Kristófer Helga í veikindaleyfi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. september 2024 13:13 Kristófer Helgason hefur annast Reykjavík síðdegis á Bylgjunni um árabil. Kristófer Helgason útvarpsmaður á Bylgjunni er kominn í veikindaleyfi. Ástæðan er sú að hann greindist fyrir viku með Bell's Palsy sem veldur lömun á öðrum helmingi andlitsins. Fyrr á árinu hafði hann greinst með Parkinson. „Ég er lamaður öðrum megin í andlitinu. Af sex stigum Palsy þá er ég á fimmta stigi, svo að þetta er töluverð lömun,“ segir Kristófer í samtali við Vísi. Kristófer sem stýrt hefur Reykjavík síðdegis um árabil á Bylgjunni opnaði sig fyrst um veikindi sín á samfélagsmiðlinum Facebook. Gerði vart við sig á þremur dögum „Fyrr á þessu ári greindist ég með Parkinson sjúkdóminn eftir ítarlegar prófanir og rannsóknir. Fyrstu merkin voru skjálfti og skertar fínhreyfingar í vinstri hendi. Nýjasta verkefnið skall á fyrir viku þegar ég greindist með Bell´s Palsy sem veldur lömun á öðrum helmingi andlitsins.. Bell's Palsy er ákveðin ráðgáta í læknisfræði þar sem ekki er vitað nákvæmlega hvað veldur.“ Kristófer segir að fyrstu einkennin hafi verið höfuðverkur í kringum hægra eyrað, frá kjálka og aftur í hnakka. Þar á eftir hafi tungan og varir byrjað að dofna eins og eftir góða deyfingu hjá tannlækni. Að lokum hafi hann hætt að geta blikkað og lokað hægra auganu en alls tók það Kristófer þrjá daga að lamast. Kristófer deilir á Facebook viðtali sem hann tók í Reykjavík síðdegis árið 2017 við Elías Ólafsson yfirlækni á taugadeild Landspítalans um sjúkdóminn. Grunlaus um að rúmum sjö árum síðar myndi hann reyna þetta á eigin skinni. Getur gengið til baka Samkvæmt tölfræðinni eru ágætis líkur á að lömunin gangi að einhverju leyti eða öllu leyti til baka, þó tíminn verði að leiða það í ljós. „Flestir sem ég hef hitt hafa fengið fullan bata á einhverjum tíma. Þetta er algengara en margir halda, en það getur tekið visst langan tíma.“ Kristófer segir að hann eigi sömuleiðis erfitt með að mynda hljóð þegar varirnar detti út. Þá sérstaklega til að mynda hljóð til að segja stafi eins og B og P. Kristófer er merkilega brattur þrátt fyrir allt. „Ég grínaðist nú með það að það hljóti að hafa verið einhver grínisti sem ákvað að skýra þetta Bell's Palsy, miðað við hvað það er erfitt að segja B og P,“ segir útvarpsmaðurinn knái. Hann segir ljóst að hann verði frá störfum í útvarpinu í einhvern tíma hið minnsta. Þá hyggst hann einnig taka sér hlé frá því að halda sín vinsælu ketilbjöllunámskeið í World Class. „Við sjáum hvernig þetta þróast. En læknar segja að maður megi samt gera hvað sem er. Þetta er ekki þannig að maður sé rúmfastur.“ Reykjavík síðdegis Fjölmiðlar Bylgjan Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Sjá meira
„Ég er lamaður öðrum megin í andlitinu. Af sex stigum Palsy þá er ég á fimmta stigi, svo að þetta er töluverð lömun,“ segir Kristófer í samtali við Vísi. Kristófer sem stýrt hefur Reykjavík síðdegis um árabil á Bylgjunni opnaði sig fyrst um veikindi sín á samfélagsmiðlinum Facebook. Gerði vart við sig á þremur dögum „Fyrr á þessu ári greindist ég með Parkinson sjúkdóminn eftir ítarlegar prófanir og rannsóknir. Fyrstu merkin voru skjálfti og skertar fínhreyfingar í vinstri hendi. Nýjasta verkefnið skall á fyrir viku þegar ég greindist með Bell´s Palsy sem veldur lömun á öðrum helmingi andlitsins.. Bell's Palsy er ákveðin ráðgáta í læknisfræði þar sem ekki er vitað nákvæmlega hvað veldur.“ Kristófer segir að fyrstu einkennin hafi verið höfuðverkur í kringum hægra eyrað, frá kjálka og aftur í hnakka. Þar á eftir hafi tungan og varir byrjað að dofna eins og eftir góða deyfingu hjá tannlækni. Að lokum hafi hann hætt að geta blikkað og lokað hægra auganu en alls tók það Kristófer þrjá daga að lamast. Kristófer deilir á Facebook viðtali sem hann tók í Reykjavík síðdegis árið 2017 við Elías Ólafsson yfirlækni á taugadeild Landspítalans um sjúkdóminn. Grunlaus um að rúmum sjö árum síðar myndi hann reyna þetta á eigin skinni. Getur gengið til baka Samkvæmt tölfræðinni eru ágætis líkur á að lömunin gangi að einhverju leyti eða öllu leyti til baka, þó tíminn verði að leiða það í ljós. „Flestir sem ég hef hitt hafa fengið fullan bata á einhverjum tíma. Þetta er algengara en margir halda, en það getur tekið visst langan tíma.“ Kristófer segir að hann eigi sömuleiðis erfitt með að mynda hljóð þegar varirnar detti út. Þá sérstaklega til að mynda hljóð til að segja stafi eins og B og P. Kristófer er merkilega brattur þrátt fyrir allt. „Ég grínaðist nú með það að það hljóti að hafa verið einhver grínisti sem ákvað að skýra þetta Bell's Palsy, miðað við hvað það er erfitt að segja B og P,“ segir útvarpsmaðurinn knái. Hann segir ljóst að hann verði frá störfum í útvarpinu í einhvern tíma hið minnsta. Þá hyggst hann einnig taka sér hlé frá því að halda sín vinsælu ketilbjöllunámskeið í World Class. „Við sjáum hvernig þetta þróast. En læknar segja að maður megi samt gera hvað sem er. Þetta er ekki þannig að maður sé rúmfastur.“
Reykjavík síðdegis Fjölmiðlar Bylgjan Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Sjá meira