Vísar á bug tillögum um frið í skiptum fyrir úkraínskt land Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2024 22:27 Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, tekur í hönd Kamölu Harris, varaforseta Bandaríkjanna, í Washington-borg í dag. AP/Jacquelyn Martin Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, lýsti tillögum um að Úkraínumenn afsali sér landsvæði sínu til þess að kaupa sér frið við Rússa sem hættulegum og óásættanlegum í dag. Það væru ekki friðartillögur heldur uppgjafartillögur. Ummælin lét Harris falla á sameiginlegum blaðamannafundi með Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, í Washington-borg í dag. Selenskíj er í Bandaríkjunum til að vera viðstaddur allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og hefur nýtt tækifærið til þess að funda með bandarískum ráðamönnum. „Þetta eru ekki friðartillögur. Þetta eru frekar tillögur að uppgjöf,“ sagði Harris sem er jafnframt forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins. VP Harris points out that "there are some in my country who [want] to force Ukraine to give up large parts of its sovereign territory...these proposals are the same as those of Putin. Let us be be clear. They are not proposals for peace. Instead, they are proposals for surrender" pic.twitter.com/N6oFYvH1Hm— Aaron Rupar (@atrupar) September 26, 2024 Orð hennar voru lítt dulin gagnrýni á tillögur Donalds Trump og J.D. Vance, frambjóðenda Repúblikanaflokksins, um að Úkraínumenn semji fljótt um frið til þess að binda enda á stríðið við Rússa. Trump hefur ennfremur endurómað áróður frá Kreml um að Bandaríkin og vestræn ríki hafi á einhvern hátt látið Rússa ráðast inn í Úkraínu. Harris varaði við því að öðrum árásargjörnum ríkjum gæti vaxið ásmegin ef Vladímír Pútín Rússlandsforseti stendur uppi sem sigurvegari í stríðinu gegn Úkraínu. „Bandaríkin styðja ekki Úkraínu af aumingjagæsku heldur vegna þess að það eru hernaðarlegir hagsmunir okkar,“ sagði varaforsetinn. Rannsaka heimsókn Selenskíj í vopnaverksmiðju Heimsókn Selenskíj hefur farið öfugt ofan í repúblikana sem eru margir gagnrýnir á áframhaldandi stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu. Sérstaklega reiddust þeir yfir því að Selenskíj hefði heimsótt skotfæraverksmiðju í Pennsylvaníu um helgina en það ríki er líklegt til þess að ráða úrslitum í forsetakosningunum í nóvember. Þannig hófu repúblikanar í fulltrúadeild þingsins rannsókn á heimsókninni í dag og sökuðu Hvíta húsið um að notfæra sér hana til þess að hjálpa Harris í forsetaframboði sínu. AP-fréttastofan hefur eftir Trump að hann ætli að hitta Selenskíj í New York á morgun en áður hafði verið greint frá því að þeir hittust ekki. Óvíst er hvort að það verði fagnaðarfundir. Trump hefur kallað „besta sölumann á jörðinni“ vegna þess stuðnings sem hann hefur tryggt Úkraínu frá Bandaríkjastjórn og kvartað undan því að Selenskíj neiti að semja við Rússa. Þá lét Trump þegar hann var forseti halda eftir hundruð milljón dollara hernaðaraðstoð sem Bandaríkjaþing hafði samþykkt fyrir Úkraínu til þess að reyna að knýja Selenskíj til þess að hjálpa sér að koma höggi á Joe Biden, þá helsta pólitíska keppinaut Trump. Bandaríkjaþing kærði Trump fyrir embættisbrot vegna þess en öldungadeild þess sýknaði forsetann. Kamala Harris Úkraína Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Selenskíj heimsótti lykilríki og þakkaði fyrir vopnin Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, þakkaði starfsmönnum vopnaverksmiðju í Pennsylvaníu fyrir skotfæri sem þeir framleiða fyrir Úkraínuher í heimsókn í gær. Pennsylvanía gæti ráðið úrslitum um hver verður næsti forseti Bandaríkjanna. 23. september 2024 10:47 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Ummælin lét Harris falla á sameiginlegum blaðamannafundi með Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu, í Washington-borg í dag. Selenskíj er í Bandaríkjunum til að vera viðstaddur allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna og hefur nýtt tækifærið til þess að funda með bandarískum ráðamönnum. „Þetta eru ekki friðartillögur. Þetta eru frekar tillögur að uppgjöf,“ sagði Harris sem er jafnframt forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins. VP Harris points out that "there are some in my country who [want] to force Ukraine to give up large parts of its sovereign territory...these proposals are the same as those of Putin. Let us be be clear. They are not proposals for peace. Instead, they are proposals for surrender" pic.twitter.com/N6oFYvH1Hm— Aaron Rupar (@atrupar) September 26, 2024 Orð hennar voru lítt dulin gagnrýni á tillögur Donalds Trump og J.D. Vance, frambjóðenda Repúblikanaflokksins, um að Úkraínumenn semji fljótt um frið til þess að binda enda á stríðið við Rússa. Trump hefur ennfremur endurómað áróður frá Kreml um að Bandaríkin og vestræn ríki hafi á einhvern hátt látið Rússa ráðast inn í Úkraínu. Harris varaði við því að öðrum árásargjörnum ríkjum gæti vaxið ásmegin ef Vladímír Pútín Rússlandsforseti stendur uppi sem sigurvegari í stríðinu gegn Úkraínu. „Bandaríkin styðja ekki Úkraínu af aumingjagæsku heldur vegna þess að það eru hernaðarlegir hagsmunir okkar,“ sagði varaforsetinn. Rannsaka heimsókn Selenskíj í vopnaverksmiðju Heimsókn Selenskíj hefur farið öfugt ofan í repúblikana sem eru margir gagnrýnir á áframhaldandi stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu. Sérstaklega reiddust þeir yfir því að Selenskíj hefði heimsótt skotfæraverksmiðju í Pennsylvaníu um helgina en það ríki er líklegt til þess að ráða úrslitum í forsetakosningunum í nóvember. Þannig hófu repúblikanar í fulltrúadeild þingsins rannsókn á heimsókninni í dag og sökuðu Hvíta húsið um að notfæra sér hana til þess að hjálpa Harris í forsetaframboði sínu. AP-fréttastofan hefur eftir Trump að hann ætli að hitta Selenskíj í New York á morgun en áður hafði verið greint frá því að þeir hittust ekki. Óvíst er hvort að það verði fagnaðarfundir. Trump hefur kallað „besta sölumann á jörðinni“ vegna þess stuðnings sem hann hefur tryggt Úkraínu frá Bandaríkjastjórn og kvartað undan því að Selenskíj neiti að semja við Rússa. Þá lét Trump þegar hann var forseti halda eftir hundruð milljón dollara hernaðaraðstoð sem Bandaríkjaþing hafði samþykkt fyrir Úkraínu til þess að reyna að knýja Selenskíj til þess að hjálpa sér að koma höggi á Joe Biden, þá helsta pólitíska keppinaut Trump. Bandaríkjaþing kærði Trump fyrir embættisbrot vegna þess en öldungadeild þess sýknaði forsetann.
Kamala Harris Úkraína Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Selenskíj heimsótti lykilríki og þakkaði fyrir vopnin Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, þakkaði starfsmönnum vopnaverksmiðju í Pennsylvaníu fyrir skotfæri sem þeir framleiða fyrir Úkraínuher í heimsókn í gær. Pennsylvanía gæti ráðið úrslitum um hver verður næsti forseti Bandaríkjanna. 23. september 2024 10:47 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Selenskíj heimsótti lykilríki og þakkaði fyrir vopnin Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, þakkaði starfsmönnum vopnaverksmiðju í Pennsylvaníu fyrir skotfæri sem þeir framleiða fyrir Úkraínuher í heimsókn í gær. Pennsylvanía gæti ráðið úrslitum um hver verður næsti forseti Bandaríkjanna. 23. september 2024 10:47