Óásættanlegt að vísa NPA-vandanum alfarið til sveitarfélaga Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. september 2024 20:50 Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vísir/Arnar Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir fatlað fólk með NPA-samninga ekki geta beðið lengur eftir þjónustu en að það sé óásættanlegt að ríkið vísi málinu alfarið til sveitarfélaganna og á þá við ummæli félagsmálaráðherra frá í dag. Heiða Björg Heimisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að bæði sveitarfélög og ríki þurfi að taka ábyrgð á bágri stöðu í málaflokknum og að brýnt sé að komast að samkomulagi sem allra fyrst. Málaflokkurinn ekki fjármagnaður „Það er alveg ljóst, og öllum ljóst, að málaflokkurinn er ekki fjármagnaður og það fjármagn sem fylgdi til sveitarfélaganna með málaflokknum hafa ekki dugað og það er eitthvað sem við þurfum að laga og breyta og það er vel hægt,“ segir Heiða en samkvæmt núgildandi fyrirkomulagi er ríkinu skylt að fjármagna 25 prósent í hverjum samningi og sveitarfélögum 75 prósent. Í samtali við fréttastofu í dag segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra að ríkið hafi fjármagnað sinn hluta af öllum þeim samningum sem komið hafa á borð ráðuneytisins. Hann sé sammála því að ekki sé ásættanlegt að fólk sé fast á biðlistum árum saman en að hann vonist til þess að fjármögnunarvandi sveitarfélaganna leysist. Samkomulag á eftir áætlun Ekki hefur borist til tals að auka framlag ríkisins til NPA-samninga en ráðuneytið hefur verið í stöðugu samtali við sveitarfélögin um málið að sögn ráðherra. „Við erum með fjóra hópa nú í gangi sem eru að horfa í framtíðina. Í lok síðasta árs náðum við að semja um fortíðina, fram til loka ársins 2021, þar sem sveitarfélögin hafa lagt mun meira fjármagn í þá þjónustu sem fatlað fólk er að fá þar sem NPA er ein af þeim þjónustuleiðum sem stendur fötluðu fólki til boða,“ segir Heiða Björg. „Við sammæltumst um það þá að við myndum ljúka framhaldinu fyrir lok þessa árs. Það var miðað við júní, nú er kominn september. Ég veit að það er tilbúin skýrsla og ég er tilbúin til að setjast niður hvenær sem er og sitja eins lengi og þarf til þess að ræða okkur niður á einhverja niðurstöðu.“ Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sveitarstjórnarmál Heilbrigðismál Félagsmál Tengdar fréttir Með banvænan sjúkdóm í stöðugri baráttu við Kópavogsbæ Maður með MND hefur í þrjú ár þurft að berjast við Kópavogsbæ til að fá fulla ummönun vegna veikinda hans. Hann er hræddur um að kerfið sé að ganga frá eiginkonu hans sem er eini stuðningurinn sem hann fær. 21. september 2024 19:20 Biðin óásættanleg og vill skýr svör frá ríkinu Allt of margir bíða eftir lögbundinni NPA þjónustu frá sveitarfélögunum og er staðan algjörlega óásættanleg. Þetta segir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin fari fram á skýr svör frá ríkinu um hvort fjármagna eigi málaflokkinn eða ekki. 20. september 2024 12:03 Sveitarfélögin krefja ríkið svara um NPA Í hádegisfréttum verður rætt við formann Sambands íslenskra sveitarfélaga sem segir biðina eftir NPA þjónustu ólíðandi og kallar eftir skýrum svörum frá ríkinu um hvort til standi að fjármagna þjónustuna að fullu eður ei. 20. september 2024 11:40 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Heiða Björg Heimisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að bæði sveitarfélög og ríki þurfi að taka ábyrgð á bágri stöðu í málaflokknum og að brýnt sé að komast að samkomulagi sem allra fyrst. Málaflokkurinn ekki fjármagnaður „Það er alveg ljóst, og öllum ljóst, að málaflokkurinn er ekki fjármagnaður og það fjármagn sem fylgdi til sveitarfélaganna með málaflokknum hafa ekki dugað og það er eitthvað sem við þurfum að laga og breyta og það er vel hægt,“ segir Heiða en samkvæmt núgildandi fyrirkomulagi er ríkinu skylt að fjármagna 25 prósent í hverjum samningi og sveitarfélögum 75 prósent. Í samtali við fréttastofu í dag segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra að ríkið hafi fjármagnað sinn hluta af öllum þeim samningum sem komið hafa á borð ráðuneytisins. Hann sé sammála því að ekki sé ásættanlegt að fólk sé fast á biðlistum árum saman en að hann vonist til þess að fjármögnunarvandi sveitarfélaganna leysist. Samkomulag á eftir áætlun Ekki hefur borist til tals að auka framlag ríkisins til NPA-samninga en ráðuneytið hefur verið í stöðugu samtali við sveitarfélögin um málið að sögn ráðherra. „Við erum með fjóra hópa nú í gangi sem eru að horfa í framtíðina. Í lok síðasta árs náðum við að semja um fortíðina, fram til loka ársins 2021, þar sem sveitarfélögin hafa lagt mun meira fjármagn í þá þjónustu sem fatlað fólk er að fá þar sem NPA er ein af þeim þjónustuleiðum sem stendur fötluðu fólki til boða,“ segir Heiða Björg. „Við sammæltumst um það þá að við myndum ljúka framhaldinu fyrir lok þessa árs. Það var miðað við júní, nú er kominn september. Ég veit að það er tilbúin skýrsla og ég er tilbúin til að setjast niður hvenær sem er og sitja eins lengi og þarf til þess að ræða okkur niður á einhverja niðurstöðu.“
Málefni fatlaðs fólks Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sveitarstjórnarmál Heilbrigðismál Félagsmál Tengdar fréttir Með banvænan sjúkdóm í stöðugri baráttu við Kópavogsbæ Maður með MND hefur í þrjú ár þurft að berjast við Kópavogsbæ til að fá fulla ummönun vegna veikinda hans. Hann er hræddur um að kerfið sé að ganga frá eiginkonu hans sem er eini stuðningurinn sem hann fær. 21. september 2024 19:20 Biðin óásættanleg og vill skýr svör frá ríkinu Allt of margir bíða eftir lögbundinni NPA þjónustu frá sveitarfélögunum og er staðan algjörlega óásættanleg. Þetta segir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin fari fram á skýr svör frá ríkinu um hvort fjármagna eigi málaflokkinn eða ekki. 20. september 2024 12:03 Sveitarfélögin krefja ríkið svara um NPA Í hádegisfréttum verður rætt við formann Sambands íslenskra sveitarfélaga sem segir biðina eftir NPA þjónustu ólíðandi og kallar eftir skýrum svörum frá ríkinu um hvort til standi að fjármagna þjónustuna að fullu eður ei. 20. september 2024 11:40 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Með banvænan sjúkdóm í stöðugri baráttu við Kópavogsbæ Maður með MND hefur í þrjú ár þurft að berjast við Kópavogsbæ til að fá fulla ummönun vegna veikinda hans. Hann er hræddur um að kerfið sé að ganga frá eiginkonu hans sem er eini stuðningurinn sem hann fær. 21. september 2024 19:20
Biðin óásættanleg og vill skýr svör frá ríkinu Allt of margir bíða eftir lögbundinni NPA þjónustu frá sveitarfélögunum og er staðan algjörlega óásættanleg. Þetta segir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Sveitarfélögin fari fram á skýr svör frá ríkinu um hvort fjármagna eigi málaflokkinn eða ekki. 20. september 2024 12:03
Sveitarfélögin krefja ríkið svara um NPA Í hádegisfréttum verður rætt við formann Sambands íslenskra sveitarfélaga sem segir biðina eftir NPA þjónustu ólíðandi og kallar eftir skýrum svörum frá ríkinu um hvort til standi að fjármagna þjónustuna að fullu eður ei. 20. september 2024 11:40
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu