Ætlar sér að vinna heimsleikana í Crossfit Stefán Árni Pálsson skrifar 27. september 2024 08:01 Breki er ótrúlegur íþróttamaður. Vísir/einar Breki Þórðarson hafnaði í öðru sæti á heimsleikum fatlaðra í Crossfit. Hann setur stefnuna á það að keppa í Crossfit ófatlaðra. Breki er nýkominn frá heimsleikunum í Texas í Bandaríkjunum þar sem hann náði þessum frábæra árangri. Hann keppir í sínum fötlunarflokki en Breki fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla og er einhentur en lætur það ekki stoppa sig að ná markmiðum sínum. „Fyrsti dagurinn byrjaði mjög sterkt og þá öðlaðist ég mikið sjálfstraust fyrir næstu dögum. Síðan gekk þetta svona upp og ofan eftir það og síðustu tvær greinarnar gekk mér ekkert allt of vel í og ég hefði viljað framkvæma betur. En ef einhver hefði sagt við mig fyrir leikana að ég myndi lenda í öðru sæti þá hefði ég tekið því. En eftir fyrsta daginn var ég farinn að sjá fyrir mér að ég gæti hafnað í fyrsta sætinu og því var þetta smá súrsætt,“ segir Breki í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Sumar æfingar of erfiðar Eins og áður segir fæddist Breki og er hann einhentur. „Sumar greinar eru þannig að ég get varla framkvæmt þær, eins og hreyfingar þar sem ég þarf að vera með tvö handlóð. Ég er aftur á móti búinn að læra að nota stöngina við upphífingar og annað. En tvö handlóð er frekar erfitt. Svo eru einhver atriði sem eru þess eðlis, að ég kannski get gert þau en það er erfiðara fyrir mig.“ Breki starfar sem verkefnastjóri hjá Eflu og getur ekki lifað á því að vera Crossfittari. „Því miður borgar þetta ekki nægilega mikið til að ég geti verið atvinnumaður. Ég fékk einhvern hundrað þúsund kall fyrir að lenda í öðru sæti. Ég vinn því fullt starf hjá Eflu og síðan kem ég hingað á kvöldin og æfi.“ Hann setur markið á það að vinna heimsleikana í Crossfit fatlaðra á næstu leikum og hefur einnig hug á því að keppa í Crossfit hér á landi í flokki ófatlaðra. CrossFit Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Sjá meira
Breki er nýkominn frá heimsleikunum í Texas í Bandaríkjunum þar sem hann náði þessum frábæra árangri. Hann keppir í sínum fötlunarflokki en Breki fæddist með sjaldgæfan fæðingargalla og er einhentur en lætur það ekki stoppa sig að ná markmiðum sínum. „Fyrsti dagurinn byrjaði mjög sterkt og þá öðlaðist ég mikið sjálfstraust fyrir næstu dögum. Síðan gekk þetta svona upp og ofan eftir það og síðustu tvær greinarnar gekk mér ekkert allt of vel í og ég hefði viljað framkvæma betur. En ef einhver hefði sagt við mig fyrir leikana að ég myndi lenda í öðru sæti þá hefði ég tekið því. En eftir fyrsta daginn var ég farinn að sjá fyrir mér að ég gæti hafnað í fyrsta sætinu og því var þetta smá súrsætt,“ segir Breki í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Sumar æfingar of erfiðar Eins og áður segir fæddist Breki og er hann einhentur. „Sumar greinar eru þannig að ég get varla framkvæmt þær, eins og hreyfingar þar sem ég þarf að vera með tvö handlóð. Ég er aftur á móti búinn að læra að nota stöngina við upphífingar og annað. En tvö handlóð er frekar erfitt. Svo eru einhver atriði sem eru þess eðlis, að ég kannski get gert þau en það er erfiðara fyrir mig.“ Breki starfar sem verkefnastjóri hjá Eflu og getur ekki lifað á því að vera Crossfittari. „Því miður borgar þetta ekki nægilega mikið til að ég geti verið atvinnumaður. Ég fékk einhvern hundrað þúsund kall fyrir að lenda í öðru sæti. Ég vinn því fullt starf hjá Eflu og síðan kem ég hingað á kvöldin og æfi.“ Hann setur markið á það að vinna heimsleikana í Crossfit fatlaðra á næstu leikum og hefur einnig hug á því að keppa í Crossfit hér á landi í flokki ófatlaðra.
CrossFit Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Njarðvík búin að losa sig við De Assis Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Sjá meira