Jón Gnarr skráður í Viðreisn og ætlar á Alþingi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2024 10:23 Jón Gnarr greiðir atkvæði í forsetakosningunum þann 1. júní síðastliðinn. Vísir/Anton Brink Jón Gnarr ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Viðreisn í komandi Alþingiskosningum. Þetta herma heimildir Vísis. Jón hefur skráð sig í flokkinn sem heldur haustþing um helgina. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlar Jón að mæta á fundinn sem fram fer í Hlégarði í Mosfellsbæ á laugardaginn. Jón Gnarr er búsettur í gamla vesturbænum í Reykjavík og má telja líklegt að hann bjóði fram í Reykjavíkurkjördæmi norður hljóti hann náð nýrra flokksfélaga sinna. Flokkurinn fékk fimm þingmenn í síðustu kosningum og tvo í Reykjavík. Hönnu Katrínu Friðriksson í Reykjavíkurkjördæmi suður og Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viðreisn mældist með 11,3 prósent í síðustu skoðanakönnun Maskínu. Flokkurinn fékk 8,4 prósenta fylgi í kosningunum 2021. Að óbreyttu verður kosið til Alþingis haustið 2025. Jón Gnarr er 57 ára leikari og útvarpsmaður sem bauð fram í borgarstjórnarkosningunum 2010 fyrir Besta flokkinn sem var stofnaður ári fyrr. Flokkurinn vann mikinn kosningasigur og varð Jón borgarstjóri til ársins 2014. Þá kvaddi flokkurinn pólitíska sviðið en sumir borgarfulltrúar sneru sér að þingmennsku fyrir Bjarta framtíð. Jón gekk í raðir Samfylkingarinnar árið 2017. „Mér líst bara rosalega vel á Samfylkinguna. Mér finnst þetta mjög spennandi frambjóðendur og það er mikið af nýju fólki,“ sagði Jón á þeim tímapunkti. Hann útilokaði ekki störf fyrir flokkinn á þeim tímapunkti. Jón bauð svo fram krafta sína til embættis forseta Íslands í vor. Hann hlaut 10,1 prósent fylgi og endaði í fjórða sæti frambjóðenda. Ekki náðist í Jón við vinnslu fréttarinnar. Viðreisn Alþingi Reykjavík Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlar Jón að mæta á fundinn sem fram fer í Hlégarði í Mosfellsbæ á laugardaginn. Jón Gnarr er búsettur í gamla vesturbænum í Reykjavík og má telja líklegt að hann bjóði fram í Reykjavíkurkjördæmi norður hljóti hann náð nýrra flokksfélaga sinna. Flokkurinn fékk fimm þingmenn í síðustu kosningum og tvo í Reykjavík. Hönnu Katrínu Friðriksson í Reykjavíkurkjördæmi suður og Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viðreisn mældist með 11,3 prósent í síðustu skoðanakönnun Maskínu. Flokkurinn fékk 8,4 prósenta fylgi í kosningunum 2021. Að óbreyttu verður kosið til Alþingis haustið 2025. Jón Gnarr er 57 ára leikari og útvarpsmaður sem bauð fram í borgarstjórnarkosningunum 2010 fyrir Besta flokkinn sem var stofnaður ári fyrr. Flokkurinn vann mikinn kosningasigur og varð Jón borgarstjóri til ársins 2014. Þá kvaddi flokkurinn pólitíska sviðið en sumir borgarfulltrúar sneru sér að þingmennsku fyrir Bjarta framtíð. Jón gekk í raðir Samfylkingarinnar árið 2017. „Mér líst bara rosalega vel á Samfylkinguna. Mér finnst þetta mjög spennandi frambjóðendur og það er mikið af nýju fólki,“ sagði Jón á þeim tímapunkti. Hann útilokaði ekki störf fyrir flokkinn á þeim tímapunkti. Jón bauð svo fram krafta sína til embættis forseta Íslands í vor. Hann hlaut 10,1 prósent fylgi og endaði í fjórða sæti frambjóðenda. Ekki náðist í Jón við vinnslu fréttarinnar.
Viðreisn Alþingi Reykjavík Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Sjá meira