Einn stærsti fellibylur síðustu hundrað ára veldur usla í Flórída Samúel Karl Ólason skrifar 27. september 2024 09:47 Mynd af Helenu sem tekin var úr gervhnetti, áður en auga fellibylsins náði landi í Flórída. AP/NOAA Helena, einn öflugasti og stærsti fellibylur Karíbahafsins síðustu öldina, hefur leitt til að minnsta kosti þriggja dauðsfalla í Bandaríkjunum í nótt. Fellibylurinn náði landi í Flórída nótt sem fjórða stigs fellibylur en hefur misst töluverðan kraft síðan þá og er nú yfir Georgíu. Rúmlega 2,4 milljónir íbúa á svæðinu eru án rafmagns en öflugar vindhviður eru sagðar hafa valdið miklum skaða á dreifikerfi Flórída og Georgíu. Einn er sagður hafa dáið í Flórída þegar skilti fauk á bíl viðkomandi og tveir létu lífið vegna hvirfilbyls í Georgíu. Vindhraði Helenu mældist þegar mest var allt að 63 metrar á sekúndu, samkvæmt Washington Post. Sjór náði langt inn á land Embættismenn í Flórída höfðu varað við því að sjávarstaða gæti hækkað um allt að sex metra vegna Helenu. Sjávarhæðarmælar í Tampa-Flóa, sem er nokkuð frá staðnum þar sem Helena náði landi, sýndu að hæstu sjávarhæð sem mælst hefur frá því mælingar hófust árið 1950. Fimm slíkir mælar eru í Tampa Bay, sem er í rúmlega hundrað og fimmtíu kílómetra fjarlægð frá staðnum þar sem auga Helenu náði landi. Allir mælar sýndu umtalsverða hækkun frá gamla metinu, samkvæmt frétt CNN. Met eins mælis hækkað um 69 sentímetra. Þvermál Helenu mældist þegar mest var um 675 kílómetrar, sem er mun meira en aðrir kröftugir fellibylir sem farið hafa yfir svæðið á undanförnum árum. Flóðbylgjur sem fellibyljir af þessar stærðargráðu valda eru iðulega það hættulegasta við þá. Vindur getur fellt tré, rifið þök af húsi og valdið rafmagnsleysi. Flóðbylgjurnar geta þó rifið hús af grunni, skolað vegum og brúm á brott og drekkt fólki í massavís. Sérfræðingar segja flóðbylgjur valda mun fleiri dauðsföllum en sterkar vindhviður. Enn er nótt í Flórída og er lítið til af mynefni af skemmdunum sem Helena hefur valdið. Margir rigningarmælar í Flórída og Norður- og Suður-Karólínu hafa sýnt allt að 23 sentímetra rigningu. Íbúar þessara ríkja hafa verið varaðir við skyndiflóðum. In particular the inland wind hazards of #Helene are highlighted by the new experimental cone. A widespread area of Tropical Storm Warnings are still in effect for North Florida, most of Georgia, all of South Carolina, and Western North Carolina. pic.twitter.com/7o2sJASqwy— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 27, 2024 The Skyway Bridge and the Howard Frankland Bridge are both CLOSED due to high winds and storm surge. Motorists should stay off the highways. #Helene pic.twitter.com/OAM2aMUPEP— FHP Tampa (@FHPTampa) September 26, 2024 Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Sjá meira
Rúmlega 2,4 milljónir íbúa á svæðinu eru án rafmagns en öflugar vindhviður eru sagðar hafa valdið miklum skaða á dreifikerfi Flórída og Georgíu. Einn er sagður hafa dáið í Flórída þegar skilti fauk á bíl viðkomandi og tveir létu lífið vegna hvirfilbyls í Georgíu. Vindhraði Helenu mældist þegar mest var allt að 63 metrar á sekúndu, samkvæmt Washington Post. Sjór náði langt inn á land Embættismenn í Flórída höfðu varað við því að sjávarstaða gæti hækkað um allt að sex metra vegna Helenu. Sjávarhæðarmælar í Tampa-Flóa, sem er nokkuð frá staðnum þar sem Helena náði landi, sýndu að hæstu sjávarhæð sem mælst hefur frá því mælingar hófust árið 1950. Fimm slíkir mælar eru í Tampa Bay, sem er í rúmlega hundrað og fimmtíu kílómetra fjarlægð frá staðnum þar sem auga Helenu náði landi. Allir mælar sýndu umtalsverða hækkun frá gamla metinu, samkvæmt frétt CNN. Met eins mælis hækkað um 69 sentímetra. Þvermál Helenu mældist þegar mest var um 675 kílómetrar, sem er mun meira en aðrir kröftugir fellibylir sem farið hafa yfir svæðið á undanförnum árum. Flóðbylgjur sem fellibyljir af þessar stærðargráðu valda eru iðulega það hættulegasta við þá. Vindur getur fellt tré, rifið þök af húsi og valdið rafmagnsleysi. Flóðbylgjurnar geta þó rifið hús af grunni, skolað vegum og brúm á brott og drekkt fólki í massavís. Sérfræðingar segja flóðbylgjur valda mun fleiri dauðsföllum en sterkar vindhviður. Enn er nótt í Flórída og er lítið til af mynefni af skemmdunum sem Helena hefur valdið. Margir rigningarmælar í Flórída og Norður- og Suður-Karólínu hafa sýnt allt að 23 sentímetra rigningu. Íbúar þessara ríkja hafa verið varaðir við skyndiflóðum. In particular the inland wind hazards of #Helene are highlighted by the new experimental cone. A widespread area of Tropical Storm Warnings are still in effect for North Florida, most of Georgia, all of South Carolina, and Western North Carolina. pic.twitter.com/7o2sJASqwy— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 27, 2024 The Skyway Bridge and the Howard Frankland Bridge are both CLOSED due to high winds and storm surge. Motorists should stay off the highways. #Helene pic.twitter.com/OAM2aMUPEP— FHP Tampa (@FHPTampa) September 26, 2024
Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Sjá meira