Starfsmenn Boeing sagðir hafna tilboði um 30 prósent launahækkun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. september 2024 06:57 Starfsmenn Boeing í verkfallsaðgerðum fyrir utan framleiðslustöð fyrirtækisins í Renton í Washington. AP/Lindsey Wasson Forsvarsmenn International Association of Machinists and Aerospace Workers (IAM), sem talar máli þúsunda starfsmanna Boeing, segja félagsmenn sína ekki hafa áhuga á því að ganga að nýjasta tilboði flugvélaframleiðandas. Það hljóðar upp á 30 prósent launahækkun á fjórum árum. Starfsmennirnir, sem standa í verkfallsaðgerðum, höfðu áður hafnað tilboði upp á 25 prósent hækkun og ýmsar aðrar úrbætur á starfsumhverfinu. Nýjasta tillagan var lögð fram á mánudag og talað um að þetta væri „besta og síðasta“ tilboð Boeing. Í því fólst umrædd 30 prósent hækkun, endurupptaka frammistöðubónuss, aukin réttindi við eftirlaun og einskiptisgreiðslu upp á 6.000 dollara. Forsvarsmenn IAM segja Boeing hafa sent tilboðið beint á félagsmenn, í stað þess að fara í gegnum félagið og að fresturinn til að svara, á miðnætti á föstudag, væri ekki nægilegur til að efna til atkvæðagreiðslu. Boeing hefur neitað því að fulltrúar IAM hafi ekki verið látnir vita og hafa boðist til að framlengja frestinn. Alls taka um 30.000 manns þátt í verkfallsaðgerðunum, sem hafa komið harkalega niður á Boeing. Umræddir starfsmenn starfa meðal annars að framleiðslu 737 Max og 777-véla fyrirtækisins. Þeir hafa gert kröfu um 40 prósent launahækkun og aðrar kjarabætur. Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Það hljóðar upp á 30 prósent launahækkun á fjórum árum. Starfsmennirnir, sem standa í verkfallsaðgerðum, höfðu áður hafnað tilboði upp á 25 prósent hækkun og ýmsar aðrar úrbætur á starfsumhverfinu. Nýjasta tillagan var lögð fram á mánudag og talað um að þetta væri „besta og síðasta“ tilboð Boeing. Í því fólst umrædd 30 prósent hækkun, endurupptaka frammistöðubónuss, aukin réttindi við eftirlaun og einskiptisgreiðslu upp á 6.000 dollara. Forsvarsmenn IAM segja Boeing hafa sent tilboðið beint á félagsmenn, í stað þess að fara í gegnum félagið og að fresturinn til að svara, á miðnætti á föstudag, væri ekki nægilegur til að efna til atkvæðagreiðslu. Boeing hefur neitað því að fulltrúar IAM hafi ekki verið látnir vita og hafa boðist til að framlengja frestinn. Alls taka um 30.000 manns þátt í verkfallsaðgerðunum, sem hafa komið harkalega niður á Boeing. Umræddir starfsmenn starfa meðal annars að framleiðslu 737 Max og 777-véla fyrirtækisins. Þeir hafa gert kröfu um 40 prósent launahækkun og aðrar kjarabætur.
Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira