Pilturinn hefur sætt gæsluvarðhaldi frá 25. ágúst. Hann er grunaður um að hafa auk þess stungið aðra stúlku og annan pilt með hnífi. Hlutu þau bæði áverka. Hin stúlkan særðist nokkuð og lá á sjúkrahúsi í nokkra daga. Pilturinn var stunginn nokkrum sinnum og hlaut skurðsár í handarkrika, við brjóst og á hönd.
Lögregla telur sig vera komna með skýra mynd af atburðum. Almennt er það svo að lögregla getur haldið sakborningum í gæsluvarðhaldi að hámarki í tólf viku án þess að gefin hafi verið út ákæra í málinu.