenn og vert að hrósa Stjörnunni alveg sérstaklega fyrir að eiga fimm leikmenn á aðeins tíu manna lista. Það sem meira er, einn þeirra hefur þegar verið seldur í atvinnumennsku á meðan annar er á láni frá atvinnumannafélagi í Svíþjóð og snýr til baka reynslunni ríkari. Segja má að nákvæmlega það sé ágóðinn af því að spila ungum leikmönnum, það er að selja þá erlendis og vonandi fá frekari summu ef þeir verða seldir lengra. Þó KR hafi átt nærri sögulega lélegt tímabil má reikna með að Benóný Breki Andrésson (2005) verði seldur erlendis í haust. Hann var nálægt því að ganga til liðs við Gautaborg sem leikur í efstu deild Svíþjóðar síðasta vetur en það gekk á endanum ekki upp. Það skýtur skökku við að topplið á Norðurlöndunum geti verið með unga leikmenn í lykilstöðu á vellinum en það sé ekki hægt í Bestu deildinni á Íslandi. Ef við horfum í örlítið eldri leikmenn þá standa Víkingar vel að vígi þar sem bæði Ari Sigurpálsson og Danijel Dejan Djuric eru fæddir árið 2003. Segja má að Víkingar séu ef til vill í örlítið snúnari stöðu en önnur félög landsins þar sem þeir hafa undanfarin misseri verið að berjast á öllum vígstöðvum. Það er þó engin afsökun fyrir að spila ekki ungum leikmönnum - eins og við sjáum frekari dæmi um hér að neðan - og hafa Víkingar gert vel í að spila drengjum fæddum 2003 í sumar. Þá er Gísli Gottskálk Þórðarson (2004) orðinn lykilmaður eftir meiðsli eldri leikmanna og Daði Berg Jónsson (2006) hefur fengið mínútur. Breiðablik, helsti andstæðingur Víkings, undanfarin misseri var lengi vel þekkt fyrir að vera útungunarstöð fyrir unga leikmenn, bæði inn í aðallið þess sem og í atvinnumennsku. Blikar selja enn leikmenn erlendis en meðalaldur meistaraflokksins verður hins vegar eldri með hverju árinu. Réð félagið Alfreð Finnbogason, fyrrverandi landsliðsframherja og eina af stjörnum Breiðabliks, sem tæknilegan ráðgjafa en hann vill sjá uppeldisfélag sitt snúa aftur til sinna gildanna sem einkenndu liðið árum saman. „Þegar Breiðablik leitaði til mín varðandi það að hjálpa þeim að móta stefnu næstu ára ... Mikilvægast er að Breiðablik haldi áfram því frábæra starfi sem það er þekkt fyrir síðustu 15 árin, sem er að spila góðan og árangursríkan fótbolta, ásamt þvi að gefa ungum leikmönnum tækifæri eins og hefðin hefur verið.“ Jafnframt er vert að hrósa Fram sem hefur nú þegar selt framherjann Viktor Bjarka Daðason (2008) til FC Kaupmannahafnar og miðjumanninn Breka Baldursson (2006) til Esbjerg í Danmörku. Þá er Þorri Stefán Þorbjörnsson (2006) eftirsóttur af félögum erlendis eftir gott tímabil. Þá hefur KR verið duglegt að leita í yngri flokka félagsins enda eldri leikmenn ef til vill ekki staðið undir væntingm í sumar. Ásamt Benóný Breka má nefa Jón Arnar Sigurðsson (2010), Jóhannes Kristinn Bjarnason (2005), Rúrik Gunnarsson (2005), Birgi Stein Styrmisson (2004) og þá varð Alexander Rafn Pálmason (2010) yngsti leikmaður til að spila í efstu deild hér á landi. Aldur skiptir ekki stærstu lið Skandinavíu máli Það vantar stöðugleika í unga leikmenn og það er ljóst að ef markmiðið er að ná árangri er ekki hægt að stilla upp liði eingöngu skipað táningum en það er alltaf hægt að finna pláss fyrir einn eða tvo, jafnvel fleiri. Bodö/Glimt, topplið Noregs, lagði Porto frá Portúgal 3-2 í Evrópudeildinni á miðvikudaginn var þrátt fyrir að vera manni færri nær allan síðari hálfleikinn. Það sem meira er, annar af miðvörðum heimaliðsins er aðeins 19 ára gamall. Þó hann hafi verið eini leikmaður Bodö/Glimt undir tvítugu var aðeins einn yfir þrítugt í byrjunarliðinu. Gulir fagna í Noregi.EPA-EFE/Mats Torbergsen Einnig vakti athygli að hinn 23 ára gamli framherji Kasper Høgh, sem lék með Val hér á landi um stund árið 2020, skoraði og lagði upp í þessum ótrúlega sigri. Danmerkurmeistarar Midtjylland gerðu 1-1 jafntefli við Hoffenheim í Evrópudeildinni. Elías Rafn Ólafsson stóð vaktina í markinu og alls komu fjórir leikmenn við sögu sem voru á 20. aldursári eða yngri. Denil Castillo (2004) og Dario Osorio (2004) voru í byrjunarliðinu á meðan Pedro Bravo (2004) og Valdemar Byskov (2005) komu inn af bekknum. Það er nefnilega alltaf hægt að finna pláss fyrir unga og efnilega leikmenn, sama hversu mikilvægur leikurinn er. Elías Rafn er fæddur árið 2000. Af aðalmarkvörðum Bestu deildarinnar eru aðeins Árni Marinó Einarsson (ÍA) og Ólafur Kristófer Helgason (Fylkir) yngri.EPA-EFE/Bo Amstrup Það ætti því ekki að vera erfitt fyrir lið hér á landi að fylgja í sömu fótspor. Mörg þeirra hafa nú þegar gert það og hafa margir táningar fengið smjörþefinn af Bestu deildinni en betur má ef duga skal. Það fylgir ákveðin spenna því að sjá unga leikmenn stíga sín fyrstu skref og það gæti gert góða deild enn betri, þetta er jú ungt og leikur sér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira
Upphaflega átti þessi pistill að vera gagnrýni á hversu fáir ungir leikmenn fái sénsinn í Bestu deild karla. Það hefur verið lenskan undanfarin ár að sanka að sér eldri leikmönnum, einna helst þeim sem eru að koma heim úr atvinnumennsku. Vissulega eru margir þeirra frábær viðbót við deildina og sumir eflaust góð fordæmi fyrir yngri leikmenn sem eru að stíga sín fyrstu skref en það er þó alltaf skemmtilegt að sjá unga leikmenn koma upp og gera það gott fyrir uppeldisfélag sitt. Eftir smá grúsk komst undirritaður að því að talsvert fleiri ungir leikmenn höfðu fengið sénsinn í Bestu deild karla en honum hefði grunað. Það er þó ekki að segja að allir séu í stórum hlutverkum hjá sínum liðum en í hlutverki þó. Tvö lið bera af hvað varða gamla leikmenn en þau verða þó ekki nefnd hér, þið vitið hvaða lið það eru. Á föstudag var birtur listi hér á Vísi þar sem farið var yfir tíu bestu guttana í Bestu deildinni. Ákveðið var að þeir þyrftu að vera á 20. aldursári eða yngri, það er fæddir 2004. Það er ávallt umdeild hvenær hætta skal að kalla leikmenn efnilega eða „unga.“ Cole Palmer (2002) var til að mynda kosinn besti ungi leikmaður ensku úrvalsdeildar karla í vor. Hvað listann hér að ofan varðar þá eru þarna margir frábærir leikmenn og vert að hrósa Stjörnunni alveg sérstaklega fyrir að eiga fimm leikmenn á aðeins tíu manna lista. Það sem meira er, einn þeirra hefur þegar verið seldur í atvinnumennsku á meðan annar er á láni frá atvinnumannafélagi í Svíþjóð og snýr til baka reynslunni ríkari. Segja má að nákvæmlega það sé ágóðinn af því að spila ungum leikmönnum, það er að selja þá erlendis og vonandi fá frekari summu ef þeir verða seldir lengra. Þó KR hafi átt nærri sögulega lélegt tímabil má reikna með að Benóný Breki Andrésson (2005) verði seldur erlendis í haust. Hann var nálægt því að ganga til liðs við Gautaborg sem leikur í efstu deild Svíþjóðar síðasta vetur en það gekk á endanum ekki upp. Það skýtur skökku við að topplið á Norðurlöndunum geti verið með unga leikmenn í lykilstöðu á vellinum en það sé ekki hægt í Bestu deildinni á Íslandi. Ef við horfum í örlítið eldri leikmenn þá standa Víkingar vel að vígi þar sem bæði Ari Sigurpálsson og Danijel Dejan Djuric eru fæddir árið 2003. Segja má að Víkingar séu ef til vill í örlítið snúnari stöðu en önnur félög landsins þar sem þeir hafa undanfarin misseri verið að berjast á öllum vígstöðvum. Það er þó engin afsökun fyrir að spila ekki ungum leikmönnum - eins og við sjáum frekari dæmi um hér að neðan - og hafa Víkingar gert vel í að spila drengjum fæddum 2003 í sumar. Þá er Gísli Gottskálk Þórðarson (2004) orðinn lykilmaður eftir meiðsli eldri leikmanna og Daði Berg Jónsson (2006) hefur fengið mínútur. Breiðablik, helsti andstæðingur Víkings, undanfarin misseri var lengi vel þekkt fyrir að vera útungunarstöð fyrir unga leikmenn, bæði inn í aðallið þess sem og í atvinnumennsku. Blikar selja enn leikmenn erlendis en meðalaldur meistaraflokksins verður hins vegar eldri með hverju árinu. Réð félagið Alfreð Finnbogason, fyrrverandi landsliðsframherja og eina af stjörnum Breiðabliks, sem tæknilegan ráðgjafa en hann vill sjá uppeldisfélag sitt snúa aftur til sinna gildanna sem einkenndu liðið árum saman. „Þegar Breiðablik leitaði til mín varðandi það að hjálpa þeim að móta stefnu næstu ára ... Mikilvægast er að Breiðablik haldi áfram því frábæra starfi sem það er þekkt fyrir síðustu 15 árin, sem er að spila góðan og árangursríkan fótbolta, ásamt þvi að gefa ungum leikmönnum tækifæri eins og hefðin hefur verið.“ Jafnframt er vert að hrósa Fram sem hefur nú þegar selt framherjann Viktor Bjarka Daðason (2008) til FC Kaupmannahafnar og miðjumanninn Breka Baldursson (2006) til Esbjerg í Danmörku. Þá er Þorri Stefán Þorbjörnsson (2006) eftirsóttur af félögum erlendis eftir gott tímabil. Þá hefur KR verið duglegt að leita í yngri flokka félagsins enda eldri leikmenn ef til vill ekki staðið undir væntingm í sumar. Ásamt Benóný Breka má nefa Jón Arnar Sigurðsson (2010), Jóhannes Kristinn Bjarnason (2005), Rúrik Gunnarsson (2005), Birgi Stein Styrmisson (2004) og þá varð Alexander Rafn Pálmason (2010) yngsti leikmaður til að spila í efstu deild hér á landi. Aldur skiptir ekki stærstu lið Skandinavíu máli Það vantar stöðugleika í unga leikmenn og það er ljóst að ef markmiðið er að ná árangri er ekki hægt að stilla upp liði eingöngu skipað táningum en það er alltaf hægt að finna pláss fyrir einn eða tvo, jafnvel fleiri. Bodö/Glimt, topplið Noregs, lagði Porto frá Portúgal 3-2 í Evrópudeildinni á miðvikudaginn var þrátt fyrir að vera manni færri nær allan síðari hálfleikinn. Það sem meira er, annar af miðvörðum heimaliðsins er aðeins 19 ára gamall. Þó hann hafi verið eini leikmaður Bodö/Glimt undir tvítugu var aðeins einn yfir þrítugt í byrjunarliðinu. Gulir fagna í Noregi.EPA-EFE/Mats Torbergsen Einnig vakti athygli að hinn 23 ára gamli framherji Kasper Høgh, sem lék með Val hér á landi um stund árið 2020, skoraði og lagði upp í þessum ótrúlega sigri. Danmerkurmeistarar Midtjylland gerðu 1-1 jafntefli við Hoffenheim í Evrópudeildinni. Elías Rafn Ólafsson stóð vaktina í markinu og alls komu fjórir leikmenn við sögu sem voru á 20. aldursári eða yngri. Denil Castillo (2004) og Dario Osorio (2004) voru í byrjunarliðinu á meðan Pedro Bravo (2004) og Valdemar Byskov (2005) komu inn af bekknum. Það er nefnilega alltaf hægt að finna pláss fyrir unga og efnilega leikmenn, sama hversu mikilvægur leikurinn er. Elías Rafn er fæddur árið 2000. Af aðalmarkvörðum Bestu deildarinnar eru aðeins Árni Marinó Einarsson (ÍA) og Ólafur Kristófer Helgason (Fylkir) yngri.EPA-EFE/Bo Amstrup Það ætti því ekki að vera erfitt fyrir lið hér á landi að fylgja í sömu fótspor. Mörg þeirra hafa nú þegar gert það og hafa margir táningar fengið smjörþefinn af Bestu deildinni en betur má ef duga skal. Það fylgir ákveðin spenna því að sjá unga leikmenn stíga sín fyrstu skref og það gæti gert góða deild enn betri, þetta er jú ungt og leikur sér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Sjá meira